Borgin hafi gefið frá sér gæði með lúsarleigu við Grandagarð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Alliance-húsið hýsir meðal annars veitingastaðinn Mat og drykk. fréttablaðið/ernir Reykjavíkurborg greiddi 106 milljónir króna fyrir að láta gera Alliance-húsið svokallaða upp að utan. Borgin keypti húsið að Grandagarði 2 af félagi athafnakonunnar Ingunnar Wernersdóttur árið 2012 á 350 milljónir. Nýverið var tilkynnt um sölu á húsinu og byggingarrétti á lóðinni í kring á 900 milljónir. Borgarfulltrúi gagnrýnir hagstæð leigukjör í húsinu og segir borgina hafa verið að gefa frá sér gæði. Sögusafnið og veitingahúsið Matur og drykkur eru með starfsemi í húsinu, þar er einnig Norðurljósasýning og nokkrir listamenn hafa haft aðstöðu á efri hæðum hússins. Húsið er selt með núverandi leigusamningum en þeir voru birtir með gögnum málsins í borgarráði. Þeir afhjúpa kostakjör leigjenda undanfarin ár. Fjórir leigjendur eru að nokkrum rýmum á efri hæð en stærð þeirra er ekki tilgreind. Samkvæmt samningunum, sem undirritaðir voru í nóvember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013, greiddu listamennirnir aðeins 15 þúsund krónur á mánuði í leigu. Meðal leigjenda að tveimur rýmum, bæði persónulega og í gegnum Gjörningaklúbbinn, er Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Hún er dóttir Hrólfs Jónssonar, sem var þáverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Skrifstofunnar sem gerði samningana. Samkvæmt svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins voru allir þessir leigjendur til staðar í húsinu þegar borgin keypti það og enginn þeirra greiddi leigu. Fréttablaðið spurði hvernig þessi leiguupphæð var ákvörðuð á sínum tíma en fékk aðeins þau svör að leiguupphæðin hafi verið samkomulag milli aðila. Kjörin eru ekki síður hagstæð á tveimur stærri rýmum hússins. Félagið Bismarck ehf. leigir samkvæmt leigusamningi 444 fermetra byggingu að norðanverðu við aðalbygginguna á 400 þúsund krónur á mánuði, eða um 900 krónur fermetrann. Sögusafnið Perlunni ehf. leigir svo alla 1. hæðina, alls 725,6 fermetra á 580.480 krónur, eða um 800 krónur fermetrann. Í öllum leigusamningunum er kveðið á um að upphæðir breytast með vísitölu til hækkunar eða lækkunar mánaðarlega. Hafa tölurnar því hækkað lítillega frá undirritun. Frá ársbyrjun 2013 hefur borgin því haft rúma milljón í leigutekjur af Grandagarði 2 á mánuði eða alls rúmar 72 milljónir á tímabilinu sem duga skammt upp í útlagðan kostnað við að gera upp húsið. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sjálf lagt fram fyrirspurn um húsið í borgarráði og segir ljóst að ekki sé allt með felldu. „Ekki frekar en í öðrum verkefnum borgarinnar að undanförnu. Það er með ólíkindum að borgin sé sem leigusali að gera samninga á miklu hagstæðari kjörum en hún sjálf leigir húsnæði, á, til dæmis í Borgartúni,“ segir Vigdís. Ljóst er að fermetraleiguverðið í Alliance-húsinu hefur verið enn lægra en til dæmis í Mathöllinni á Hlemmi, sem þó hefur sætt gagnrýni eftir fjárútlát borgarinnar. „Þetta er svo úr takti við allt sem gengur og gerist,“ segir Vigdís um Alliance-húsið. „Borgin er beinlínis að gefa frá sér gæði, takmarkaða auðlind, á fyrstu og annarri hæð þessa húss. Að leigja svona á innan við þúsund krónur fermetrann, fólk mun verða brjálað.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Reykjavíkurborg greiddi 106 milljónir króna fyrir að láta gera Alliance-húsið svokallaða upp að utan. Borgin keypti húsið að Grandagarði 2 af félagi athafnakonunnar Ingunnar Wernersdóttur árið 2012 á 350 milljónir. Nýverið var tilkynnt um sölu á húsinu og byggingarrétti á lóðinni í kring á 900 milljónir. Borgarfulltrúi gagnrýnir hagstæð leigukjör í húsinu og segir borgina hafa verið að gefa frá sér gæði. Sögusafnið og veitingahúsið Matur og drykkur eru með starfsemi í húsinu, þar er einnig Norðurljósasýning og nokkrir listamenn hafa haft aðstöðu á efri hæðum hússins. Húsið er selt með núverandi leigusamningum en þeir voru birtir með gögnum málsins í borgarráði. Þeir afhjúpa kostakjör leigjenda undanfarin ár. Fjórir leigjendur eru að nokkrum rýmum á efri hæð en stærð þeirra er ekki tilgreind. Samkvæmt samningunum, sem undirritaðir voru í nóvember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013, greiddu listamennirnir aðeins 15 þúsund krónur á mánuði í leigu. Meðal leigjenda að tveimur rýmum, bæði persónulega og í gegnum Gjörningaklúbbinn, er Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Hún er dóttir Hrólfs Jónssonar, sem var þáverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Skrifstofunnar sem gerði samningana. Samkvæmt svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins voru allir þessir leigjendur til staðar í húsinu þegar borgin keypti það og enginn þeirra greiddi leigu. Fréttablaðið spurði hvernig þessi leiguupphæð var ákvörðuð á sínum tíma en fékk aðeins þau svör að leiguupphæðin hafi verið samkomulag milli aðila. Kjörin eru ekki síður hagstæð á tveimur stærri rýmum hússins. Félagið Bismarck ehf. leigir samkvæmt leigusamningi 444 fermetra byggingu að norðanverðu við aðalbygginguna á 400 þúsund krónur á mánuði, eða um 900 krónur fermetrann. Sögusafnið Perlunni ehf. leigir svo alla 1. hæðina, alls 725,6 fermetra á 580.480 krónur, eða um 800 krónur fermetrann. Í öllum leigusamningunum er kveðið á um að upphæðir breytast með vísitölu til hækkunar eða lækkunar mánaðarlega. Hafa tölurnar því hækkað lítillega frá undirritun. Frá ársbyrjun 2013 hefur borgin því haft rúma milljón í leigutekjur af Grandagarði 2 á mánuði eða alls rúmar 72 milljónir á tímabilinu sem duga skammt upp í útlagðan kostnað við að gera upp húsið. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sjálf lagt fram fyrirspurn um húsið í borgarráði og segir ljóst að ekki sé allt með felldu. „Ekki frekar en í öðrum verkefnum borgarinnar að undanförnu. Það er með ólíkindum að borgin sé sem leigusali að gera samninga á miklu hagstæðari kjörum en hún sjálf leigir húsnæði, á, til dæmis í Borgartúni,“ segir Vigdís. Ljóst er að fermetraleiguverðið í Alliance-húsinu hefur verið enn lægra en til dæmis í Mathöllinni á Hlemmi, sem þó hefur sætt gagnrýni eftir fjárútlát borgarinnar. „Þetta er svo úr takti við allt sem gengur og gerist,“ segir Vigdís um Alliance-húsið. „Borgin er beinlínis að gefa frá sér gæði, takmarkaða auðlind, á fyrstu og annarri hæð þessa húss. Að leigja svona á innan við þúsund krónur fermetrann, fólk mun verða brjálað.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira