Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 16:59 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er upptekin í Osló við fullveldishátíðarhöld. Fréttablaðið/Anton Brink Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. Svo mörg og fleiri voru orð þriggja þingmanna Miðflokksins um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra eftir því sem Stundin hefur eftir upptökum af umræðum fyrrnefndra þingmanna sem fengu sér neðan í því á hótelbar fyrir rúmri viku. Af umræðum þeirra virðast þeir vera ósáttir við Lilju. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð voru með Lilju í Framsóknarflokknum þar sem óhætt er að segja að loftið hafi súrnað eftir birtingu Panamaskjalanna. Sigmundur Davíð skipaði Lilju á sínum tíma utanríkisráðherra.Gunnar Bragi segir í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmenn að segja af sér.Vísir/VilhelmSigmundur segist geta kennt sjálfum sér um „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Gunnar Bragi hrópar: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir hann og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag.Bergþóri tíðrætt um kynlíf „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða,“ bætir Bergþór við og vísar þar líklega til Lilju. „Og hún hefur teygt ykkur miklu lengur. Ég er bara nýbúinn að kynnast henni. Þegar við hittumst í skötuveislunni fyrir nokkrum árum þá vissi ég ekki að hún væri til.“ „Það er alveg rétt hjá þér,“ segir Sigmundur Davíð. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“ „Who the fuck is that bitch?“ segir einn þingmannanna um Lilju og annar segir „Fuck that bitch“. „Þú getur riðið henni, skilurðu,“ segir Bergþór og virðist samkvæmt Stundinni einnig vísa til Lilju. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, sem stödd er í Osló, þar sem hún er að flytja erindi á hátíðarsamkomu í Oslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. Svo mörg og fleiri voru orð þriggja þingmanna Miðflokksins um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra eftir því sem Stundin hefur eftir upptökum af umræðum fyrrnefndra þingmanna sem fengu sér neðan í því á hótelbar fyrir rúmri viku. Af umræðum þeirra virðast þeir vera ósáttir við Lilju. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð voru með Lilju í Framsóknarflokknum þar sem óhætt er að segja að loftið hafi súrnað eftir birtingu Panamaskjalanna. Sigmundur Davíð skipaði Lilju á sínum tíma utanríkisráðherra.Gunnar Bragi segir í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmenn að segja af sér.Vísir/VilhelmSigmundur segist geta kennt sjálfum sér um „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Gunnar Bragi hrópar: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir hann og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag.Bergþóri tíðrætt um kynlíf „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða,“ bætir Bergþór við og vísar þar líklega til Lilju. „Og hún hefur teygt ykkur miklu lengur. Ég er bara nýbúinn að kynnast henni. Þegar við hittumst í skötuveislunni fyrir nokkrum árum þá vissi ég ekki að hún væri til.“ „Það er alveg rétt hjá þér,“ segir Sigmundur Davíð. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“ „Who the fuck is that bitch?“ segir einn þingmannanna um Lilju og annar segir „Fuck that bitch“. „Þú getur riðið henni, skilurðu,“ segir Bergþór og virðist samkvæmt Stundinni einnig vísa til Lilju. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, sem stödd er í Osló, þar sem hún er að flytja erindi á hátíðarsamkomu í Oslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira