Rétt að manna stöður áður en byggt er upp Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Lagst verður í mikla uppbyggingu næstu fimm ár, nýir og stærri leikskólar verða byggðir og ungbarnadeildum fjölgað til muna. Fréttablaðið/vilhelm Borgin mun verja rúmlega milljarði á ári næstu fimm ár til uppbyggingar á leikskólum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði telur að með því sé byrjað á öfugum enda og réttara sé að tryggja mönnun núverandi leikskóla áður en uppbygging hefst. Formaður Brúum bilið, stýrihóps um uppbygginguna, segir mönnunarvandann nánast úr sögunni. Skipað var í Brúum bilið vorið 2016 en verkefni hópsins var að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Samkvæmt niðurstöðum hópsins verður rýmum fjölgað um allt að 750 til að tryggja að ársgömlum börnum pláss á leikskóla fyrir lok 2023. Fimm nýir leikskólar verða byggðir og byggt við leikskóla þar sem eftirspurn er mikil. Þá verða sérstakar ungbarnadeildir settar á fót við borgarrekna leikskóla sem hafa fjórar deildir eða fleiri. Sem stendur falla 46 leikskólar í þann flokk. Að endingu er stefnt að því að nýju leikskólarnir verði stærri en þeir sem fyrir eru. Meðalfjöldi á leikskóla nú er 91 barn en með nýju skólunum er miðað að því að 120 til 200 börn verði undir sama þaki. „Þetta hefur verið hörkuvinna unnin í ágætri þverpólitískri sátt. Þetta er söguleg uppbygging sem miðar að því að ljúka leikskólabyltingu sem hófst fyrir um aldarfjórðungi,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs og Brúum bilið. „Ég tel að það sé svolítið verið að byrja á öfugum enda þar sem við erum enn með biðlista. Í sumar voru send út bréf til barna um stöðu á biðlista og það eru ekki öll börn enn komin á leikskóla. Við ættum að byrja að leysa mönnunarvanda áður en við förum að koma fleiri börnum inn á skólana,“ segir Valgerður Sigurðardóttur, borgarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði. Skúli segir hins vegar að mikið hafi áunnist í þeim málum og staðan nú sé helmingi betri en í fyrra. Aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss eða dagsetningu á því hvenær pláss fæst. „Það eru helmingi færri ómannaðar stöður sem rekja má til þeirra aðgerða sem borgin hefur gripið til til þess að bæta vinnuumhverfi leikskóla. Við höfum varið um milljarði til þess. Að meðaltali vantar um hálft stöðugildi á leikskólana. Það er varla mannekla heldur eðlileg starfsmannavelta,“ segir Skúli. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Borgin mun verja rúmlega milljarði á ári næstu fimm ár til uppbyggingar á leikskólum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði telur að með því sé byrjað á öfugum enda og réttara sé að tryggja mönnun núverandi leikskóla áður en uppbygging hefst. Formaður Brúum bilið, stýrihóps um uppbygginguna, segir mönnunarvandann nánast úr sögunni. Skipað var í Brúum bilið vorið 2016 en verkefni hópsins var að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Samkvæmt niðurstöðum hópsins verður rýmum fjölgað um allt að 750 til að tryggja að ársgömlum börnum pláss á leikskóla fyrir lok 2023. Fimm nýir leikskólar verða byggðir og byggt við leikskóla þar sem eftirspurn er mikil. Þá verða sérstakar ungbarnadeildir settar á fót við borgarrekna leikskóla sem hafa fjórar deildir eða fleiri. Sem stendur falla 46 leikskólar í þann flokk. Að endingu er stefnt að því að nýju leikskólarnir verði stærri en þeir sem fyrir eru. Meðalfjöldi á leikskóla nú er 91 barn en með nýju skólunum er miðað að því að 120 til 200 börn verði undir sama þaki. „Þetta hefur verið hörkuvinna unnin í ágætri þverpólitískri sátt. Þetta er söguleg uppbygging sem miðar að því að ljúka leikskólabyltingu sem hófst fyrir um aldarfjórðungi,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs og Brúum bilið. „Ég tel að það sé svolítið verið að byrja á öfugum enda þar sem við erum enn með biðlista. Í sumar voru send út bréf til barna um stöðu á biðlista og það eru ekki öll börn enn komin á leikskóla. Við ættum að byrja að leysa mönnunarvanda áður en við förum að koma fleiri börnum inn á skólana,“ segir Valgerður Sigurðardóttur, borgarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði. Skúli segir hins vegar að mikið hafi áunnist í þeim málum og staðan nú sé helmingi betri en í fyrra. Aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss eða dagsetningu á því hvenær pláss fæst. „Það eru helmingi færri ómannaðar stöður sem rekja má til þeirra aðgerða sem borgin hefur gripið til til þess að bæta vinnuumhverfi leikskóla. Við höfum varið um milljarði til þess. Að meðaltali vantar um hálft stöðugildi á leikskólana. Það er varla mannekla heldur eðlileg starfsmannavelta,“ segir Skúli.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent