Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 14:48 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. Stjórn flokksins situr nú á fundi sem hófst klukkan 14 en Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimi Má Pétursson áður en fundur hófst að þar verði rætt hvort vísa skuli þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“ Guðmundur Ingi segist vera orðlaus yfir því sem gekk á á Klaustur bar fyrr í mánuðinum þar sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins komu saman og ræddu á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína á þingi, þar á meðal Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. „Það sem fór þarna fram er gjörsamlega langt út fyrir allt siðferði. Ég vil bara segja að það sem kemur þar gagnvart konum, fötluðu fólki og samkynhneigðum og samstarfsfólki er þeim til háborinnar skammar. Þeir verða bara að segja af sér, það er ekkert annað hægt,“ segir Guðmundur Ingi.Klippa: Segir þingmennina eiga að segja af sér Aðspurður hvort það væri ekki til tjóns fyrir flokkinn ef þingmönnum hans myndi fækka um tvo svarar Guðmundur því játandi. „Jú, að vísu en það er betra að við séum tvö og heiðarleg að vinna í þeim málefnum sem við erum að vinna fyrir sem eru eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk og að við séum heiðarleg í þeirri baráttu. En ég tel svona málflutning sem þar fór fram skaðar flokkinn.“ Ólafur og Karl Gauti telja að ekki hafi verið löglega staðið að því að boða til stjórnarfundar hjá flokknum í gær en þar var samþykkt áskorun á þá Ólaf og Karl Gauta um að segja af sér. Guðmundur Ingi segir að löglega hafi verið boðað til fundarins. „Hann var ekki ólöglega boðaður og þeir mættu á fundinn og það kom engin athugasemd frá þeim um það væri eitthvað ólöglegt í gangi með boðun fundarins þannig að þetta er alveg fullkomlega löglegur fundur.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. Stjórn flokksins situr nú á fundi sem hófst klukkan 14 en Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimi Má Pétursson áður en fundur hófst að þar verði rætt hvort vísa skuli þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“ Guðmundur Ingi segist vera orðlaus yfir því sem gekk á á Klaustur bar fyrr í mánuðinum þar sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins komu saman og ræddu á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína á þingi, þar á meðal Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. „Það sem fór þarna fram er gjörsamlega langt út fyrir allt siðferði. Ég vil bara segja að það sem kemur þar gagnvart konum, fötluðu fólki og samkynhneigðum og samstarfsfólki er þeim til háborinnar skammar. Þeir verða bara að segja af sér, það er ekkert annað hægt,“ segir Guðmundur Ingi.Klippa: Segir þingmennina eiga að segja af sér Aðspurður hvort það væri ekki til tjóns fyrir flokkinn ef þingmönnum hans myndi fækka um tvo svarar Guðmundur því játandi. „Jú, að vísu en það er betra að við séum tvö og heiðarleg að vinna í þeim málefnum sem við erum að vinna fyrir sem eru eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk og að við séum heiðarleg í þeirri baráttu. En ég tel svona málflutning sem þar fór fram skaðar flokkinn.“ Ólafur og Karl Gauti telja að ekki hafi verið löglega staðið að því að boða til stjórnarfundar hjá flokknum í gær en þar var samþykkt áskorun á þá Ólaf og Karl Gauta um að segja af sér. Guðmundur Ingi segir að löglega hafi verið boðað til fundarins. „Hann var ekki ólöglega boðaður og þeir mættu á fundinn og það kom engin athugasemd frá þeim um það væri eitthvað ólöglegt í gangi með boðun fundarins þannig að þetta er alveg fullkomlega löglegur fundur.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49
Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02