Athvarf listamanna í 35 ár Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Gaukur á Stöng var opnaður árið 1983. Sólveig Johnsen stýrir nú Gauknum af hugsjón, ásamt Starra Haukssyni. Fréttabladid/Eyþór „Hér hefur orðið til ótrúlega yndislegur suðupottur af fólki sem stendur á einhvern hátt fyrir utan normið,“ segir Sólveig Johnsen, staðarhaldari á Gauknum, sem áður hét Gaukur á Stöng og á 35 ára afmæli í dag. Þann 19. nóvember 1983, opnuðu nokkrir ungir hag- og lögfræðingar staðinn, innblásnir eftir námsdvöl í Þýskalandi. Markmiðið var bjórkrá að þýskri fyrirmynd. Á þessari fyrstu bjórkrá landsins þurfti þó að selja bjórlíki fyrstu starfsárin enda bjór bannaður hér á landi til ársins 1989. Gaukurinn á sér nokkuð merka sögu, en hann varð snemma vinsæll tónleikastaður og var á níunda og tíunda áratugnum nokkurs konar félagsmiðstöð íslenskra poppara og rokkara sem hittust á Gauknum á virkum dögum, ræddu málin oft langt fram á nótt. Sólveig segir að Gaukurinn hafi í raun gengið í endurnýjun lífdaga að þessu leyti. Hópurinn sé þó fjölbreyttari í dag. „Mikið af fastagestum okkar er listafólk, sem á hér eiginlega sitt annað heimili. Þetta eru uppistandarar, draglistafólk, tónlistarfólk, ljóðskáld og fólk úr ýmsum áttum sem á það kannski sameiginlegt að passa ekki inn í öll boxin í samfélaginu,“ segir Sólveig. Gaukurinn er auðvitað fyrst og fremst viðburðastaður og við höfum alltaf lagt mikla áherslu á tónleikahald,“ segir Sólveig. En það er fleira í boði á Gauknum enda lögð áhersla á fjölbreytni viðburða. „Árið 2015 fórum við svo að hafa opið alla virka daga og settum inn fasta liði eins og uppistand einu sinni í viku og karókí einu sinni í viku,“ segir Sólveig og bætir því við að Gaukurinn sé einnig orðinn vagga dragmenningarinnar í landinu. Gaukurinn á sér einnig æðri hugsjónir um bætta skemmtanamenningu. „Við vildum búa til umhverfi þar sem jafnrétti, virðing og öryggi getur þrifist í skemmtanalífinu,“ segir Sólveig og fullyrðir að raunveruleg ást og umhyggja geti þrifist á skemmtistað, um það sé Gaukurinn lifandi dæmi, ekki síst fyrir tilstuðlan fjölbreytts hóps fastakúnna úr listalífinu. Staðarhaldarar hafa einnig tekið markviss skref í þágu hugsjóna staðarins, til dæmis með því að gera salerni staðarins alveg kynlaus og bjóða upp á ókeypis túrtappa á barnum. Aðspurð segir Sólveig ekki sömu áherslu lagða á bjórinn og í árdaga staðarins, og þaðan af síður á bjórlíkið. „Gaukurinn er svo miklu meira en bjórkrá í dag,“ segir Sólveig en lætur þess þó getið að bjórinn á Gauknum sé ódýr í samanburði við það sem gengur og gerist. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Hér hefur orðið til ótrúlega yndislegur suðupottur af fólki sem stendur á einhvern hátt fyrir utan normið,“ segir Sólveig Johnsen, staðarhaldari á Gauknum, sem áður hét Gaukur á Stöng og á 35 ára afmæli í dag. Þann 19. nóvember 1983, opnuðu nokkrir ungir hag- og lögfræðingar staðinn, innblásnir eftir námsdvöl í Þýskalandi. Markmiðið var bjórkrá að þýskri fyrirmynd. Á þessari fyrstu bjórkrá landsins þurfti þó að selja bjórlíki fyrstu starfsárin enda bjór bannaður hér á landi til ársins 1989. Gaukurinn á sér nokkuð merka sögu, en hann varð snemma vinsæll tónleikastaður og var á níunda og tíunda áratugnum nokkurs konar félagsmiðstöð íslenskra poppara og rokkara sem hittust á Gauknum á virkum dögum, ræddu málin oft langt fram á nótt. Sólveig segir að Gaukurinn hafi í raun gengið í endurnýjun lífdaga að þessu leyti. Hópurinn sé þó fjölbreyttari í dag. „Mikið af fastagestum okkar er listafólk, sem á hér eiginlega sitt annað heimili. Þetta eru uppistandarar, draglistafólk, tónlistarfólk, ljóðskáld og fólk úr ýmsum áttum sem á það kannski sameiginlegt að passa ekki inn í öll boxin í samfélaginu,“ segir Sólveig. Gaukurinn er auðvitað fyrst og fremst viðburðastaður og við höfum alltaf lagt mikla áherslu á tónleikahald,“ segir Sólveig. En það er fleira í boði á Gauknum enda lögð áhersla á fjölbreytni viðburða. „Árið 2015 fórum við svo að hafa opið alla virka daga og settum inn fasta liði eins og uppistand einu sinni í viku og karókí einu sinni í viku,“ segir Sólveig og bætir því við að Gaukurinn sé einnig orðinn vagga dragmenningarinnar í landinu. Gaukurinn á sér einnig æðri hugsjónir um bætta skemmtanamenningu. „Við vildum búa til umhverfi þar sem jafnrétti, virðing og öryggi getur þrifist í skemmtanalífinu,“ segir Sólveig og fullyrðir að raunveruleg ást og umhyggja geti þrifist á skemmtistað, um það sé Gaukurinn lifandi dæmi, ekki síst fyrir tilstuðlan fjölbreytts hóps fastakúnna úr listalífinu. Staðarhaldarar hafa einnig tekið markviss skref í þágu hugsjóna staðarins, til dæmis með því að gera salerni staðarins alveg kynlaus og bjóða upp á ókeypis túrtappa á barnum. Aðspurð segir Sólveig ekki sömu áherslu lagða á bjórinn og í árdaga staðarins, og þaðan af síður á bjórlíkið. „Gaukurinn er svo miklu meira en bjórkrá í dag,“ segir Sólveig en lætur þess þó getið að bjórinn á Gauknum sé ódýr í samanburði við það sem gengur og gerist.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira