Innlent

Fögnuðu samstarfinu með skúffuköku og sörum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir skar sneiðar og rétti kollegum sínum í ríkisstjórninni. Hér gæðir Sigríður Á. Anderssen dómsmálaráðherra sér á skúffuköku.
Katrín Jakobsdóttir skar sneiðar og rétti kollegum sínum í ríkisstjórninni. Hér gæðir Sigríður Á. Anderssen dómsmálaráðherra sér á skúffuköku. Vísir/Vilhelm
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skar kökusneiðar og rétti kollegum sínum þegar ráðherrar úr röðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fögnuðu eins árs samstarfi flokkanna í ríkisstjórn. Flokkarnir náðu saman um samstarf og kynntu fyrir ári.

„Ríkisstjórnin var mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa og fagnar þeim árangri sem náðst hefur fyrir samfélagið á liðnu ári,“ segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Ríkisstjórnin fundaði í Ráðherrabústaðnum í morgun og í framhaldinu fengu ráðherrar sér bakkelsi.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, myndaði samkomuna.

Katrín blæs á kertið á kökunni sem var til marks um eins árs afmælið.Vísir/Vilhelm
Ráðherrarnir að loknum ríkisstjórnarfundinum í Ráðherrabústaðnum.Vísir/Vilhelm
Forsætisráðherra leiddi ráðherra af fundinum sem fram fór á efri hæð.Vísir/Vilhelm
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddi við fjölmiðla í Ráðherrabústaðnum.Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir er eins árs.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×