Fótbolti

Robertson um leikaraskapinn: Vitum að þetta er hluti af leik PSG

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar og Robertson skiptast á vel völdum orðum
Neymar og Robertson skiptast á vel völdum orðum
Andrew Robertson var mjög ósáttur við leikaraskap leikmanna Paris Saint-Germain í leik PSG og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í vikunni og þá sérstaklega brasilísku stórstjörnunnar Neymar.

„Þetta er pirrandi, þegar hann dettur um allt eins og hann gerir. Þetta er hluti af hans leik og við þurftum að eiga við það. Við náðum ekki að stjórna pirringi okkar,“ sagði Robertson. Liverpool tapaði leiknum 2-1 og þarf að vinna topplið riðilsins í lokaumferðinni til þess að eiga möguleika á að fara áfram í 16-liða úrslitin.

„Ég væri til í að vita hversu miklum tíma þeir eyddu. Þetta var mjög pirrandi. En þegar þú spilar við PSG þá veistu að þetta er eitthvað sem þú þarft að eiga vð, sérstaklega frá Neymar.“

„Þeir voru í forystu og vildu eyða tíma og þú getur notað leikaraskap til þess.“

Liverpool mætir Napólí á Anfield um miðjan desember í lokaumferðinni.

„Ég er viss um að við náum öðru sérstöku kvöldi á Anfield. Stuðningsmenn okkar kunna að búa til sérstakt andrúmsloft,“ sagði Robertson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×