Almannatenglar smíða ræður fyrir lögregluna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 06:15 Góð samskipti Andrésar Jónssonar aðstoða LRH. Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu greiddi almannatengslafyrirtækinu Góðum samskiptum tæpar 900 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu í síðasta mánuði. Þjónustan fól meðal annars í sér ræðuskrif og að svara spurningum fjölmiðla. Fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) segir lögregluna ekki hafa nægan mannskap til að sinna upplýsingamálum og hagkvæmara sér að útvista þessari þjónustu. Á vefnum opnirreikningar.is, þar sem birtar eru reikningsupplýsingar úr fjárhagskerfi ríkisins til að auka gagnsæi, er að finna nýbirtan reikning frá Góðum samskiptum til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 3. október. Hljóðar hann upp á 872 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvaða þjónustu embættið hefði keypt af Góðum samskiptum segir Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH, fyrirtækið hafa komið að yfirstandandi stefnumótun í upplýsingamálum með embættinu.Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH. Fréttablaðið/GVA„Aðstoðað við ræðusmíðar, svör til fjölmiðla o.þ.h. LRH hefur ekki nægan mannskap til að sinna þessari vinnu, sérstaklega þegar krafa er gerð um skjót viðbrögð og kallar því til utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar. Það er einnig hagkvæmara en að hafa marga starfsmenn í þessu verkefni hjá embættinu.“ Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu starfar nú þegar að minnsta kosti einn kynningar- og upplýsingafulltrúi, Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson. Spurður nánar út í það hvers eðlis aðkoma fyrirtækisins er að því að svara fjölmiðlum, hvort fyrirtækið sé að fá áframsendar fyrirspurnir fjölmiðla til lögreglu um tiltekin mál og svara þeim, kveðst Halldór ekki þekkja það nákvæmlega. „En ég reikna með að þetta sé svipuð þjónusta og þjónusta Gunnars Rúnars, fjölmiðlatengiliðsins okkar, laga til orðalag og þess háttar.“ Halldór segir að reikningurinn sem birtist á vefsíðunni hafi verið fyrir aðkeypta þjónustu af fyrirtæki almannatengilsins Andrésar Jónssonar á tímabilinu 20. mars til 30. ágúst. Þá beri að athuga að virðisaukaskatturinn fáist endurgreiddur og kostnaðurinn sé því rúmlega 703 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu greiddi almannatengslafyrirtækinu Góðum samskiptum tæpar 900 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu í síðasta mánuði. Þjónustan fól meðal annars í sér ræðuskrif og að svara spurningum fjölmiðla. Fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) segir lögregluna ekki hafa nægan mannskap til að sinna upplýsingamálum og hagkvæmara sér að útvista þessari þjónustu. Á vefnum opnirreikningar.is, þar sem birtar eru reikningsupplýsingar úr fjárhagskerfi ríkisins til að auka gagnsæi, er að finna nýbirtan reikning frá Góðum samskiptum til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 3. október. Hljóðar hann upp á 872 þúsund krónur fyrir sérfræðiþjónustu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvaða þjónustu embættið hefði keypt af Góðum samskiptum segir Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH, fyrirtækið hafa komið að yfirstandandi stefnumótun í upplýsingamálum með embættinu.Halldór Halldórsson, fjármálastjóri LRH. Fréttablaðið/GVA„Aðstoðað við ræðusmíðar, svör til fjölmiðla o.þ.h. LRH hefur ekki nægan mannskap til að sinna þessari vinnu, sérstaklega þegar krafa er gerð um skjót viðbrögð og kallar því til utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar. Það er einnig hagkvæmara en að hafa marga starfsmenn í þessu verkefni hjá embættinu.“ Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu starfar nú þegar að minnsta kosti einn kynningar- og upplýsingafulltrúi, Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson. Spurður nánar út í það hvers eðlis aðkoma fyrirtækisins er að því að svara fjölmiðlum, hvort fyrirtækið sé að fá áframsendar fyrirspurnir fjölmiðla til lögreglu um tiltekin mál og svara þeim, kveðst Halldór ekki þekkja það nákvæmlega. „En ég reikna með að þetta sé svipuð þjónusta og þjónusta Gunnars Rúnars, fjölmiðlatengiliðsins okkar, laga til orðalag og þess háttar.“ Halldór segir að reikningurinn sem birtist á vefsíðunni hafi verið fyrir aðkeypta þjónustu af fyrirtæki almannatengilsins Andrésar Jónssonar á tímabilinu 20. mars til 30. ágúst. Þá beri að athuga að virðisaukaskatturinn fáist endurgreiddur og kostnaðurinn sé því rúmlega 703 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira