Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 12:02 Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. visir/vilhelm Nú fyrir stundu sendu þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkonur frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundar þeirra. Þær lásu yfirlýsinguna líka upp á Alþingi og má sjá upptöku frá því hér að neðan. Þar fordæma þær þau orð sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla á frægum Klaustur bar fundi 20. nóvember. Þær segja ummælin lýsa skammarlegum viðhorfum og þingmennirnir sem um ræðir hafi gerst sig seka um stæka kvenfyrirlitningu. Þingkonurnar gera þá kröfu að málið verði tekið upp í forsætisnefnd.Í samtali við Vísi sagðist Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, vera í áfalli vegna téðra ummæla og sagðist gera ráð fyrir því að þetta yrði til umfjöllunar í forsætisnefnd þegar á mánudag komandi, sem og á fundi þingflokksformanna. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Ummæli þau sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla 20. nóvember á Klaustri lýsa skammarlegum viðhorfum til kvenna og við lítum þau verulega alvarlegum augum. Það er algjörlega ólíðandi að karlar í valdastöðum sýni slíka kvenfyrirlitningu og tjái sig á jafn niðrandi hátt um konur og samkynhneigða. Þá skiptir einu hvort um er að ræða pólitíska andstæðinga eða samherja. Ummæli þessi opinbera viðkomandi þingmenn og dæma sig sjálf. Hegðun þeirra er ekki til þess fallin að auka virðingu almennings á Alþingi eða á stjórnmálamönnum og setur samstarf og trúnað í uppnám.Við fordæmum ummælin og munum óska eftir því að málið verði tekið upp í forsætisnefnd. Að lokum viljum við minna á eftirfarandi siðareglur sem við þingmenn höfum öll undirgengist: Meginreglur um hátterni. 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: a. rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika, b. taka ákvarðanir í almannaþágu, c. ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, d. nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, e. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra, f. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi, g. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. Hátternisskyldur. 7. gr. Þingmenn skulu í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stemmningin á Alþingi í morgun Þingmenn komu saman á Alþingi í morgun í skugga Klaustursupptakanna. 29. nóvember 2018 11:51 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Nú fyrir stundu sendu þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkonur frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundar þeirra. Þær lásu yfirlýsinguna líka upp á Alþingi og má sjá upptöku frá því hér að neðan. Þar fordæma þær þau orð sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla á frægum Klaustur bar fundi 20. nóvember. Þær segja ummælin lýsa skammarlegum viðhorfum og þingmennirnir sem um ræðir hafi gerst sig seka um stæka kvenfyrirlitningu. Þingkonurnar gera þá kröfu að málið verði tekið upp í forsætisnefnd.Í samtali við Vísi sagðist Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, vera í áfalli vegna téðra ummæla og sagðist gera ráð fyrir því að þetta yrði til umfjöllunar í forsætisnefnd þegar á mánudag komandi, sem og á fundi þingflokksformanna. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Ummæli þau sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla 20. nóvember á Klaustri lýsa skammarlegum viðhorfum til kvenna og við lítum þau verulega alvarlegum augum. Það er algjörlega ólíðandi að karlar í valdastöðum sýni slíka kvenfyrirlitningu og tjái sig á jafn niðrandi hátt um konur og samkynhneigða. Þá skiptir einu hvort um er að ræða pólitíska andstæðinga eða samherja. Ummæli þessi opinbera viðkomandi þingmenn og dæma sig sjálf. Hegðun þeirra er ekki til þess fallin að auka virðingu almennings á Alþingi eða á stjórnmálamönnum og setur samstarf og trúnað í uppnám.Við fordæmum ummælin og munum óska eftir því að málið verði tekið upp í forsætisnefnd. Að lokum viljum við minna á eftirfarandi siðareglur sem við þingmenn höfum öll undirgengist: Meginreglur um hátterni. 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: a. rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika, b. taka ákvarðanir í almannaþágu, c. ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, d. nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, e. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra, f. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi, g. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. Hátternisskyldur. 7. gr. Þingmenn skulu í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stemmningin á Alþingi í morgun Þingmenn komu saman á Alþingi í morgun í skugga Klaustursupptakanna. 29. nóvember 2018 11:51 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Stemmningin á Alþingi í morgun Þingmenn komu saman á Alþingi í morgun í skugga Klaustursupptakanna. 29. nóvember 2018 11:51
„Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42
Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56