Landsréttur mildaði refsingu vegna kynferðisbrots og gerði alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2018 22:08 Einn dómaranna taldi að sýkna ætti piltinn. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm yfir pilti sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku. Pilturinn var 17 ára gamall þegar hann framdi brot sitt en Landsréttur gerði alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglu á málinu og drátt sem varð á útgáfu ákæru, sem átti sér ekki eðlilegar útskýringar. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt piltinn til átján mánaða fangelsisvistar fyrir brotið en stúlkan sem varð fyrir brotinu var sögð hafa verið stöðug í sínum framburði á meðan pilturinn þótti óstöðugur í framburði og gert tilraunir til að fegra sinn hlut. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við stúlkuna sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Það var embætti ríkissaksóknara sem skaut málinu til Landsréttar og fór fram á að refsing piltsins yrði þyngd og hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Landsréttur setti út á nokkur atriði sem áttu sér stað við meðferð málsins. Í fyrsta lagi var það að mati Landsréttar ranghermt í niðurstöðukafla héraðsdóms að pilturinn hefði komið á lögreglustöð viku eftir að atvik málsins urðu til að gangast við kynferðisbroti. Hið rétta er að hann gerði það rúmum tveimur mánuðum eftir þau atvik áttu sér stað sem lýst er í ákæru. Í skýrslu lögreglu kom fram að pilturinn hefði neitað lögmanni að svo stöddu eftir að lögreglumenn höfðu upplýst hann um rétt hans til að njóta aðstoðar lögmanns og að honum væri óskylt að tjá sig um brotið. Þá bendir Landsréttur á að lögreglu bar að tilkynna barnaverndarnefnd um skýrslugjöfina þar sem pilturinn var undir lögaldri og gefa fulltrúa nefndarinnar færi áa að vera á staðnum. Engar skýringar voru færðar fram í málinu hvers vegna lögregla sá ekki ástæðu til að fylgja þeim fyrirmælum og taldi Landsréttur það aðfinnsluvert. Pilturinn sagði að hann taldi stúlkuna hafa verið sofandi í umrætt sinn og hann þá káfað á kynfærum hennar í smá stund. Rúmri viku síðar gaf pilturinn skýrslu á ný og þá að viðstöddum verjanda og fulltrúa barnaverndarnefndar. Framan af kvaðst hann einungis hafa kysst stúlkuna á munninn og faðmað hana og neitað að hafa snert meira. Hann sagði kossinn hafa verið franskan koss þar sem tungan fór upp í munn stúlkunnar. Eigi afsökunarbeiðni í smáskilaboðum í febrúar árið 2015 rætur að rekja til hans. Hann gekkst einnig við að hafa strokið stúlkunni utanklæða við nárann nálægt kynfærunum. Fyrir héraðsdómi sagði pilturinn að hann hefði strokið stúlkunni yfir brjóst og kynfæri utanklæða og kysst hana á munninn „mömmukossi“. Hann sagðist hafa hætt um leið og hann gerði sér grein fyrir að stúlkan svaraði ekki atlotum hans. Var pilturinn talinn ótrúverðugur í framburði sínum og taldi Landsréttur hann því sekan af því sem kom fram í ákæru. Líkt og kom fram áður setti Landsréttur út á að lögregla hafi ekki kallað til barnaverndarfulltrúa og setti einnig út að ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en 27 mánuðum eftir að atburðir málsins áttu sér stað og 20 mánuðum eftir að rannsókn lögreglu lauk. Engar útskýringar fengust á drætti málsins. Var það niðurstaða Landsréttar að fresta ætti fullnustu refsingar piltsins, að því gefnu að hann haldi skilorði, vað teknu tilliti til dráttar á málinu, og hversu ungur hann var að árum þegar brotið var framið og að hann hefði ekki áður verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi. Pilturinn var dæmdur til að greiða stúlkunni 1.3 milljónir í bætur auk alls sakarkostnaðar. Einn dómari í málinu skilaði sérákvæði þar sem hann taldi lögreglu ekki hafa fært sönnur fyrir því að pilturinn hafi framið brotið. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm yfir pilti sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku. Pilturinn var 17 ára gamall þegar hann framdi brot sitt en Landsréttur gerði alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglu á málinu og drátt sem varð á útgáfu ákæru, sem átti sér ekki eðlilegar útskýringar. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt piltinn til átján mánaða fangelsisvistar fyrir brotið en stúlkan sem varð fyrir brotinu var sögð hafa verið stöðug í sínum framburði á meðan pilturinn þótti óstöðugur í framburði og gert tilraunir til að fegra sinn hlut. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við stúlkuna sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Það var embætti ríkissaksóknara sem skaut málinu til Landsréttar og fór fram á að refsing piltsins yrði þyngd og hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Landsréttur setti út á nokkur atriði sem áttu sér stað við meðferð málsins. Í fyrsta lagi var það að mati Landsréttar ranghermt í niðurstöðukafla héraðsdóms að pilturinn hefði komið á lögreglustöð viku eftir að atvik málsins urðu til að gangast við kynferðisbroti. Hið rétta er að hann gerði það rúmum tveimur mánuðum eftir þau atvik áttu sér stað sem lýst er í ákæru. Í skýrslu lögreglu kom fram að pilturinn hefði neitað lögmanni að svo stöddu eftir að lögreglumenn höfðu upplýst hann um rétt hans til að njóta aðstoðar lögmanns og að honum væri óskylt að tjá sig um brotið. Þá bendir Landsréttur á að lögreglu bar að tilkynna barnaverndarnefnd um skýrslugjöfina þar sem pilturinn var undir lögaldri og gefa fulltrúa nefndarinnar færi áa að vera á staðnum. Engar skýringar voru færðar fram í málinu hvers vegna lögregla sá ekki ástæðu til að fylgja þeim fyrirmælum og taldi Landsréttur það aðfinnsluvert. Pilturinn sagði að hann taldi stúlkuna hafa verið sofandi í umrætt sinn og hann þá káfað á kynfærum hennar í smá stund. Rúmri viku síðar gaf pilturinn skýrslu á ný og þá að viðstöddum verjanda og fulltrúa barnaverndarnefndar. Framan af kvaðst hann einungis hafa kysst stúlkuna á munninn og faðmað hana og neitað að hafa snert meira. Hann sagði kossinn hafa verið franskan koss þar sem tungan fór upp í munn stúlkunnar. Eigi afsökunarbeiðni í smáskilaboðum í febrúar árið 2015 rætur að rekja til hans. Hann gekkst einnig við að hafa strokið stúlkunni utanklæða við nárann nálægt kynfærunum. Fyrir héraðsdómi sagði pilturinn að hann hefði strokið stúlkunni yfir brjóst og kynfæri utanklæða og kysst hana á munninn „mömmukossi“. Hann sagðist hafa hætt um leið og hann gerði sér grein fyrir að stúlkan svaraði ekki atlotum hans. Var pilturinn talinn ótrúverðugur í framburði sínum og taldi Landsréttur hann því sekan af því sem kom fram í ákæru. Líkt og kom fram áður setti Landsréttur út á að lögregla hafi ekki kallað til barnaverndarfulltrúa og setti einnig út að ákæra var ekki gefin út í málinu fyrr en 27 mánuðum eftir að atburðir málsins áttu sér stað og 20 mánuðum eftir að rannsókn lögreglu lauk. Engar útskýringar fengust á drætti málsins. Var það niðurstaða Landsréttar að fresta ætti fullnustu refsingar piltsins, að því gefnu að hann haldi skilorði, vað teknu tilliti til dráttar á málinu, og hversu ungur hann var að árum þegar brotið var framið og að hann hefði ekki áður verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi. Pilturinn var dæmdur til að greiða stúlkunni 1.3 milljónir í bætur auk alls sakarkostnaðar. Einn dómari í málinu skilaði sérákvæði þar sem hann taldi lögreglu ekki hafa fært sönnur fyrir því að pilturinn hafi framið brotið.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira