Innlent

Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum við Hvaleyrarbraut
Slökkviliðsmenn að störfum við Hvaleyrarbraut Vísir/Vilhelm
Vatnsveita Hafnarfjarðar þurfti að grípa til þess ráðs að fá vatn lánað frá Garðabæ vegna slökkvistarfs á Hvaleyrarbraut þar sem stórbruni varð í kvöld. Slökkvilið barst tilkynning um eldinn í Glugga- og hurðasmiðju SB og var allt tiltækt lið sent á staðinn.

Strax í upphaf var ljóst að um mikinn bruna var að ræða og þurfti ansi mikið magn af vatni til að ráða niðurlögum eldsins.

Heldur hratt gekk á vatnsbirgðir Hafnarfjarðarbæjar og var því hringt í nágrannana í Garðabæ sem komu glaðir til hjálpar og sköffuðu Hafnfirðingum það vatn sem þurfti til að geta haldið slökkvistarfi sómasamlega áfram.

Að svo stöddu eru vatnsbirgðir nægar og ættu að duga út nóttina ef slökkvistarf dregst á langinn, að sögn þess sem er á bakvakt Vatnsveitu Hafnarfjarðar.


Tengdar fréttir

Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar

Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×