Besta sundkona landsins gat varla hreyft höfuðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir. vísir/ernir Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar farið tvisvar á Ólympíuleika og var líka kosin íþróttamaður ársins árið 2015 eftir að hafa unnið tvenn bronsverðlaun á Evrópumóti í 25 metra laug. Síðasta rúma árið hefur aftur á móti verið bestu sundkonu landsins afar erfitt. Eygló Ósk segir frá meiðslum sínum í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag þar sem hún talar um að það hafi reynt mikið á hana líkamlega og andlega að geta ekki sinnt íþróttinni sinni hundrað prósent. Eygló Ósk synti í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og var strax farin að horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 með von um enn betri árangur. Bakmeiðslin sumarið 2017 breyttu hinsvegar miklu fyrir hana. „Sumarið 2017, eftir fimm mót erlendis á einum og hálfum mánuði, var ég orðin svo slæm að ég gat varla hreyft höfuðið, legið setið eða staðið með góðu móti. Ég varð því að sleppa HM,“ sagði Eygló Ósk í viðtalinu við Sindra. Eygló Ósk flutti síðan til Svíþjóðar og var þar í sjúkraþjálfun sem hjálpaði en lagaði bakmeiðslin aldrei almennilega. Myndataka í janúar síðastliðnum skýrði málið ekkert frekar. Með hjálp Péturs Einars Jónssonar, sjúkraþjálfara hjá Atlas, hefur henni aftur á móti gengið betur að vinna út úr vandamálinu. „Ástandið er allt annað núna en áður. Ég er að læra að beita mér rétt og nota alla þessa grunnvöðva í bakinu upp á nýtt,“ sagði Eygló. Hún er ekki tilbúin að gefast upp og þrátt fyrir að hún sleppi HM í 25 metra laug sem fer fram í Kína í desember þá hefur hún sett stefnuna á ÓL í Tókýó. „Ég er ekki búin. Ég er ekki tilbúin að gefast upp og hætta út af einhverju svona. Ég vil hætta á toppnum,“ segir Eygló í viðtalinu og bætir svo við: „Sjúkraþjálfarinn minn segir að það sé alveg raunhæft að ég verði komin í mitt besta form í Tókýó,“ segir Eygló en komist hún á næstu Ólympíuleika verður hún fyrsta íslenska sundkonan sem nær þremur Ólympíuleikum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar farið tvisvar á Ólympíuleika og var líka kosin íþróttamaður ársins árið 2015 eftir að hafa unnið tvenn bronsverðlaun á Evrópumóti í 25 metra laug. Síðasta rúma árið hefur aftur á móti verið bestu sundkonu landsins afar erfitt. Eygló Ósk segir frá meiðslum sínum í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag þar sem hún talar um að það hafi reynt mikið á hana líkamlega og andlega að geta ekki sinnt íþróttinni sinni hundrað prósent. Eygló Ósk synti í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og var strax farin að horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 með von um enn betri árangur. Bakmeiðslin sumarið 2017 breyttu hinsvegar miklu fyrir hana. „Sumarið 2017, eftir fimm mót erlendis á einum og hálfum mánuði, var ég orðin svo slæm að ég gat varla hreyft höfuðið, legið setið eða staðið með góðu móti. Ég varð því að sleppa HM,“ sagði Eygló Ósk í viðtalinu við Sindra. Eygló Ósk flutti síðan til Svíþjóðar og var þar í sjúkraþjálfun sem hjálpaði en lagaði bakmeiðslin aldrei almennilega. Myndataka í janúar síðastliðnum skýrði málið ekkert frekar. Með hjálp Péturs Einars Jónssonar, sjúkraþjálfara hjá Atlas, hefur henni aftur á móti gengið betur að vinna út úr vandamálinu. „Ástandið er allt annað núna en áður. Ég er að læra að beita mér rétt og nota alla þessa grunnvöðva í bakinu upp á nýtt,“ sagði Eygló. Hún er ekki tilbúin að gefast upp og þrátt fyrir að hún sleppi HM í 25 metra laug sem fer fram í Kína í desember þá hefur hún sett stefnuna á ÓL í Tókýó. „Ég er ekki búin. Ég er ekki tilbúin að gefast upp og hætta út af einhverju svona. Ég vil hætta á toppnum,“ segir Eygló í viðtalinu og bætir svo við: „Sjúkraþjálfarinn minn segir að það sé alveg raunhæft að ég verði komin í mitt besta form í Tókýó,“ segir Eygló en komist hún á næstu Ólympíuleika verður hún fyrsta íslenska sundkonan sem nær þremur Ólympíuleikum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira