Sport

Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Anderson var illt í maganum og úr kom vond lykt
Anderson var illt í maganum og úr kom vond lykt Vísir/Getty
Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims.



Er menn tapa í íþróttum geta komið upp margar afsakanir um ástæður tapsins. Einhverjir kenna vondri frammistöðu um, aðrir kenna taktík um, sumir eiga einfaldlega vondan dag. Hins vegar eru fáir sem kenna prumpulykt um tap.



Það gerðist hins vegar á risamóti í pílu sem haldið er þessa stundina í Wolverhampton í Englandi.



Þá áttust við tvöfaldur heimsmeistari í pílu, Gary Anderson og Hollendingurinn Wesley Harms.



Anderson vann einvígið en Harms hefur kennt vondri frammistöðu sinni vegna slæmrar prumpulyktar frá Anderson.



„Það mun taka mig tvær nætur að losna við lyktina úr nefinu mínu,“ sagði Harms.



Anderson neitar ekki ásökunum Harms.



„Mér var illt í maganum um leið og ég kom upp á sviðið og ég viðurkenni það. Ég ætla því ekki að ljúga að því um að hafa prumpað á sviðinu,“ sagði Anderson.



„Ég sver upp á líf barnanna minna að þetta var ekki mér að kenna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×