Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.
Hann kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni, Sólrunu Løkke Rasmussen, í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands og heldur beint á fund með forsætisráðherra.
„Lars Løkke Rasmussen mun því næst heimsækja Marel og fá kynningu á fyrirtækjunum HS Orku og Carbon Recycling International, sitja hátíðarkvöldverð í Ráðherrabústaðnum í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og taka þátt í hátíðahöldum í tengslum við fullveldisafmælið á morgun, 1. desember,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
Margrét Þórhildur Danadrottning mun einnig taka þátt í hátíðarhöldum í Hörpu á morgun í tilefni af 100 ára fullveldishátíðinni.
Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum
Atli Ísleifsson skrifar
