Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 10:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Bessastöðum í gær. vísir/Vilhelm Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. Ekki sé líklegt að þeim verði mikið úr starfi á Alþingi eins og sakir standa. Erfitt sé fyrir almenning og samstarfsfólk að umbera þau og líklegt að stór hluti vinnutímans á Alþingi fari í að verja hegðun sína. Elvar greinir frá þessu á Facebook en minnir þó á að þótt nokkrir þingmenn Miðflokksins hafi gerst sekir um slæma hegðun gildi það ekki um flokkinn í heild sinni. Þeir þingmenn Miðflokksins sem voru á Klaustri voru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Anna Kolbrún er sú eina sem íhugar stöðu sína en Gunnar Bragi er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að hann hafi ekki brotið af sér og afsögn sé ekki í kortunum. „Þingmenn Miðflokksins (ekki allir) hafa gert sig seka um mikla glópsku sem erfitt er að fyrirgefa þó að ég telji samt að það sé rétt að gera í fyllingu tímans. Þrátt fyrir það verður mjög erfitt fyrir almenning og samstarfsfólk, að umbera þau eftir þetta í því starfi sem þau sinna. Og þeim verður líklega ekki mikið úr verki, þurfandi endalaust að verja afglöp sín og bera þau á herðum sér um langa hríð,“ segir Elvar. „Ég legg því til að þau taki hlé frá þingstörfum til vors hið minnsta. Á meðan hugi þau að flokksstarfinu og eigin málum og stöðu og veiti varamönnum sínum þá aðstoð sem þau þurfa til góðra verka. Ekki er líklegt að skynsamlegt sé fyrir þau, sum að minnsta kosti, að snúa aftur.“ Hann er varamaður Birgis Þórarinsson í Suðurkjördæmi en Birgir var ekki á meðal þingmanna flokksins að sumbli umrætt kvöld. Elvar bendir því á að þótt viðkomandi þingmenn stígi til hliðar þýði það ekki að hann fái sæti á Alþingi. „Þess ber að geta að ég kem ekki til með að græða þingsæti ef þetta verður, því að minn aðalmaður var ekki með í þessu og var að vinna við fjárlögin þessa nótt, sem betur fer.“ Vísar Elvar til þess að umræður um fjárlög stóðu yfir á Alþingi þegar drykkjusamkoma sexmenninganna hófst á Klaustur bar. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. Ekki sé líklegt að þeim verði mikið úr starfi á Alþingi eins og sakir standa. Erfitt sé fyrir almenning og samstarfsfólk að umbera þau og líklegt að stór hluti vinnutímans á Alþingi fari í að verja hegðun sína. Elvar greinir frá þessu á Facebook en minnir þó á að þótt nokkrir þingmenn Miðflokksins hafi gerst sekir um slæma hegðun gildi það ekki um flokkinn í heild sinni. Þeir þingmenn Miðflokksins sem voru á Klaustri voru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Anna Kolbrún er sú eina sem íhugar stöðu sína en Gunnar Bragi er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að hann hafi ekki brotið af sér og afsögn sé ekki í kortunum. „Þingmenn Miðflokksins (ekki allir) hafa gert sig seka um mikla glópsku sem erfitt er að fyrirgefa þó að ég telji samt að það sé rétt að gera í fyllingu tímans. Þrátt fyrir það verður mjög erfitt fyrir almenning og samstarfsfólk, að umbera þau eftir þetta í því starfi sem þau sinna. Og þeim verður líklega ekki mikið úr verki, þurfandi endalaust að verja afglöp sín og bera þau á herðum sér um langa hríð,“ segir Elvar. „Ég legg því til að þau taki hlé frá þingstörfum til vors hið minnsta. Á meðan hugi þau að flokksstarfinu og eigin málum og stöðu og veiti varamönnum sínum þá aðstoð sem þau þurfa til góðra verka. Ekki er líklegt að skynsamlegt sé fyrir þau, sum að minnsta kosti, að snúa aftur.“ Hann er varamaður Birgis Þórarinsson í Suðurkjördæmi en Birgir var ekki á meðal þingmanna flokksins að sumbli umrætt kvöld. Elvar bendir því á að þótt viðkomandi þingmenn stígi til hliðar þýði það ekki að hann fái sæti á Alþingi. „Þess ber að geta að ég kem ekki til með að græða þingsæti ef þetta verður, því að minn aðalmaður var ekki með í þessu og var að vinna við fjárlögin þessa nótt, sem betur fer.“ Vísar Elvar til þess að umræður um fjárlög stóðu yfir á Alþingi þegar drykkjusamkoma sexmenninganna hófst á Klaustur bar.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira