Mörg veðmál í gangi í einvígi Tigers og Mickelson Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2018 09:30 Þetta einvígi verður mjög áhugavert. vísir/getty Einstakur golfviðburður fer fram á föstudag er Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í einvígi í Las Vegas. Miklar fjárhæðir eru undir og kylfingarnir leggja líka sjálfir undir. Sigurvegari einvígisins fær litlar 9 milljónir dollara eða 1,1 milljarð króna. Svo ætla þeir að veðja sín á milli allan hringinn til þess að gera hlutina áhugaverðari. Mickelson lagði strax 100 þúsund dollara undir á að hann myndi fá fugl á fyrstu holu. Tiger var fljótur að tvöfalda þá upphæð. Þessi „minni“ veðmál koma úr þeirra eigin vasa og ágóðinn mun renna til góðgerðarmála. Báðir kylfingar verða með hljóðnema og áhorfendur munu því fá góða innsýn inn í samskipti þeirra sem og samskiptin við kylfusveinana. „Vonandi mun fólk kunna að meta þetta. Þetta er smá sýnishorn inn í framtíð íþróttanna. Áhorfendur fá að heyra allar kyndingarnar,“ sagði Mickelson. Einvígið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og einnig er hægt að kaupa sér aðgang að viðburðinum í gegnum myndlykilinn. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Einstakur golfviðburður fer fram á föstudag er Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í einvígi í Las Vegas. Miklar fjárhæðir eru undir og kylfingarnir leggja líka sjálfir undir. Sigurvegari einvígisins fær litlar 9 milljónir dollara eða 1,1 milljarð króna. Svo ætla þeir að veðja sín á milli allan hringinn til þess að gera hlutina áhugaverðari. Mickelson lagði strax 100 þúsund dollara undir á að hann myndi fá fugl á fyrstu holu. Tiger var fljótur að tvöfalda þá upphæð. Þessi „minni“ veðmál koma úr þeirra eigin vasa og ágóðinn mun renna til góðgerðarmála. Báðir kylfingar verða með hljóðnema og áhorfendur munu því fá góða innsýn inn í samskipti þeirra sem og samskiptin við kylfusveinana. „Vonandi mun fólk kunna að meta þetta. Þetta er smá sýnishorn inn í framtíð íþróttanna. Áhorfendur fá að heyra allar kyndingarnar,“ sagði Mickelson. Einvígið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og einnig er hægt að kaupa sér aðgang að viðburðinum í gegnum myndlykilinn.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira