Lífið

Ungur háskólanemi gefur út hátíðarsmáskífu

Sylvía Hall skrifar
Smáskífan ætti að koma öllum í góðan gír fyrir hátíðarnar.
Smáskífan ætti að koma öllum í góðan gír fyrir hátíðarnar. Aðsend
Bergur Leó Björnsson, tvítugur háskólanemi, gaf út á dögunum sína fyrstu smáskífu sem inniheldur bæði jóla- og áramótalag. Bæði lögin hafa hlotið góðar undirtektir og náðu þau inn á topplista á Spotify fljótlega eftir að þau fóru á Spotify

Þrátt fyrir að þetta séu fyrstu lögin sem Bergur gefur út undir eigin nafni vakti hann töluverða athygli í sumar þegar hann söng ásamt Aroni Can sumarsmellinn „Chuggedda“ en það lag hefur verið spilað yfir sexhundruð þúsund sinnum á Spotify og haldið sæti á vinsældalista síðan það kom út. 

Í samtali við Vísi segir Bergur hugmyndina að hátíðarplötunni hafa kveiknað í október þegar fór að kólna í veðri og „jólafiðringur“ fór að láta á sér kræla. Aðspurður segist hann vel geta hugsað sér að gefa út tónlist í framtíðinni og því má segja að þetta sé aðeins byrjunin. 

Lögin má hlusta á hér að neðan. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×