Innlent

Íbúar ráði en ekki verktakar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Suðurbakka Hafnarfjarðarhafnar.
Á Suðurbakka Hafnarfjarðarhafnar. Fréttablaðið/Daníel
Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar, sem eru í minnihluta í hafnarstjórn Hafnarfjarðar, sögðust á fundi í gær harma viðsnúning í skipulagsferli hafnarinnar.

„Við teljum að með þessari aðferðafræði sé verið að opna á skipulagsslys, auka á ósætti og [minnka] tiltrú á faglegum ferlum innan stjórnsýslunnar. Við teljum einnig að fimm hæða blokk flokkist ekki undir lágreista byggð og að hér sé verið að glopra tækifærinu til að gera Suðurbakkann að því kennileiti Hafnarfjarðar sem við íbúar eigum skilið. Hér er verktakalýðræðið tekið upp á kostnað íbúalýðræðis,“ bókuðu fulltrúarnir tveir og sátu hjá þegar hafnarstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti væntanlegar skipulagsbreytingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×