Starfsfólk í áfalli eftir hópuppsögn hjá Norðuráli á Grundartanga Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2018 06:46 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Eyþór Tuttugu starfsmönnum álversins á Grundartanga var sagt upp í gær. Í samtali við Fréttablaðið segir Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli, að ástæða uppsagnanna sé óhagstæð þróun á rekstrarumhverfi álversins. „Þetta eru kaldar kveðjur til þeirra sem hafa fórnað sinni starfsævi í uppbyggingu á fyrirtækinu, að vera hengdir út fyrir girðingu eins og gerðist í dag [gær],“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Fréttablaðið. Hann kveðst hafa fengið að heyra frá nokkrum þeirra sem sagt var upp að starfsmönnum hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar í morgun. „Það er bara staðið þannig að því að þegar fólk mætir til vinnu er það kallað inn á skrifstofu til mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra viðkomandi sviðs þar sem því er tilkynnt að þessar uppsagnir séu orðnar að veruleika. Síðan er fólki gefinn kostur á að tæma skápa sína og það síðan leitt út fyrir,“ segir Vilhjálmur. Sólveig kveðst ekki mega tjá sig um hvernig staðið var að uppsögnum einstakra starfsmanna en að dagurinn hafi verið erfiður. Fólk hafi reynt að gera það eins vel og kostur er á í svona málum. Vilhjálmur segir þetta dapurlegar aðgerðir. Uppsagnirnar séu enn eitt höggið fyrir Skagamenn og atvinnuöryggi þeirra á sínu heimasvæði og vísar í uppsagnir HB Granda. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Tuttugu starfsmönnum álversins á Grundartanga var sagt upp í gær. Í samtali við Fréttablaðið segir Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli, að ástæða uppsagnanna sé óhagstæð þróun á rekstrarumhverfi álversins. „Þetta eru kaldar kveðjur til þeirra sem hafa fórnað sinni starfsævi í uppbyggingu á fyrirtækinu, að vera hengdir út fyrir girðingu eins og gerðist í dag [gær],“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Fréttablaðið. Hann kveðst hafa fengið að heyra frá nokkrum þeirra sem sagt var upp að starfsmönnum hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar í morgun. „Það er bara staðið þannig að því að þegar fólk mætir til vinnu er það kallað inn á skrifstofu til mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra viðkomandi sviðs þar sem því er tilkynnt að þessar uppsagnir séu orðnar að veruleika. Síðan er fólki gefinn kostur á að tæma skápa sína og það síðan leitt út fyrir,“ segir Vilhjálmur. Sólveig kveðst ekki mega tjá sig um hvernig staðið var að uppsögnum einstakra starfsmanna en að dagurinn hafi verið erfiður. Fólk hafi reynt að gera það eins vel og kostur er á í svona málum. Vilhjálmur segir þetta dapurlegar aðgerðir. Uppsagnirnar séu enn eitt höggið fyrir Skagamenn og atvinnuöryggi þeirra á sínu heimasvæði og vísar í uppsagnir HB Granda.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira