Persónurnar taka völdin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 10:00 Shari Lapena er í hópi vinsælustu spennusagnahöfunda heims. Fréttablaðið/Sigtryggur Spennusögur kanadíska rithöfundarins Shari Lapena njóta mikilla vinsælda víða um heim. Tvær þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu, Óboðinn gestur og Hjónin við hliðina sem er vinsælasta bók hennar og hefur verið seld til tæplega 40 landa. Lapena kom hingað til lands vegna Iceland noir glæpasagnahátíðarinnar og tók með sér eiginmann sinn og dóttur sem var afar áhugasöm um að koma til Íslands. Lapena starfaði um tíma sem lögfræðingur en segir að starfið hafi ekki átt við sig. „Mig langaði til að skrifa skáldsögu. Ég hafði ekki mikið sjálfstraust svo ég skrifaði í laumi og sagði engum frá því. Skáldsagan mín kom út og fékk góða dóma svo ég skrifaði aðra. Þessar sögur voru með gamansömum tón og þar var ekkert planað fyrirfram, ég settist bara niður og persónur og atburðarás kom til mín. Mig langaði til að skrifa spennusögu því ég les mikið af þeim, en hélt að þar yrði atburðarásin að vera ákveðin fyrirfram. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því, ég get ekki planað heila bók fyrirfram. Ég verð fyrst að skapa persónur og þær taka svo af mér völdin og þá fara alls konar hlutir að gerast. Ian Reid sagði mér að það sama ætti við um hann þegar hann væri að skrifa.“ Aðalpersónurnar í spennubókum Lapena hafa alltaf einhverju miklu að leyna. „Þegar fólk á í hlut þá er ekki alltaf allt sem sýnist, en ég er að skrifa spennusögur og þá verður mikið að ganga á í lífi persónanna sem búa yfir leyndarmálum og bak við snyrtilegt yfirborð leynist ýmislegt. En ef maður skoðar hvað er í fréttum þá er greinilegt að fólk gerir alls konar einkennilega og stundum hræðilega hluti,“ segir hún. Í sögunum leynist líka svartur húmor. „Sögurnar sem ég skrifaði áður en ég fór að skrifa spennusögur voru gamansögur og ég hélt að ég myndi alltaf skrifa þannig bækur. Ég vil ekki setja mikinn húmor í spennusögurnar því það tekur athyglina frá spennunni en leyfi mér einstaka sinnum að sýna svartan húmor.“ Nýjasta bók Lapena er An Unwanted Guest sem er skrifuð undir áhrifum frá einni frægustu bók Agöthu Christie, And Then there Were None, en þar er hópur fólks fastur á eyðieyju og jafnt og þétt fer að fækka í hópnum. „Ég er mikill aðdáandi Agöthu Christie, ég ólst upp við bækur hennar og hef lesið þær allar. Í síðustu bók minni eru tíu einstaklingar innilokaðir á hóteli í óveðri í New York og hvert dauðsfallið rekur annað,“ segir Lapena sem er byrjuð að skrifa nýja bók en vill ekkert gefa upp um efni hennar, segir það vera leyndarmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Spennusögur kanadíska rithöfundarins Shari Lapena njóta mikilla vinsælda víða um heim. Tvær þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu, Óboðinn gestur og Hjónin við hliðina sem er vinsælasta bók hennar og hefur verið seld til tæplega 40 landa. Lapena kom hingað til lands vegna Iceland noir glæpasagnahátíðarinnar og tók með sér eiginmann sinn og dóttur sem var afar áhugasöm um að koma til Íslands. Lapena starfaði um tíma sem lögfræðingur en segir að starfið hafi ekki átt við sig. „Mig langaði til að skrifa skáldsögu. Ég hafði ekki mikið sjálfstraust svo ég skrifaði í laumi og sagði engum frá því. Skáldsagan mín kom út og fékk góða dóma svo ég skrifaði aðra. Þessar sögur voru með gamansömum tón og þar var ekkert planað fyrirfram, ég settist bara niður og persónur og atburðarás kom til mín. Mig langaði til að skrifa spennusögu því ég les mikið af þeim, en hélt að þar yrði atburðarásin að vera ákveðin fyrirfram. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því, ég get ekki planað heila bók fyrirfram. Ég verð fyrst að skapa persónur og þær taka svo af mér völdin og þá fara alls konar hlutir að gerast. Ian Reid sagði mér að það sama ætti við um hann þegar hann væri að skrifa.“ Aðalpersónurnar í spennubókum Lapena hafa alltaf einhverju miklu að leyna. „Þegar fólk á í hlut þá er ekki alltaf allt sem sýnist, en ég er að skrifa spennusögur og þá verður mikið að ganga á í lífi persónanna sem búa yfir leyndarmálum og bak við snyrtilegt yfirborð leynist ýmislegt. En ef maður skoðar hvað er í fréttum þá er greinilegt að fólk gerir alls konar einkennilega og stundum hræðilega hluti,“ segir hún. Í sögunum leynist líka svartur húmor. „Sögurnar sem ég skrifaði áður en ég fór að skrifa spennusögur voru gamansögur og ég hélt að ég myndi alltaf skrifa þannig bækur. Ég vil ekki setja mikinn húmor í spennusögurnar því það tekur athyglina frá spennunni en leyfi mér einstaka sinnum að sýna svartan húmor.“ Nýjasta bók Lapena er An Unwanted Guest sem er skrifuð undir áhrifum frá einni frægustu bók Agöthu Christie, And Then there Were None, en þar er hópur fólks fastur á eyðieyju og jafnt og þétt fer að fækka í hópnum. „Ég er mikill aðdáandi Agöthu Christie, ég ólst upp við bækur hennar og hef lesið þær allar. Í síðustu bók minni eru tíu einstaklingar innilokaðir á hóteli í óveðri í New York og hvert dauðsfallið rekur annað,“ segir Lapena sem er byrjuð að skrifa nýja bók en vill ekkert gefa upp um efni hennar, segir það vera leyndarmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira