Verður sýningin í stærsta rými The Shed sem nefnist The McCourt.
Framkvæmdir standa enn yfir á The Shed og verður Björk á meðal fyrstu listamanna til að stíga þar á stokk þegar þeim er lokið.
Björk segir á Facebook-síðu sinni að hún muni verja vetrinum í undirbúning á þessari sýningu sem hún segir að sé mjög margbrotin. Hún segir að lifandi hljóðfæraflutningur muni haldast í hendur við hið stafrænan tónlistarflutning og að fjöldi samstarfsmanna muni koma að þessari sýningu.