Dæmdur fyrir að sýna mótherjum fingurinn en var hann saklaus? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 10:30 Devin Darrington fagnaði snertimarki sínu aðeins of snemma og með ótrúlegum afleiðingum. Vísir/Getty Eitt furðulegasta atvikið í bandarísku íþróttalífi um helgina gerðist í leik Harvard og Yale í háskólafótboltanum um helgina. Harvard og Yale eru mun þekktari fyrir öfluga námsmenn en góða fótboltamenn og þessi tvö lið eru því ekki oft mjög áberandi í umfjöllun bandarísku fjölmiðlanna um háskólaboltann. Devin Darrington, hlaupari Harvard-liðsins, breytti því um helgina þegar hann þótti sína mjög óíþróttamannslega hegðun um leið og hann skoraði laglegt snertimark í góðum sigri sinna manna. Myndband af snertimarkinu virtist sýna það að Devin Darrington hafi gefið mótherjum sínum fingurinn um leið og hann hljóp með boltann inn í markið. Dómarar leiksins ætluðu hinsvegar ekki að leyfa stráknum að komast upp með neitt slíkt og dæmdu snertimarkið hans af. Það var löglegt að öllu leiti nema fyrir ómsekkleg putta-skilaboð Harvard-mannsins. New photo shows Harvard running back didn't actually flip Yale the bird: https://t.co/MrXv7ES057pic.twitter.com/ryinECLYz0 — Deadspin (@Deadspin) November 18, 2018Það er staðreynd að myndbandið kom mjög illa út fyrir umræddan Devin Darrington en plataði það augu áhorfenda. Frekari sönnunargögn hafa aftur á móti sagt aðra sögu og þá sérstaklega ljósmynd sem Tim O’Meara, ljósmyndari Harvard Crimson blaðsins, tók. Ljósmynd Tim O’Meara sýnir nefnilega að Devin Darrington var að fagna snertimarkinu með því að benda með vísifingri sínum eins og menn gera jafna þegar menn segja að þeir séu á toppnum (eða númer eitt). Darrington sýndi því ekki hina óvinsælu og móðgandi löngutöng í atvikinu heldur góða gamla vísifingurinn. Hann var því saklaus af því að hafa sýnd andstæðingum sínum fingurinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.The verdict on the Devin Darrington finger incident @Deadspin (: @tromeara) pic.twitter.com/JZfYXmDUG8 — Crimson Sports (@THCSports) November 18, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira
Eitt furðulegasta atvikið í bandarísku íþróttalífi um helgina gerðist í leik Harvard og Yale í háskólafótboltanum um helgina. Harvard og Yale eru mun þekktari fyrir öfluga námsmenn en góða fótboltamenn og þessi tvö lið eru því ekki oft mjög áberandi í umfjöllun bandarísku fjölmiðlanna um háskólaboltann. Devin Darrington, hlaupari Harvard-liðsins, breytti því um helgina þegar hann þótti sína mjög óíþróttamannslega hegðun um leið og hann skoraði laglegt snertimark í góðum sigri sinna manna. Myndband af snertimarkinu virtist sýna það að Devin Darrington hafi gefið mótherjum sínum fingurinn um leið og hann hljóp með boltann inn í markið. Dómarar leiksins ætluðu hinsvegar ekki að leyfa stráknum að komast upp með neitt slíkt og dæmdu snertimarkið hans af. Það var löglegt að öllu leiti nema fyrir ómsekkleg putta-skilaboð Harvard-mannsins. New photo shows Harvard running back didn't actually flip Yale the bird: https://t.co/MrXv7ES057pic.twitter.com/ryinECLYz0 — Deadspin (@Deadspin) November 18, 2018Það er staðreynd að myndbandið kom mjög illa út fyrir umræddan Devin Darrington en plataði það augu áhorfenda. Frekari sönnunargögn hafa aftur á móti sagt aðra sögu og þá sérstaklega ljósmynd sem Tim O’Meara, ljósmyndari Harvard Crimson blaðsins, tók. Ljósmynd Tim O’Meara sýnir nefnilega að Devin Darrington var að fagna snertimarkinu með því að benda með vísifingri sínum eins og menn gera jafna þegar menn segja að þeir séu á toppnum (eða númer eitt). Darrington sýndi því ekki hina óvinsælu og móðgandi löngutöng í atvikinu heldur góða gamla vísifingurinn. Hann var því saklaus af því að hafa sýnd andstæðingum sínum fingurinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.The verdict on the Devin Darrington finger incident @Deadspin (: @tromeara) pic.twitter.com/JZfYXmDUG8 — Crimson Sports (@THCSports) November 18, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira