Sport

De la Hoya segir White að grjóthalda kjafti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
De la Hoya ásamt Tito Ortiz eftir að Ortiz hafði rotað Chuck Liddell.
De la Hoya ásamt Tito Ortiz eftir að Ortiz hafði rotað Chuck Liddell. vísir/getty
Það mátti ekki búast við því að Oscar de la Hoya myndi sitja þegjandi undir gagnrýni frá Dana White, forseta UFC, sem kallaði hann kókhaus á dögunum.

White var brjálaður út í De la Hoya fyrir að setja hinn 48 ára gamla Chuck Liddell í MMA-bardaga. Liddell goðsögn hjá UFC og hætti fyrir átta árum síðan. Hann tapaði bardaganum í fyrstu lotu.

„Dana er lítill kall og finnur ógnina frá okkur hjá DAZN enda erum við að ná góðum árangri. Hnefaleikaheimurinn vill ekki sjá hann og MMA-kappar eru að uppgötva að þeir þurfa ekki að leggja líf sitt að veði til þess að gera hann ríkan,“ segir í yfirlýsingu frá De la Hoya.

„Mitt fyrirtæki hefur staðið fyrir mörgum viðburðum og við höfum aldrei verið stærri. Dana ætti að hafa vit á því að grjóthalda kjafti og einbeita sér að því að bjarga eigin fyrirtæki.“

Það hefur lengi verið kalt á milli De la Hoya og White og þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir móðga hvorn annan í gegnum fjölmiðla. Þetta verður líklega ekki í síðasta skiptið heldur.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×