Neitaði að láta sjá sig og skildi 1,8 milljarða eftir á borðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 22:45 Le'Veon Bell. Vísir/Getty Le'Veon Bell er einn besti hlauparinn í NFL-deildinni en hann mun ekki spila eina einustu mínútu á þessu tímabilið þrátt fyrir að vera ómeiddur og á toppi síns ferils. Le'Veon Bell hefur spilað frábærlega fyrir Pittsburgh Steelers frá árinu 2013 en annað árið í röð náði Bell og forráðamenn Pittsburgh ekki saman um nýjan samning. Pittsburgh Steelers ákvað því að festa Bell annað árið í röð undir svokölluðu „franchise tag“ en hvert lið hefur leyfi til að gera slíkt. Le'Veon Bell og Steelers voru búin að vera í samningarviðræðum en leikmanninum fannst ekki mikið til þeirra tilboða koma. Niðustaðan var að festa leikmanninn hjá liðinu í eitt ár til viðbótar. Bell fékk þó engin sultarlaun í þessu „fangelsi“ en það kom þó í veg fyrir að hann kæmist út á markaðinn og gæti samið við annað félag.Le'Veon Bell is now looking to stay healthy and strike a mega deal this offseason. pic.twitter.com/OERfEjviDz — ESPN (@espn) November 13, 2018Le'Veon Bell átti að fá 14,5 milljónir dollara fyrir tímabilið eða 1,8 milljarða íslenskra króna. Bell neitaði hinsvegar að láta sjá sig og í gær rann út lokafresturinn fyrir hann. Bell skrópaði enn á ný og nú er ljóst að hann má ekki spila á þessu tímabili. Það er einnig ljóst að hann fær ekkert af þessum 1,8 milljörðum króna sem hann átti að fá fyrir tímabilið.By not showing up, Le’Veon Bell's transition tender will stay higher for 2019 #NFLhttps://t.co/rtEjWbWcUypic.twitter.com/Kzw2ij0vqQ — NBC Sports (@NBCSports) November 14, 2018Le'Veon Bell mun leitast eftir nýjum samning eftir þetta tímabil og mörg félög munu örugglega bjóða honum gull og græna skóga. Hvort hann nái að vinna upp þetta milljarðatap sem hann varð fyrir á þessu tímabili er aftur á móti allt önnur saga. Það fylgir sögunni að varamaður Le'Veon Bell, James Conner, hefur átt frábært tímabili og Pittsburgh Steelers liðið er á miklu skriði. Það er því ekki eins og Pittsburgh Steelers sakni Bell mikið. Conner er líka miklu ódýrari leikmaður en er að skila sömu ef ekki betri tölum það sem af er tímabilinu. NFL Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Le'Veon Bell er einn besti hlauparinn í NFL-deildinni en hann mun ekki spila eina einustu mínútu á þessu tímabilið þrátt fyrir að vera ómeiddur og á toppi síns ferils. Le'Veon Bell hefur spilað frábærlega fyrir Pittsburgh Steelers frá árinu 2013 en annað árið í röð náði Bell og forráðamenn Pittsburgh ekki saman um nýjan samning. Pittsburgh Steelers ákvað því að festa Bell annað árið í röð undir svokölluðu „franchise tag“ en hvert lið hefur leyfi til að gera slíkt. Le'Veon Bell og Steelers voru búin að vera í samningarviðræðum en leikmanninum fannst ekki mikið til þeirra tilboða koma. Niðustaðan var að festa leikmanninn hjá liðinu í eitt ár til viðbótar. Bell fékk þó engin sultarlaun í þessu „fangelsi“ en það kom þó í veg fyrir að hann kæmist út á markaðinn og gæti samið við annað félag.Le'Veon Bell is now looking to stay healthy and strike a mega deal this offseason. pic.twitter.com/OERfEjviDz — ESPN (@espn) November 13, 2018Le'Veon Bell átti að fá 14,5 milljónir dollara fyrir tímabilið eða 1,8 milljarða íslenskra króna. Bell neitaði hinsvegar að láta sjá sig og í gær rann út lokafresturinn fyrir hann. Bell skrópaði enn á ný og nú er ljóst að hann má ekki spila á þessu tímabili. Það er einnig ljóst að hann fær ekkert af þessum 1,8 milljörðum króna sem hann átti að fá fyrir tímabilið.By not showing up, Le’Veon Bell's transition tender will stay higher for 2019 #NFLhttps://t.co/rtEjWbWcUypic.twitter.com/Kzw2ij0vqQ — NBC Sports (@NBCSports) November 14, 2018Le'Veon Bell mun leitast eftir nýjum samning eftir þetta tímabil og mörg félög munu örugglega bjóða honum gull og græna skóga. Hvort hann nái að vinna upp þetta milljarðatap sem hann varð fyrir á þessu tímabili er aftur á móti allt önnur saga. Það fylgir sögunni að varamaður Le'Veon Bell, James Conner, hefur átt frábært tímabili og Pittsburgh Steelers liðið er á miklu skriði. Það er því ekki eins og Pittsburgh Steelers sakni Bell mikið. Conner er líka miklu ódýrari leikmaður en er að skila sömu ef ekki betri tölum það sem af er tímabilinu.
NFL Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira