Styttu farbann yfir manni sem segist hafa orðið fyrir túbusjónvarpsárás Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 22:22 Mennirnir starfa báðir í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík. Fréttablaðið/Anton Brink Farbann yfir pólskum starfsmanni PCC á Bakka við Húsavík hefur verið stytt um 45 daga. Hann hafði verið úrskurðaður í farbann til 1. febrúar næstkomandi en Landsréttur ákvað að stytta farbannið til 17. desember. Talið er að maðurinn sem um ræðir hafi verið laminn í andlit eða höfuð af miklu afli með litlu túbusjónvarpi. Sá sem er grunaður um það er samlandi hans og einnig starfsmaður PCC á Bakka. Sá er enn í farbanni til 1. febrúar. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás gegn hvor öðrum. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn 3. nóvember og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað. Sá sem segist hafa orðið fyrir barsmíðum með túbusjónvarpi sagði í yfirheyrslu frá lögreglu að hinn maðurinn sem er í farbanni hefði haft horn í síðu hans alveg frá því maðurinn hóf störf hjá PCC í september. Kvartaði hann til verkstjóra en framkoma vinnufélagans batnaði ekki. Laugardaginn 3. nóvember sauð upp úr á milli þeirra eftir að sá sem er grunaður um að hafa beitt túbusjónvarpi í slagsmálunum kallaði manninn öllum illum nöfnum. Þeir voru skildir að og ákvað sá sem segist hafa orðið fyrir túbusjónvarpsárásinni að leggjast til hvílu. Hann vaknaði hnefahögg frá samstarfsmanninum sem greip svo lítið túbusjónvarp og barði hann sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnufélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu. Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum. Norðurþing Tengdar fréttir Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5. nóvember 2018 12:15 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Innlent „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Innlent Fleiri fréttir Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Sjá meira
Farbann yfir pólskum starfsmanni PCC á Bakka við Húsavík hefur verið stytt um 45 daga. Hann hafði verið úrskurðaður í farbann til 1. febrúar næstkomandi en Landsréttur ákvað að stytta farbannið til 17. desember. Talið er að maðurinn sem um ræðir hafi verið laminn í andlit eða höfuð af miklu afli með litlu túbusjónvarpi. Sá sem er grunaður um það er samlandi hans og einnig starfsmaður PCC á Bakka. Sá er enn í farbanni til 1. febrúar. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás gegn hvor öðrum. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn 3. nóvember og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað. Sá sem segist hafa orðið fyrir barsmíðum með túbusjónvarpi sagði í yfirheyrslu frá lögreglu að hinn maðurinn sem er í farbanni hefði haft horn í síðu hans alveg frá því maðurinn hóf störf hjá PCC í september. Kvartaði hann til verkstjóra en framkoma vinnufélagans batnaði ekki. Laugardaginn 3. nóvember sauð upp úr á milli þeirra eftir að sá sem er grunaður um að hafa beitt túbusjónvarpi í slagsmálunum kallaði manninn öllum illum nöfnum. Þeir voru skildir að og ákvað sá sem segist hafa orðið fyrir túbusjónvarpsárásinni að leggjast til hvílu. Hann vaknaði hnefahögg frá samstarfsmanninum sem greip svo lítið túbusjónvarp og barði hann sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnufélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu. Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum.
Norðurþing Tengdar fréttir Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5. nóvember 2018 12:15 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Innlent „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Innlent Fleiri fréttir Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Sjá meira
Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5. nóvember 2018 12:15
Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14