Skálmeldingar spila á hátíð með Slayer Benedikt Bóas skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Skálmeldingar eru komnir í örlítið jólafrí en taka upp þráðinn á nýju ári. Þeir eru nýbúnir að gefa út plötuna Sorgir. Skálmöld mun leggja land undir fót næsta sumar og spila á þungarokkshátíðinni Graspop ásamt fjölda annarra sveita. Nýverið kom út kynningarplakat fyrir hátíðina og eru Skálmeldingar í góðum félagsskap. Standa þar ásamt Slash, Slayer, Lamb of God, Anthrax, Cradle of Filth og Death Angel. Þungarokkarar landsins ættu að kannast við flest þessi bönd sem selt hafa tugmilljónir platna og unnið til fjölda verðlauna. Snæbjörn Ragnarsson segir að hann hafi verið að skoða þessa hátíð enda mörg stór nöfn á henni. „Ég var að skrolla niður Facebook og sá þetta plakat. Hugsaði með mér: „Djöfull eru mörg góð bönd á þessu festivali.“Kerry King í hinni mögnuðu sveit Slayer í New York. nordicphotos/gettySvo renndi ég niður listann og þetta varð bara betra og betra. Svo rak ég augun í síðasta bandið. Ég var búinn að steingleyma að við værum bókaðir þarna. Súrrealískt,“ segir hann og hlær. Slayer og Anthrax eru tvö af þeim stóru fjórum í þrassmetalsenunni ásamt Megadeth og kóngunum í Metallica. Slayer var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu af þeim Kerry King, Tom Araya, Jeff Hanneman og Dave Lombardo árið 1981. Fimm árum síðar slógu þeir í gegn með plötunni Reign in Blood. Síðan hefur nánast hvert meistaraverkið runnið undan rokkrifjum þeirra. Þeir gáfu síðast út plötuna Repentless árið 2015.Joey Belladonna og Scott Ian í Anthrax þenja sig í Las Vegas. nordicphotos/gettyFjórar plötur af 12 hafa komist í gull og hefur bandið hlotið tvenn Grammy-verðlaun en fimm sinnum verið tilnefnt. Slayer tilkynnti í janúar að heimstúrinn á næsta ári verði síðasti tónleikaferðalag bandsins. Sveitin Anthrax var einnig stofnuð á því herrans ári 1981 og hefur gefið út 11 plötur, sú síðasta rann í búðarhillur árið 2016. Þeir hafa gert fjölmargar tónlistarlegar tilraunir og leikið sér meðal annars með húmor en alltaf er stutt í þrassið.Scott Ian í Anthrax hendir í hornin góðu.„Meirihlutinn á þessari hátíð eru bönd sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina,“ segir Snæbjörn og bendir á að Skálmöld hafi oft spilað á hátíðum með mörgum af þessum böndum. „Þetta er bara eitt af þessum giggum þar sem milljón bönd koma saman,“ segir hann hæverskur. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Skálmöld mun leggja land undir fót næsta sumar og spila á þungarokkshátíðinni Graspop ásamt fjölda annarra sveita. Nýverið kom út kynningarplakat fyrir hátíðina og eru Skálmeldingar í góðum félagsskap. Standa þar ásamt Slash, Slayer, Lamb of God, Anthrax, Cradle of Filth og Death Angel. Þungarokkarar landsins ættu að kannast við flest þessi bönd sem selt hafa tugmilljónir platna og unnið til fjölda verðlauna. Snæbjörn Ragnarsson segir að hann hafi verið að skoða þessa hátíð enda mörg stór nöfn á henni. „Ég var að skrolla niður Facebook og sá þetta plakat. Hugsaði með mér: „Djöfull eru mörg góð bönd á þessu festivali.“Kerry King í hinni mögnuðu sveit Slayer í New York. nordicphotos/gettySvo renndi ég niður listann og þetta varð bara betra og betra. Svo rak ég augun í síðasta bandið. Ég var búinn að steingleyma að við værum bókaðir þarna. Súrrealískt,“ segir hann og hlær. Slayer og Anthrax eru tvö af þeim stóru fjórum í þrassmetalsenunni ásamt Megadeth og kóngunum í Metallica. Slayer var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu af þeim Kerry King, Tom Araya, Jeff Hanneman og Dave Lombardo árið 1981. Fimm árum síðar slógu þeir í gegn með plötunni Reign in Blood. Síðan hefur nánast hvert meistaraverkið runnið undan rokkrifjum þeirra. Þeir gáfu síðast út plötuna Repentless árið 2015.Joey Belladonna og Scott Ian í Anthrax þenja sig í Las Vegas. nordicphotos/gettyFjórar plötur af 12 hafa komist í gull og hefur bandið hlotið tvenn Grammy-verðlaun en fimm sinnum verið tilnefnt. Slayer tilkynnti í janúar að heimstúrinn á næsta ári verði síðasti tónleikaferðalag bandsins. Sveitin Anthrax var einnig stofnuð á því herrans ári 1981 og hefur gefið út 11 plötur, sú síðasta rann í búðarhillur árið 2016. Þeir hafa gert fjölmargar tónlistarlegar tilraunir og leikið sér meðal annars með húmor en alltaf er stutt í þrassið.Scott Ian í Anthrax hendir í hornin góðu.„Meirihlutinn á þessari hátíð eru bönd sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina,“ segir Snæbjörn og bendir á að Skálmöld hafi oft spilað á hátíðum með mörgum af þessum böndum. „Þetta er bara eitt af þessum giggum þar sem milljón bönd koma saman,“ segir hann hæverskur.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira