Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2018 06:15 Jim Ratcliffe. vísir/getty Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem ásælst hefur jarðir á Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum, hefur keypt eignarhaldsfélagið Grænaþing af Jóhannesi Kristinssyni. Með þessum kaupum á auðjöfurinn 86,67 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf., sem er með Selá og Hofsá í Vopnafirði á leigu. Strengur á sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða að öllu leyti. Einnig nýlegt og mjög veglegt veiðihótel við Selá. Tilkynnt var um kaupin á fundi í veiðifélaginu í síðustu viku. Gísli Stefánsson, framkvæmdastjóri Strengs, staðfesti að þetta hefði átt sér stað en vildi að öðru leyti ekki ræða þessi viðskipti. Jim Ratcliffe hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða á Norðausturlandi með það að yfirlýstu markmiði að komast yfir laxveiðiréttindi. Annar stór jarðakaupandi í Vopnafirði hefur verið fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson. Jóhannes var viðskiptafélagi Pálma Haraldssonar í Fons í byrjun aldarinnar. Jóhannes átti einkahlutafélagið Grænaþing sem átti rúmlega helminginn, 52,67 prósent, í veiðifélaginu Streng. Jóhannes selur allt hlutaféð til Ratcliffes. Ratcliffe átti fyrir 34 prósent í veiðifélaginu Streng í gegnum félagið Fálkaþing. Hagnaður Strengs í fyrra nam einni milljón króna samkvæmt ársreikningi. Þar kemur einnig fram að eignir félagsins séu um 955 milljónir króna og eigið fé um 400 milljónir. Við Kaup Ratcliffes á öllum eignarhlut Jóhannesar í Grænaþingi eignast hann sem sagt hlut í enn fleiri jörðum en hann hefur áður átt í Vopnafirði en þær voru um 30 fyrir. Grænaþing á helminginn í jörðinni Fremri-Nýp, fimmtung í Hauksstöðum og 42,86 prósenta hlut í jörðinni Þorvaldsstöðum. Heimamenn eystra hafa áður lýst því hvernig tilraunir breska auðkýfingsins til að kaupa jarðir á svæðinu hafi framkallað deilur innan fjölskyldna um hvort selja eigi jarðirnar eða ekki. Oftar en ekki hafi lögfræðiskrifstofur eða fasteignasölur sent eigendum jarða kauptilboð frá ónefndum erlendum aðila. Ekki náðist í Jóhannes Kristinsson við vinnslu fréttarinnar og því er ekki vitað nákvæmlega hversu margar jarðir hafi skipt um hendur milli hans og Ratcliffes. Ekki er heldur vitað hver verðmiðinn á Grænaþingi ehf. var í þessari sölu. Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Tengdar fréttir Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem ásælst hefur jarðir á Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum, hefur keypt eignarhaldsfélagið Grænaþing af Jóhannesi Kristinssyni. Með þessum kaupum á auðjöfurinn 86,67 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf., sem er með Selá og Hofsá í Vopnafirði á leigu. Strengur á sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða að öllu leyti. Einnig nýlegt og mjög veglegt veiðihótel við Selá. Tilkynnt var um kaupin á fundi í veiðifélaginu í síðustu viku. Gísli Stefánsson, framkvæmdastjóri Strengs, staðfesti að þetta hefði átt sér stað en vildi að öðru leyti ekki ræða þessi viðskipti. Jim Ratcliffe hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða á Norðausturlandi með það að yfirlýstu markmiði að komast yfir laxveiðiréttindi. Annar stór jarðakaupandi í Vopnafirði hefur verið fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson. Jóhannes var viðskiptafélagi Pálma Haraldssonar í Fons í byrjun aldarinnar. Jóhannes átti einkahlutafélagið Grænaþing sem átti rúmlega helminginn, 52,67 prósent, í veiðifélaginu Streng. Jóhannes selur allt hlutaféð til Ratcliffes. Ratcliffe átti fyrir 34 prósent í veiðifélaginu Streng í gegnum félagið Fálkaþing. Hagnaður Strengs í fyrra nam einni milljón króna samkvæmt ársreikningi. Þar kemur einnig fram að eignir félagsins séu um 955 milljónir króna og eigið fé um 400 milljónir. Við Kaup Ratcliffes á öllum eignarhlut Jóhannesar í Grænaþingi eignast hann sem sagt hlut í enn fleiri jörðum en hann hefur áður átt í Vopnafirði en þær voru um 30 fyrir. Grænaþing á helminginn í jörðinni Fremri-Nýp, fimmtung í Hauksstöðum og 42,86 prósenta hlut í jörðinni Þorvaldsstöðum. Heimamenn eystra hafa áður lýst því hvernig tilraunir breska auðkýfingsins til að kaupa jarðir á svæðinu hafi framkallað deilur innan fjölskyldna um hvort selja eigi jarðirnar eða ekki. Oftar en ekki hafi lögfræðiskrifstofur eða fasteignasölur sent eigendum jarða kauptilboð frá ónefndum erlendum aðila. Ekki náðist í Jóhannes Kristinsson við vinnslu fréttarinnar og því er ekki vitað nákvæmlega hversu margar jarðir hafi skipt um hendur milli hans og Ratcliffes. Ekki er heldur vitað hver verðmiðinn á Grænaþingi ehf. var í þessari sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Tengdar fréttir Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30
Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03