Drifinn áfram á kraftinum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Kvennakór Reykjavíkur er alltaf að finna upp á einhverju nýju, að sögn formannsins. Myndir/Gunnar Jónatansson Þeir sem fylgdust með þáttaröðinni Kórar Íslands muna eflaust eftir Kvennakór Reykjavíkur sem komst í undanúrslit og gladdi fólk ekki einungis með líflegum söng sínum heldur líka listrænum danshreyfingum. Nú efnir sá kór til aðventutónleika í Langholtskirkju annað kvöld klukkan 20 og tjaldar miklu til eins og Svanhildur Sverrisdóttir, formaður kórsins, kann frá að segja.Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki, bendir Svanhildur á.„Við syngjum auðvitað fullt af yndislegri jóla- og aðventutónlist og tveir ungir ballettdansarar úr Listaháskólanum ætla að dansa við blómavalsinn úr Hnotubrjótnum eftir Tsjajkovskí. Með okkur verða líka þjóðþekktir listamenn og ber þar fyrst að nefna Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu. Auk hennar verða valinkunnir hljóðfæraleikarar, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Zbigniew Dubik á fiðlu, Örnólfur Kristjánsson á selló og Einar Scheving á slagverk. Hljómsveitarstjóri er Vilberg Viggósson sem jafnframt spilar á píanó. Svo er það kórstjórinn okkar, hún Ágota Joó sem er frá Ungverjalandi og er ekki bara tónlistarmaður heldur líka dansari og miðlar þeirri þekkingu til kórsins þegar það á við.“ Svanhildur segir aðventutónleikana lokahnykk á afmælisári kórsins. „Við byrjuðum með nýárstónleikum í Norðurljósasal Hörpu með Vínarvölsum, glitri og glimmeri og héldum svo afmælishátíð um mitt ár. Kórinn er kvennaher, drifinn áfram á kraftinum og lætur hlutina gerast, hvort sem það er að sauma kjóla á allan hópinn eða hugsa út í öll smáatriði. Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki,“ tekur hún fram. Í Kvennakór Reykjavíkur eru um 50 konur. Á opinni æfingu í haust komu nýir kraftar inn, að sögn Svanhildar. „Svo eru sumar stofnfélagar og það eru mikil verðmæti sem felast í slíkri reynslu. Það er alltaf einhver endurnýjun en líka góður, sterkur grunnur sem kórinn byggir á.“ Næsta sumar er fyrirhuguð ferð til Ungverjalands, á heimaslóðir kórstjórans. „Þar ætlum við að fara í smiðju til eins af færustu kórstjórum Ungverjalands,“ segir Svanhildur. „Við erum alltaf að finna upp á einhverju nýju.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Þeir sem fylgdust með þáttaröðinni Kórar Íslands muna eflaust eftir Kvennakór Reykjavíkur sem komst í undanúrslit og gladdi fólk ekki einungis með líflegum söng sínum heldur líka listrænum danshreyfingum. Nú efnir sá kór til aðventutónleika í Langholtskirkju annað kvöld klukkan 20 og tjaldar miklu til eins og Svanhildur Sverrisdóttir, formaður kórsins, kann frá að segja.Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki, bendir Svanhildur á.„Við syngjum auðvitað fullt af yndislegri jóla- og aðventutónlist og tveir ungir ballettdansarar úr Listaháskólanum ætla að dansa við blómavalsinn úr Hnotubrjótnum eftir Tsjajkovskí. Með okkur verða líka þjóðþekktir listamenn og ber þar fyrst að nefna Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu. Auk hennar verða valinkunnir hljóðfæraleikarar, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Zbigniew Dubik á fiðlu, Örnólfur Kristjánsson á selló og Einar Scheving á slagverk. Hljómsveitarstjóri er Vilberg Viggósson sem jafnframt spilar á píanó. Svo er það kórstjórinn okkar, hún Ágota Joó sem er frá Ungverjalandi og er ekki bara tónlistarmaður heldur líka dansari og miðlar þeirri þekkingu til kórsins þegar það á við.“ Svanhildur segir aðventutónleikana lokahnykk á afmælisári kórsins. „Við byrjuðum með nýárstónleikum í Norðurljósasal Hörpu með Vínarvölsum, glitri og glimmeri og héldum svo afmælishátíð um mitt ár. Kórinn er kvennaher, drifinn áfram á kraftinum og lætur hlutina gerast, hvort sem það er að sauma kjóla á allan hópinn eða hugsa út í öll smáatriði. Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki,“ tekur hún fram. Í Kvennakór Reykjavíkur eru um 50 konur. Á opinni æfingu í haust komu nýir kraftar inn, að sögn Svanhildar. „Svo eru sumar stofnfélagar og það eru mikil verðmæti sem felast í slíkri reynslu. Það er alltaf einhver endurnýjun en líka góður, sterkur grunnur sem kórinn byggir á.“ Næsta sumar er fyrirhuguð ferð til Ungverjalands, á heimaslóðir kórstjórans. „Þar ætlum við að fara í smiðju til eins af færustu kórstjórum Ungverjalands,“ segir Svanhildur. „Við erum alltaf að finna upp á einhverju nýju.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira