Fyrsti íslenski vestrinn kominn Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. nóvember 2018 10:00 Kári grúskar í sagnfræði og skrifar bækur í frístundum en hann starfar sem lögfræðingur. Hefnd er fyrsta bók hans sem er gefin út þó að hann hafi skrifað þær fleiri. Hugmyndin kom eftir smá grúsk í sagnfræði. Fréttablaðið/Anton Brink Kári Valtýsson, rithöfundur og lögfræðingur, hefur sent frá sér skáldsöguna Hefnd – sem er vestri, en það er ekki algengt sagnaform hérlendis þó að Bandaríkjamaðurinn sé auðvitað búinn að gera þetta ótal oft. Það sem er sérstakt við þennan vestra hans Kára er að Íslendingur er aðalhetja hans, Gunnar Kjartansson að nafni, og hann þvælist þarna inn í alls konar kúrekaævintýri. Kári byggir bókina á sögulegum atburðum og hefur með í sögunni nokkrar raunverulegar persónur. „Þetta er vestri og mér skilst að þetta sé sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Ég er sá fyrsti sem ríður á vaðið hérna megin hafsins. Ég var í raun að spá í af hverju fólksflutningarnir miklu urðu, þegar fólk fór að flytjast héðan til Kanada – og árið 1866 dúkkaði alltaf upp í grúskinu. Þetta var mikið eymdarár á Íslandi: það var afar harður vetur, rollurnar voru allar fársjúkar af fjárkláða og ofan á það átti enginn bót fyrir boruna á sér og Danirnir voru rosalega vondir við okkur. Þetta fannst mér ákaflega forvitnilegt og ég fór að skoða hvað var í gangi hinum megin við hafið á sama tíma.“ Hinum megin við hafið var verið að tjasla saman Bandaríkjunum eftir borgarastyrjöldina, það var verið að leggja lestarteina strandanna á milli og almennt spennandi tímar þar í gangi – þannig að Kári fór að vinna að því að tengja þessi tvö sögusvið saman. „Ég fór að pæla í hvernig ég gæti komið Íslendingi í þessar aðstæður þannig að það væri einhver brú í því og ekki algjör þvæla. Þannig að ég fór að leita heimilda til að komast þangað. Það tókst á endanum og okkar maður endar í harki á lestarteinunum og svo sem byssubrandur. Þannig að þetta byrjaði sem sagnfræðilegur áhugi og eitt leiddi af öðru.“ Kári segist vera búinn að skrifa heilan helling fram að þessu þó að Hefnd sé hans fyrsta útgefna bók – til að mynda skrifaði hann um lögfræðing í tilvistarkreppu, sem er auk þess eitthvað klikkaður, sem er kannski eilítið nær hans raunveruleika en vestrinn – en sú saga kom aldrei út. Hefnd varð til í kringum 2015 – og hefur verið í þróun síðan og Kári segir það sagnfræðiáhuganum að þakka að þessi „kolruglaða“ hugmynd hafi orðið að veruleika, eins og hann orðar það. Kári er í fullri vinnu hjá Fulltingi sem lögfræðingur og grúskaði í sagnfræðinni og skrifunum þess á milli. „Ég er að vinna á Fulltingi og skrifa svona í hjáverkum eins og þeir segja – byrja ekki allir þar?“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Vill kynlíf en ekki samband Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Kári Valtýsson, rithöfundur og lögfræðingur, hefur sent frá sér skáldsöguna Hefnd – sem er vestri, en það er ekki algengt sagnaform hérlendis þó að Bandaríkjamaðurinn sé auðvitað búinn að gera þetta ótal oft. Það sem er sérstakt við þennan vestra hans Kára er að Íslendingur er aðalhetja hans, Gunnar Kjartansson að nafni, og hann þvælist þarna inn í alls konar kúrekaævintýri. Kári byggir bókina á sögulegum atburðum og hefur með í sögunni nokkrar raunverulegar persónur. „Þetta er vestri og mér skilst að þetta sé sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Ég er sá fyrsti sem ríður á vaðið hérna megin hafsins. Ég var í raun að spá í af hverju fólksflutningarnir miklu urðu, þegar fólk fór að flytjast héðan til Kanada – og árið 1866 dúkkaði alltaf upp í grúskinu. Þetta var mikið eymdarár á Íslandi: það var afar harður vetur, rollurnar voru allar fársjúkar af fjárkláða og ofan á það átti enginn bót fyrir boruna á sér og Danirnir voru rosalega vondir við okkur. Þetta fannst mér ákaflega forvitnilegt og ég fór að skoða hvað var í gangi hinum megin við hafið á sama tíma.“ Hinum megin við hafið var verið að tjasla saman Bandaríkjunum eftir borgarastyrjöldina, það var verið að leggja lestarteina strandanna á milli og almennt spennandi tímar þar í gangi – þannig að Kári fór að vinna að því að tengja þessi tvö sögusvið saman. „Ég fór að pæla í hvernig ég gæti komið Íslendingi í þessar aðstæður þannig að það væri einhver brú í því og ekki algjör þvæla. Þannig að ég fór að leita heimilda til að komast þangað. Það tókst á endanum og okkar maður endar í harki á lestarteinunum og svo sem byssubrandur. Þannig að þetta byrjaði sem sagnfræðilegur áhugi og eitt leiddi af öðru.“ Kári segist vera búinn að skrifa heilan helling fram að þessu þó að Hefnd sé hans fyrsta útgefna bók – til að mynda skrifaði hann um lögfræðing í tilvistarkreppu, sem er auk þess eitthvað klikkaður, sem er kannski eilítið nær hans raunveruleika en vestrinn – en sú saga kom aldrei út. Hefnd varð til í kringum 2015 – og hefur verið í þróun síðan og Kári segir það sagnfræðiáhuganum að þakka að þessi „kolruglaða“ hugmynd hafi orðið að veruleika, eins og hann orðar það. Kári er í fullri vinnu hjá Fulltingi sem lögfræðingur og grúskaði í sagnfræðinni og skrifunum þess á milli. „Ég er að vinna á Fulltingi og skrifa svona í hjáverkum eins og þeir segja – byrja ekki allir þar?“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Vill kynlíf en ekki samband Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira