Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2018 13:00 Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, fara ófögrum orðum um þingkonur og -karla á Klaustursupptökunum. Vísir Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. Fjórir þingmenn flokksins, þar á meðal formaður og varaformaður, hafa sætt mikilli gagnrýni vegna hegðunar og orðfæris á hótelbar fyrr í vikunni þar sem þeir fóru ófögrum orðum um ýmsar samstarfskonur sínar á þingi. Hannes Karl Hilmarsson, formaður Miðflokksfélags Norðausturkjördæmis, segir að stjórnarmenn félagsins hafi rætt saman um fréttir síðustu daga og útilokar ekki að eitthvað muni heyrast frá félaginu. Stjórnarmenn vilji þó bíða þar til öll kurl séu komin til grafar. Hannes Karl segist ekki geta talað fyrir hönd allra stjórnarmanna en segir að formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis, njóti enn hans stuðnings.Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Krefst viðbragða Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, segir málið allt „skelfilegt“ og „hið ömurlegasta mál“. Hann segir til umræðu að stjórn félagsins muni halda fund nú um helgina til að ræða málið. Aðspurður um hvort umræddir þingmenn njóti hans stuðnings geti hann ekki tjáð sig um það sem stendur. „Mér þykir mjög vænt um flokkinn og tel að hann geti komið gríðarlega miklu góðu til leiða. Auðvitað verða menn að njóta trausts og geta unnið. Það er enginn tilgangur ef þeir geta ekki unnið.“ Þannig að flokkurinn verður að bregðast við með einhverjum hætti?„Mér finnst það líklegt, já.“Una María ÓskarsdóttirVísir/VilhelmEru án efa miður sín Ekki hefur náðst í Unu Maríu Óskarsdóttur, formann Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis, kjördæmis þingflokks- og varaformannsins Gunnars Braga Sveinssonar, í morgun. Una María tjáði sig hins vegar um málið á Facebook í gær þar sem hún sagði þetta búinn að vera dapurlegan dag að upplifa. „Ég hélt að við værum komin lengra í ja[f]nfréttisbaráttunni og að virða hvert annað. Það fólk sem á í hlut þekki ég bara af góðu einu og það er án efa miður sín,“ segir í færslu Unu.Hafa ekkert rætt málið María Ósk Óskarsdóttir, formaður Miðflokksfélags Norðvesturkjördæmis, kjördæmis þingmannsins Bergþórs Ólasonar, segir að stjórn hafi ekki komið saman eða rætt málið eftir að það kom upp. Ekki liggur fyrir hvort að félagið muni koma saman til fundar, enda eru stjórnarmenn dreifðir um allt land. Aðspurð hvort að Bergþór njóti stuðnings hennar, segist hún ekki vilja tjá sig um það að svo stöddu. Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur, vildi ekki svara spurnungum fréttastofu að svo stöddu, en sagðist munu tjá sig um málið þegar „mesta rykið“ væri sest. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22 Bergþór og Gunnar Bragi mættu ekki í veisluna Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, voru ekki á meðal gesta í veislu forsetahjónanna á Bessastöðum í gærkvöldi. 30. nóvember 2018 09:57 Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 10:55 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. Fjórir þingmenn flokksins, þar á meðal formaður og varaformaður, hafa sætt mikilli gagnrýni vegna hegðunar og orðfæris á hótelbar fyrr í vikunni þar sem þeir fóru ófögrum orðum um ýmsar samstarfskonur sínar á þingi. Hannes Karl Hilmarsson, formaður Miðflokksfélags Norðausturkjördæmis, segir að stjórnarmenn félagsins hafi rætt saman um fréttir síðustu daga og útilokar ekki að eitthvað muni heyrast frá félaginu. Stjórnarmenn vilji þó bíða þar til öll kurl séu komin til grafar. Hannes Karl segist ekki geta talað fyrir hönd allra stjórnarmanna en segir að formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis, njóti enn hans stuðnings.Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Krefst viðbragða Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, segir málið allt „skelfilegt“ og „hið ömurlegasta mál“. Hann segir til umræðu að stjórn félagsins muni halda fund nú um helgina til að ræða málið. Aðspurður um hvort umræddir þingmenn njóti hans stuðnings geti hann ekki tjáð sig um það sem stendur. „Mér þykir mjög vænt um flokkinn og tel að hann geti komið gríðarlega miklu góðu til leiða. Auðvitað verða menn að njóta trausts og geta unnið. Það er enginn tilgangur ef þeir geta ekki unnið.“ Þannig að flokkurinn verður að bregðast við með einhverjum hætti?„Mér finnst það líklegt, já.“Una María ÓskarsdóttirVísir/VilhelmEru án efa miður sín Ekki hefur náðst í Unu Maríu Óskarsdóttur, formann Miðflokksfélags Suðvesturkjördæmis, kjördæmis þingflokks- og varaformannsins Gunnars Braga Sveinssonar, í morgun. Una María tjáði sig hins vegar um málið á Facebook í gær þar sem hún sagði þetta búinn að vera dapurlegan dag að upplifa. „Ég hélt að við værum komin lengra í ja[f]nfréttisbaráttunni og að virða hvert annað. Það fólk sem á í hlut þekki ég bara af góðu einu og það er án efa miður sín,“ segir í færslu Unu.Hafa ekkert rætt málið María Ósk Óskarsdóttir, formaður Miðflokksfélags Norðvesturkjördæmis, kjördæmis þingmannsins Bergþórs Ólasonar, segir að stjórn hafi ekki komið saman eða rætt málið eftir að það kom upp. Ekki liggur fyrir hvort að félagið muni koma saman til fundar, enda eru stjórnarmenn dreifðir um allt land. Aðspurð hvort að Bergþór njóti stuðnings hennar, segist hún ekki vilja tjá sig um það að svo stöddu. Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur, vildi ekki svara spurnungum fréttastofu að svo stöddu, en sagðist munu tjá sig um málið þegar „mesta rykið“ væri sest.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22 Bergþór og Gunnar Bragi mættu ekki í veisluna Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, voru ekki á meðal gesta í veislu forsetahjónanna á Bessastöðum í gærkvöldi. 30. nóvember 2018 09:57 Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 10:55 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Segja Gunnar Braga hafa skaðað orðspor HeForShe Landsnefnd UN Women á Íslandi segir að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríksiráðherra hafi skaðað orðspor Barbershop 30. nóvember 2018 11:22
Bergþór og Gunnar Bragi mættu ekki í veisluna Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, voru ekki á meðal gesta í veislu forsetahjónanna á Bessastöðum í gærkvöldi. 30. nóvember 2018 09:57
Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. 30. nóvember 2018 10:55