Karma mætti í skíðagallanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2018 14:45 Liam Karma og vinir hans frá Írlandi eftir vel heppnaða tónleika The Rhythm Method í Iðnó í gærkvöldi. Vísir/KTD Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Þessi geðþekki Ástrali fann óvenjulega en bráðskemmtilega lausn á vandanum sem fylgir tónlistarhátíð á Íslandi um vetur. Ískalt úti og steykjandi hiti inni. „Ég er fjarri heimaslóðum og ekkert sérstaklega vanur loftslaginu hérna. Allt undir 22 gráðum er skítakuldi fyrir mér,“ segir Karma í samtali við Vísi. Reglulegir gestir Iceland Airwaves þekkja það vel að frjósa í röðunum þegar skotist er á milli tónleikastaða. Þökk sé færri tónleikagestum og mildu veðri hefur það vandamál verið minna en áður.Eivør tróð upp í Þjóðleikhúsinu í gær.Jimson CarrKarma útskýrir að hann hafi ekki klæðst gallanum á fimmtudagskvöld enda hafi honum fundist hlýrra þá en í gærkvöldi. Þá hafi hann ákveðið að grípa til gallans og vakti verðskuldaða athygli þar sem hann var fremstur við sviðið í Iðnó á meðan The Rhythm Method frá Englandi, tveggja stráka sveit sem minnti um margt á dúettinn úr sjónvarpsþáttunum Flight of the Conchords, tróð upp. „Ég er ekki í neinu nema nærfötum undir gallanum,“ útskýrir Karma aðspurður hvort honum sé ekki alltof heitt. Hann togar buxnahlutann upp og opnar gallann vel ef honum er heitt. Ekki var að sjá fleiri sviptadropa á nefinu á honum en öðrum tónleikagestum þannig að formúlann virtist ganga ljómandi vel upp. Karma segist hafa komið á hátíðin 2016 og skemmt sér frábærlega. „Ég þarf að koma á hverju ári en ég missti úr síðasta ár vegna vinnu. En núna er ég staðsettur á Írlandi svo að ferðalagið er stutt.“Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, tekur á honum stóra sínum í Gamla Bíó í gær.Florian TrykowskiFyrir tveimur árum hafi Gullni hringurinn staðið upp úr. Í ár er hann búinn að leigja bílaleigubíl og ætlar með vinum sínum, blaðamönnum hjá The Journal og Irish Times, í rúnt um Suðurlandið á sunnudag og mánudag. Blaðamaður spyr að lokum augljósu spurningarinnar sem hann nær varla að bera fram sökum kjánahrolls.Uh, trúirðu á Karma? „Ég verð eiginlega að gera það fyrst það er í nafninu mínu,“ sagði Karma og hafði blessunarlega ekki farið nógu oft í viðtal til að hneykslast á spurningu blaðamanns. Framundan hjá Karma voru tónleikar hjá Vök sem blaðamaður var sömuleiðis svo heppinn að sjá. Tónleikarnir voru ekkert minna en stórkostlegir. Airwaves Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Robert Redford er látinn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Þessi geðþekki Ástrali fann óvenjulega en bráðskemmtilega lausn á vandanum sem fylgir tónlistarhátíð á Íslandi um vetur. Ískalt úti og steykjandi hiti inni. „Ég er fjarri heimaslóðum og ekkert sérstaklega vanur loftslaginu hérna. Allt undir 22 gráðum er skítakuldi fyrir mér,“ segir Karma í samtali við Vísi. Reglulegir gestir Iceland Airwaves þekkja það vel að frjósa í röðunum þegar skotist er á milli tónleikastaða. Þökk sé færri tónleikagestum og mildu veðri hefur það vandamál verið minna en áður.Eivør tróð upp í Þjóðleikhúsinu í gær.Jimson CarrKarma útskýrir að hann hafi ekki klæðst gallanum á fimmtudagskvöld enda hafi honum fundist hlýrra þá en í gærkvöldi. Þá hafi hann ákveðið að grípa til gallans og vakti verðskuldaða athygli þar sem hann var fremstur við sviðið í Iðnó á meðan The Rhythm Method frá Englandi, tveggja stráka sveit sem minnti um margt á dúettinn úr sjónvarpsþáttunum Flight of the Conchords, tróð upp. „Ég er ekki í neinu nema nærfötum undir gallanum,“ útskýrir Karma aðspurður hvort honum sé ekki alltof heitt. Hann togar buxnahlutann upp og opnar gallann vel ef honum er heitt. Ekki var að sjá fleiri sviptadropa á nefinu á honum en öðrum tónleikagestum þannig að formúlann virtist ganga ljómandi vel upp. Karma segist hafa komið á hátíðin 2016 og skemmt sér frábærlega. „Ég þarf að koma á hverju ári en ég missti úr síðasta ár vegna vinnu. En núna er ég staðsettur á Írlandi svo að ferðalagið er stutt.“Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, tekur á honum stóra sínum í Gamla Bíó í gær.Florian TrykowskiFyrir tveimur árum hafi Gullni hringurinn staðið upp úr. Í ár er hann búinn að leigja bílaleigubíl og ætlar með vinum sínum, blaðamönnum hjá The Journal og Irish Times, í rúnt um Suðurlandið á sunnudag og mánudag. Blaðamaður spyr að lokum augljósu spurningarinnar sem hann nær varla að bera fram sökum kjánahrolls.Uh, trúirðu á Karma? „Ég verð eiginlega að gera það fyrst það er í nafninu mínu,“ sagði Karma og hafði blessunarlega ekki farið nógu oft í viðtal til að hneykslast á spurningu blaðamanns. Framundan hjá Karma voru tónleikar hjá Vök sem blaðamaður var sömuleiðis svo heppinn að sjá. Tónleikarnir voru ekkert minna en stórkostlegir.
Airwaves Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Robert Redford er látinn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira