Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 18:32 Karl Gauti þegar hann kom til fundar stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins nú síðdegis. Vísir/VIlhelm Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segist ekki ætla að segja af sér þingmennsku vegna upptöku af samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Stjórn og framkvæmdastjórn flokksins fundaði nú síðdegis og segir Karl Gauti hann hafa verið harkalegan. Einhverjir hafi minnist á möguleikann á afsögnum. Stundin og DV birtu fréttir upp úr leynilegum upptökum þar sem Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Svensson, Bergþór Ólasson, og Anna Kolbrún Árnadóttir ræddu saman á bar. Haft var eftir Karli Gauta að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, réði ekki við starfið. Þá hafi hvorki hann né Ólafur komið Ingu til varna þegar þingmenn Miðflokksins fóru niðrandi orðum um hana. Stjórn og framkvæmdastjórn Flokks fólksins komu saman til fundar sem hófst klukkan 17. Fundurinn var enn í gangi þegar Vísir náði tali af Karli Gauta sem hafði þá vikið af honum til að gefa flokksfélögum sínum svigrúm til að ákveða næstu skref. Ólafur hafi vikið af fundinum á undan honum. Aðeins eitt mál hafi verið á dagskrá fundarins sem hafi verið harkalegur. Hann hafi skýrt sitt mál og harmað sinn hlut í því. „Menn deildu harkalega á okkar veru á þessum stað og okkar orð og okkar viðbrögð við orðum annarra, að við skyldum ekki mótmæla eins og heyrðist á upptökum,“ segir Karl Gauti við Vísi. Einhverjir hafi minnst á afsagnir á fundinum en engin ákvörðun hafi verið tekin um það. „Kannski álykta þau eitthvað. Ég reikna nú með því að það komi einhver ályktun eða fréttatilkynning eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Sjálfur telur Karl Gauti sér áfram sætt á þingi. „Ég er ekki á leiðinni út,“ segir hann. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segist ekki ætla að segja af sér þingmennsku vegna upptöku af samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Stjórn og framkvæmdastjórn flokksins fundaði nú síðdegis og segir Karl Gauti hann hafa verið harkalegan. Einhverjir hafi minnist á möguleikann á afsögnum. Stundin og DV birtu fréttir upp úr leynilegum upptökum þar sem Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Svensson, Bergþór Ólasson, og Anna Kolbrún Árnadóttir ræddu saman á bar. Haft var eftir Karli Gauta að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, réði ekki við starfið. Þá hafi hvorki hann né Ólafur komið Ingu til varna þegar þingmenn Miðflokksins fóru niðrandi orðum um hana. Stjórn og framkvæmdastjórn Flokks fólksins komu saman til fundar sem hófst klukkan 17. Fundurinn var enn í gangi þegar Vísir náði tali af Karli Gauta sem hafði þá vikið af honum til að gefa flokksfélögum sínum svigrúm til að ákveða næstu skref. Ólafur hafi vikið af fundinum á undan honum. Aðeins eitt mál hafi verið á dagskrá fundarins sem hafi verið harkalegur. Hann hafi skýrt sitt mál og harmað sinn hlut í því. „Menn deildu harkalega á okkar veru á þessum stað og okkar orð og okkar viðbrögð við orðum annarra, að við skyldum ekki mótmæla eins og heyrðist á upptökum,“ segir Karl Gauti við Vísi. Einhverjir hafi minnst á afsagnir á fundinum en engin ákvörðun hafi verið tekin um það. „Kannski álykta þau eitthvað. Ég reikna nú með því að það komi einhver ályktun eða fréttatilkynning eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Sjálfur telur Karl Gauti sér áfram sætt á þingi. „Ég er ekki á leiðinni út,“ segir hann.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01