Segir örorkukröfur Icelandair fráleita þvingunaraðferð Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 17:12 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir Flugfreyjum hjá Icelandair gefst færi á að halda hlutastarfi hjá félaginu að því gefnu að þær sýni fram á örorku. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir um að ræða fráleita þvingunaraðferð. Icelandair tilkynnti flugfreyjum sínum í september að þeim yrði framvegis bannað að vinna í hlutastarfi hjá fyrirtækinu. Frá kröfunni um fullt starf eru undanskildar þær flugfreyjur sem hafa starfað í 30 ár eða lengur, eru 55 ára og eldri eða hafa eignast barn á síðustu tveimur árum.Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/VilhelmStarfsmenn knúðir til að sækja um örorku Ný undanþága virðist nú hafa bæst við að en flugfreyjum gefst kostur á að halda hlutastarfi skili þær inn gildu örorkumati frá lífeyrissjóði, tryggingafélagi eða Tryggingstofnun. Þá eru læknisvottorð ekki tekin gild. Drífa Snædal forseti ASÍ vakti athygli á málinu í vikupistli sínum sem sendur var út síðdegis í dag þar sem hún fór yfir landslag í kjaramálum í kjölfar uppsagna í fluggeiranum, einkum hjá Air Associates á Keflavíkurflugvelli og WOW Air. „Þegar sjónum er beint að hinu stóra flugfélaginu, Icelandair, berast þaðan uggvænlegar upplýsingar þar sem búið er að skilyrða áframhaldandi hlutastörf flugfreyja og flugþjóna við örorkumat. Þannig er verið að knýja þá sem vilja halda í sín hlutastörf til að sækja um örorku.“Veldur áhyggjum og raski á einkalífi Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir félaginu hafa borist afrit af póstum frá Icelandair, þar sem ítrekað er að almenn læknisvottorð gildi ekki heldur þurfi að sýna gilt örorkumat. „Þetta leggst mjög illa í félagsmenn og veldur þeim gífurlegum áhyggjum og raski á þeirra einkalífi. Þarna er vinnuveitandi að knýja starfsmenn til að sækja um örorkumat til að halda sínu hlutastarfi, á sama tíma og atvinnurekendur eru að furða sig á háu hlutfalli á nýtingu örorku. Þetta er fráleit þvingunaraðgerð,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Drífa gagnrýnir fyrirkomulagið einnig harðlega. Hún veltir því upp í samtali við Vísi hvort örorkumatið verði mögulega notað gegn fólki síðar. „Hver er tilgangurinn? Verður þetta þá notað gegn fólki síðar? Í hvaða stöðu er verið að setja starfsfólk?“ segir Drífa. Bann við því að flugfreyjur vinni hlutastarf hjá Icelandair tekur gildi um áramótin. Flugfreyjufélagið stefndi Icelandair fyrir Félagsdóm en málið var þingfest í október. Aðalmeðferð fer fram þann 13. desember næstkomandi en þar verða meðal annars teknar fyrir umræddar undanþágur sem Icelandair hefur veitt vegna hlutastarfanna. Ekki náðist í Boga Nils Bogason, starfandi forstjóra Icelandair, við vinnslu fréttarinnar. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva "ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. 3. október 2018 17:19 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. 7. nóvember 2018 07:00 „Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. 10. október 2018 11:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Flugfreyjum hjá Icelandair gefst færi á að halda hlutastarfi hjá félaginu að því gefnu að þær sýni fram á örorku. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir um að ræða fráleita þvingunaraðferð. Icelandair tilkynnti flugfreyjum sínum í september að þeim yrði framvegis bannað að vinna í hlutastarfi hjá fyrirtækinu. Frá kröfunni um fullt starf eru undanskildar þær flugfreyjur sem hafa starfað í 30 ár eða lengur, eru 55 ára og eldri eða hafa eignast barn á síðustu tveimur árum.Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/VilhelmStarfsmenn knúðir til að sækja um örorku Ný undanþága virðist nú hafa bæst við að en flugfreyjum gefst kostur á að halda hlutastarfi skili þær inn gildu örorkumati frá lífeyrissjóði, tryggingafélagi eða Tryggingstofnun. Þá eru læknisvottorð ekki tekin gild. Drífa Snædal forseti ASÍ vakti athygli á málinu í vikupistli sínum sem sendur var út síðdegis í dag þar sem hún fór yfir landslag í kjaramálum í kjölfar uppsagna í fluggeiranum, einkum hjá Air Associates á Keflavíkurflugvelli og WOW Air. „Þegar sjónum er beint að hinu stóra flugfélaginu, Icelandair, berast þaðan uggvænlegar upplýsingar þar sem búið er að skilyrða áframhaldandi hlutastörf flugfreyja og flugþjóna við örorkumat. Þannig er verið að knýja þá sem vilja halda í sín hlutastörf til að sækja um örorku.“Veldur áhyggjum og raski á einkalífi Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir félaginu hafa borist afrit af póstum frá Icelandair, þar sem ítrekað er að almenn læknisvottorð gildi ekki heldur þurfi að sýna gilt örorkumat. „Þetta leggst mjög illa í félagsmenn og veldur þeim gífurlegum áhyggjum og raski á þeirra einkalífi. Þarna er vinnuveitandi að knýja starfsmenn til að sækja um örorkumat til að halda sínu hlutastarfi, á sama tíma og atvinnurekendur eru að furða sig á háu hlutfalli á nýtingu örorku. Þetta er fráleit þvingunaraðgerð,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Drífa gagnrýnir fyrirkomulagið einnig harðlega. Hún veltir því upp í samtali við Vísi hvort örorkumatið verði mögulega notað gegn fólki síðar. „Hver er tilgangurinn? Verður þetta þá notað gegn fólki síðar? Í hvaða stöðu er verið að setja starfsfólk?“ segir Drífa. Bann við því að flugfreyjur vinni hlutastarf hjá Icelandair tekur gildi um áramótin. Flugfreyjufélagið stefndi Icelandair fyrir Félagsdóm en málið var þingfest í október. Aðalmeðferð fer fram þann 13. desember næstkomandi en þar verða meðal annars teknar fyrir umræddar undanþágur sem Icelandair hefur veitt vegna hlutastarfanna. Ekki náðist í Boga Nils Bogason, starfandi forstjóra Icelandair, við vinnslu fréttarinnar.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva "ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. 3. október 2018 17:19 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. 7. nóvember 2018 07:00 „Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. 10. október 2018 11:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva "ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. 3. október 2018 17:19
Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31
Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. 7. nóvember 2018 07:00
„Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. 10. október 2018 11:57