Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. nóvember 2018 22:27 Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Allt tiltækt slökkvilið á vettavang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna mikils elds í Glugga og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði klukkan 22:12 í kvöld. Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að aðstæður á vettvangi væru gríðarlegar erfiðar þegar slökkvilið bar að garði. Miklar spreningar voru á svæðinu þegar slökkvistarf hófst og umfang eldsins mikið. Reynt er að tryggja að eldurinn berist ekki í nálæg hús. Sjá einnig: Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá vettvangi hefur eldur ekki náð niður á neðri hæð hússins, eins og áður var talið, en mikill reykur er þar. Hefur eldur náð að læsa sig í bíl sem er fyrir utan neðri hæð hússins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun freistast til að senda reykkafara inn í húsið en fastlega má búast við að aðgerðir standi yfir í alla nótt.Hér fyrir neðan má sjá myndband af brunanum þegar hann var sem mesturLögreglan lokaði fyrir umferð til að tryggja öryggi. Hefur það haft í för með sér að sumir komast ekki til síns heima sem sakir standa. Aðstæður á vettvangi er mjög erfiðar, hvasst og rigning. Húsið er gjörónýtt, þakið hrunið en tugir slökkviliðsmann eru að störfum sem stendur. Er mikill eldsmatur í húsinu og reyna slökkviliðsmenn hvað þeir geta til að ráða niðurlögum hans. Lögreglan setti tilkynningu á Facebook vegna brunans. Hún biður fólk um að koma alls ekki á vettvang því það gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 07:10Tugir slökkviliðsmanna voru að störfum þegar mest lét í kvöld.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmSlökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins í kvöld enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/VilhelmEldurinn náði til ökutækis sem var við húsið.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmMynd sem var tekin af húsinu um klukkan ellefu í kvöld. Vísir/Vilhelm Tengdar fréttir Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Allt tiltækt slökkvilið á vettavang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna mikils elds í Glugga og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði klukkan 22:12 í kvöld. Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að aðstæður á vettvangi væru gríðarlegar erfiðar þegar slökkvilið bar að garði. Miklar spreningar voru á svæðinu þegar slökkvistarf hófst og umfang eldsins mikið. Reynt er að tryggja að eldurinn berist ekki í nálæg hús. Sjá einnig: Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá vettvangi hefur eldur ekki náð niður á neðri hæð hússins, eins og áður var talið, en mikill reykur er þar. Hefur eldur náð að læsa sig í bíl sem er fyrir utan neðri hæð hússins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun freistast til að senda reykkafara inn í húsið en fastlega má búast við að aðgerðir standi yfir í alla nótt.Hér fyrir neðan má sjá myndband af brunanum þegar hann var sem mesturLögreglan lokaði fyrir umferð til að tryggja öryggi. Hefur það haft í för með sér að sumir komast ekki til síns heima sem sakir standa. Aðstæður á vettvangi er mjög erfiðar, hvasst og rigning. Húsið er gjörónýtt, þakið hrunið en tugir slökkviliðsmann eru að störfum sem stendur. Er mikill eldsmatur í húsinu og reyna slökkviliðsmenn hvað þeir geta til að ráða niðurlögum hans. Lögreglan setti tilkynningu á Facebook vegna brunans. Hún biður fólk um að koma alls ekki á vettvang því það gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 07:10Tugir slökkviliðsmanna voru að störfum þegar mest lét í kvöld.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmSlökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins í kvöld enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/VilhelmEldurinn náði til ökutækis sem var við húsið.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmMynd sem var tekin af húsinu um klukkan ellefu í kvöld. Vísir/Vilhelm
Tengdar fréttir Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15
Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37