Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar Sveinn Arnarsson skrifar 16. nóvember 2018 07:00 Áform Voigt Travel sýna að þörf er á uppbyggingu við flugvöllinn á Akureyri að mati bæjarstjóra. Fréttablaðið/Pjetur Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel ætlar að bjóða flug til Akureyrar frá og með næsta sumri og hyggst einnig selja hollenskum ferðamönnum flugferðir þangað næsta vetur. Fréttir um að uppsetning ILS-búnaðar yrði lokið næsta sumar á Akureyrarflugvelli hafði mikil áhrif á ákvörðun ferðaskrifstofunnar. Framkvæmdastjóri Voigt Travel segir ferðamenn vilja sjá meira en bara Gullna hringinn. „Þessu fögnum við og þetta mun hafa jákvæð áhrif á allt Norðurland. Þessi áform endurspegla líka þörfina á uppbyggingu flugvallarins,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Við þurfum að dreifa ferðamönnum betur um landið með því að opna fleiri gáttir inn í landið, bæði til að nýta betur þá fjárfestingu sem til er í ferðaþjónustu vítt og breitt um landið auk þess að vernda viðkvæma íslenska náttúru.“ Ferðaskrifstofan Super Break á Bretlandseyjum er nú að hefja annan veturinn í áætlunarferðum til Akureyrar en vel hefur gengið hjá þeim að selja ferðir norður. Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn á Norðurlandi hafa leitt verkefnið og nú standa yfir viðræður við ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi um samstarf við Voigt Travel og þjónustu við farþega. Voigt Travel er ferðaskrifstofa í Hollandi með um þriggja áratuga reynslu af ferðum á norðurslóðir, þá helst til Skandinavíu. Nú er stefnan sett á að stækka svæðið og bjóða upp á Akureyri sem kost bæði að sumri og vetri. „Þó að þetta sé minna þekktur áfangastaður á hinu vinsæla Íslandi, þá þýðir það í raun að hann er meira aðlaðandi í augum ferðamannsins sem vill upplifa meira en Gullna hringinn. Slíkt passar mjög vel við stefnu Voigt Travel, því markmið okkar er að viðskiptavinir okkar kynnist betur hinum óþekktu svæðum í Norður-Evrópu með flugi beint frá Hollandi,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Ferðaþjónustuaðilar eru mjög ánægðir með þessa viðbót sem mun styrkja heilsársferðamennsku á Norðurlandi og dreifa ferðamönnum betur um landið. „Hér er afrakstur vinnu síðustu ára að koma í ljós. Það er ljóst að beint millilandaflug á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar hefur haft jákvæð áhrif á þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og vakið athygli fleiri ferðaskrifstofa og flugfélaga á áfangastaðnum,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel ætlar að bjóða flug til Akureyrar frá og með næsta sumri og hyggst einnig selja hollenskum ferðamönnum flugferðir þangað næsta vetur. Fréttir um að uppsetning ILS-búnaðar yrði lokið næsta sumar á Akureyrarflugvelli hafði mikil áhrif á ákvörðun ferðaskrifstofunnar. Framkvæmdastjóri Voigt Travel segir ferðamenn vilja sjá meira en bara Gullna hringinn. „Þessu fögnum við og þetta mun hafa jákvæð áhrif á allt Norðurland. Þessi áform endurspegla líka þörfina á uppbyggingu flugvallarins,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Við þurfum að dreifa ferðamönnum betur um landið með því að opna fleiri gáttir inn í landið, bæði til að nýta betur þá fjárfestingu sem til er í ferðaþjónustu vítt og breitt um landið auk þess að vernda viðkvæma íslenska náttúru.“ Ferðaskrifstofan Super Break á Bretlandseyjum er nú að hefja annan veturinn í áætlunarferðum til Akureyrar en vel hefur gengið hjá þeim að selja ferðir norður. Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn á Norðurlandi hafa leitt verkefnið og nú standa yfir viðræður við ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi um samstarf við Voigt Travel og þjónustu við farþega. Voigt Travel er ferðaskrifstofa í Hollandi með um þriggja áratuga reynslu af ferðum á norðurslóðir, þá helst til Skandinavíu. Nú er stefnan sett á að stækka svæðið og bjóða upp á Akureyri sem kost bæði að sumri og vetri. „Þó að þetta sé minna þekktur áfangastaður á hinu vinsæla Íslandi, þá þýðir það í raun að hann er meira aðlaðandi í augum ferðamannsins sem vill upplifa meira en Gullna hringinn. Slíkt passar mjög vel við stefnu Voigt Travel, því markmið okkar er að viðskiptavinir okkar kynnist betur hinum óþekktu svæðum í Norður-Evrópu með flugi beint frá Hollandi,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel. Ferðaþjónustuaðilar eru mjög ánægðir með þessa viðbót sem mun styrkja heilsársferðamennsku á Norðurlandi og dreifa ferðamönnum betur um landið. „Hér er afrakstur vinnu síðustu ára að koma í ljós. Það er ljóst að beint millilandaflug á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break frá Bretlandi til Akureyrar hefur haft jákvæð áhrif á þróun millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og vakið athygli fleiri ferðaskrifstofa og flugfélaga á áfangastaðnum,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira