Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 21:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært og vill fá frekari skýringar á ummælum formanns VR um að beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóða sem lið í kjarabaráttu. Formenn VR og Eflingar töluðu um stéttastríð í viðtali við RÚV í kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, töluðu bæði um að verkalýðshreyfingin stæði í „stéttastríði“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn Kveik á RÚV í kvöld. Sólveig Anna sagðist jafnframt telja að verkfall væri ekki endilega af því slæma. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir í samtali við Vísi að allt tal um skærur á vinnumarkaði séu ótímabært endu séu viðræður um kjarasamninga tiltölulega nýhafnar. Andinn við samningaborðið þar sem fulltrúar samningsaðila sitji saman heilu dagshlutana þessa dagana sé annar en í ummælum formannanna. „Það er góður gangur í þeim viðræðum og orðfærið á þeim fundum er með allt öðrum hætti en maður heyrir og les síðan í fjölmiðlum,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins reyni að vera samkvæm sjálfum sér og flytja mál sitt með sama hætti við samningaborðið og í fjölmiðlum. Því segir Halldór hljóta að láta þau orð sem sögð eru á samningafundum á milli aðila telja frekar en þau sem heyrist í fjölmiðlum. „Ég er enn vongóður um að við getum leitt þessa kjarasamninga til farsælla lykta,“ segir hann.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Nýnæmi í samskiptum VR, SA og lífeyrissjóðakerfisins Ragnar Þór ýjaði að því í viðtalinu við Kveik að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðakerfinu til þess að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. „Að því gefnu að rétt sé haft eftir formanni VR þá eru þetta sannarlega nýnæmi í samskiptum VR, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóðakerfisins og full ástæða til að ganga eftir því hvað hann á við nákvæmlega með þessum orðum því ég skil það ekki til fulls sjálfur,“ segir Halldór. Í því samhengi bendir Halldór á að þeir sem tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært og vill fá frekari skýringar á ummælum formanns VR um að beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóða sem lið í kjarabaráttu. Formenn VR og Eflingar töluðu um stéttastríð í viðtali við RÚV í kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, töluðu bæði um að verkalýðshreyfingin stæði í „stéttastríði“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn Kveik á RÚV í kvöld. Sólveig Anna sagðist jafnframt telja að verkfall væri ekki endilega af því slæma. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir í samtali við Vísi að allt tal um skærur á vinnumarkaði séu ótímabært endu séu viðræður um kjarasamninga tiltölulega nýhafnar. Andinn við samningaborðið þar sem fulltrúar samningsaðila sitji saman heilu dagshlutana þessa dagana sé annar en í ummælum formannanna. „Það er góður gangur í þeim viðræðum og orðfærið á þeim fundum er með allt öðrum hætti en maður heyrir og les síðan í fjölmiðlum,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins reyni að vera samkvæm sjálfum sér og flytja mál sitt með sama hætti við samningaborðið og í fjölmiðlum. Því segir Halldór hljóta að láta þau orð sem sögð eru á samningafundum á milli aðila telja frekar en þau sem heyrist í fjölmiðlum. „Ég er enn vongóður um að við getum leitt þessa kjarasamninga til farsælla lykta,“ segir hann.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Nýnæmi í samskiptum VR, SA og lífeyrissjóðakerfisins Ragnar Þór ýjaði að því í viðtalinu við Kveik að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðakerfinu til þess að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. „Að því gefnu að rétt sé haft eftir formanni VR þá eru þetta sannarlega nýnæmi í samskiptum VR, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóðakerfisins og full ástæða til að ganga eftir því hvað hann á við nákvæmlega með þessum orðum því ég skil það ekki til fulls sjálfur,“ segir Halldór. Í því samhengi bendir Halldór á að þeir sem tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50