Fótbolti

Gylfi ekki með gegn Belgíu og Katar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það verður enginn Gylfi á miðjunni í næstu landsleikjum
Það verður enginn Gylfi á miðjunni í næstu landsleikjum vísir/vilhelm
Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki spila með landsliði Íslands í leikjunum tveimur gegn Belgíu og Katar á næstu dögum. Gylfi meiddist á ökkla í leik Everton í gær.

Knattspyrnusambandið staðfesti þetta nú rétt í þessu. Gylfi bætist við langan lista leikmanna sem eru að glíma við meiðsli og verða ekki með liðinu.

Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einnig um helgina og varð að draga sig úr hópnum. Þá eru Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Siguðrsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Rúnar Már Sigurjónsson og Hólmar Örn Eyjólfsson allir meiddir.

Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór


Gylfi fer í myndatöku í dag samkvæmt frétt mbl.is þar sem alvarleiki meiðslanna verður skoðaður.

Ísland mætir Belgíu í lokaleik Þjóðadeildarinnar á fimmtudaginn, 15. nóvember, og spilar vináttulandsleik við Katar þann 19. nóvember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×