Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 14:38 Frá vettvangi á Selfossi í dag. vísir/mhh Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. Þá á eftir að ganga frá lóð hússins en það verður klárað á morgun að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, hópstjóra eignatjóna hjá VÍS. Eldur kom upp í húsinu í lok október og hefur lögreglan rökstuddan grun um að hann hafi kviknað af mannavöldum. Er maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins en kona og karlmaður létust í brunanum. Þorsteinn segir dýrt að farga húsinu vegna asbests sem er í því þar sem greiða þarf fyrir hvert kíló af asbesti sem fargað er í Sorpu. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu eru það tæpar sautján krónur á kílóið og þegar um heilt hús er að ræða þá safnast þegar saman kemur. Eigandi hússins ber kostnaðinn og segir Þorsteinn að stór hluti af heildarbrunabótunum fari í förgunina.Starfsmenn sem koma að verkinu eru vel búnir enda þarf að gæta fyllstu varúðar.vísir/mhhStrangar reglur sem þarf að fylgja við förgunina Á milli fimmtán til tuttugu manns koma að því að rífa niður húsið, það eru menn frá VÍS, slökkviliðinu og Íslenksa gámafélaginu. Fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á húsi með asbesti. Þorsteinn segir að skila þurfi inn verklýsingu á verkinu, senda inn umsókn til heilbrigðiseftirlits og Vinnueftirlits auk þess sem leyfi þarf hjá byggingafulltrúa fyrir framkvæmdinni. „Síðan er það þannig að það sem er hættulegt í þessu er ef það kemur ryk af asbestinu. Við höfum því fengið slökkviliðið í lið með okkur til að koma í veg fyrir það og það er bara gert með vatni þannig að það er bara sprautað yfir rústina á meðan verið er að moka ofan í gáma,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að fylgja þurfi ákveðnum staðli við verkið og enginn afsláttur sé gefinn af því. Notuð er hjólagrafa með krabba til þess að rífa húsið niður en hin leiðin hefði verið að handtína húsið ofan í gáma. „En það gefur auga leið að það er miklu hættulegra fyrir mannskapinn, tekur lengri tíma og er verri aðferð að flestu leyti,“ segir Þorsteinn. Húsarústin er síðan urðuð í Álfsnesi sem er urðunarstaður Sorpu vegna asbestsins.Vatn var notað til þess að reyna að hefta asbestið í húsinu.vísir/mhhGera geðmat á sakborningi Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn brunans væri enn í gangi. Meðal annars sé verið að meta almannahættu sem hlaust af brunanum og hefur verið fenginn matsmaður í það. Þá er verið að vinna úr gögnum, bæði hjá lögreglunni á Suðurlandi sem og hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem verið er að gera geðmat á sakborningi í málinu.Klippa: Mikill eldur kom upp í einbýlishúsi á Selfossi Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 6. nóvember 2018 15:55 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. Þá á eftir að ganga frá lóð hússins en það verður klárað á morgun að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, hópstjóra eignatjóna hjá VÍS. Eldur kom upp í húsinu í lok október og hefur lögreglan rökstuddan grun um að hann hafi kviknað af mannavöldum. Er maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins en kona og karlmaður létust í brunanum. Þorsteinn segir dýrt að farga húsinu vegna asbests sem er í því þar sem greiða þarf fyrir hvert kíló af asbesti sem fargað er í Sorpu. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu eru það tæpar sautján krónur á kílóið og þegar um heilt hús er að ræða þá safnast þegar saman kemur. Eigandi hússins ber kostnaðinn og segir Þorsteinn að stór hluti af heildarbrunabótunum fari í förgunina.Starfsmenn sem koma að verkinu eru vel búnir enda þarf að gæta fyllstu varúðar.vísir/mhhStrangar reglur sem þarf að fylgja við förgunina Á milli fimmtán til tuttugu manns koma að því að rífa niður húsið, það eru menn frá VÍS, slökkviliðinu og Íslenksa gámafélaginu. Fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á húsi með asbesti. Þorsteinn segir að skila þurfi inn verklýsingu á verkinu, senda inn umsókn til heilbrigðiseftirlits og Vinnueftirlits auk þess sem leyfi þarf hjá byggingafulltrúa fyrir framkvæmdinni. „Síðan er það þannig að það sem er hættulegt í þessu er ef það kemur ryk af asbestinu. Við höfum því fengið slökkviliðið í lið með okkur til að koma í veg fyrir það og það er bara gert með vatni þannig að það er bara sprautað yfir rústina á meðan verið er að moka ofan í gáma,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að fylgja þurfi ákveðnum staðli við verkið og enginn afsláttur sé gefinn af því. Notuð er hjólagrafa með krabba til þess að rífa húsið niður en hin leiðin hefði verið að handtína húsið ofan í gáma. „En það gefur auga leið að það er miklu hættulegra fyrir mannskapinn, tekur lengri tíma og er verri aðferð að flestu leyti,“ segir Þorsteinn. Húsarústin er síðan urðuð í Álfsnesi sem er urðunarstaður Sorpu vegna asbestsins.Vatn var notað til þess að reyna að hefta asbestið í húsinu.vísir/mhhGera geðmat á sakborningi Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn brunans væri enn í gangi. Meðal annars sé verið að meta almannahættu sem hlaust af brunanum og hefur verið fenginn matsmaður í það. Þá er verið að vinna úr gögnum, bæði hjá lögreglunni á Suðurlandi sem og hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem verið er að gera geðmat á sakborningi í málinu.Klippa: Mikill eldur kom upp í einbýlishúsi á Selfossi
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 6. nóvember 2018 15:55 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 6. nóvember 2018 15:55
Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48