Dæmdur fyrir að sýna mótherjum fingurinn en var hann saklaus? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 10:30 Devin Darrington fagnaði snertimarki sínu aðeins of snemma og með ótrúlegum afleiðingum. Vísir/Getty Eitt furðulegasta atvikið í bandarísku íþróttalífi um helgina gerðist í leik Harvard og Yale í háskólafótboltanum um helgina. Harvard og Yale eru mun þekktari fyrir öfluga námsmenn en góða fótboltamenn og þessi tvö lið eru því ekki oft mjög áberandi í umfjöllun bandarísku fjölmiðlanna um háskólaboltann. Devin Darrington, hlaupari Harvard-liðsins, breytti því um helgina þegar hann þótti sína mjög óíþróttamannslega hegðun um leið og hann skoraði laglegt snertimark í góðum sigri sinna manna. Myndband af snertimarkinu virtist sýna það að Devin Darrington hafi gefið mótherjum sínum fingurinn um leið og hann hljóp með boltann inn í markið. Dómarar leiksins ætluðu hinsvegar ekki að leyfa stráknum að komast upp með neitt slíkt og dæmdu snertimarkið hans af. Það var löglegt að öllu leiti nema fyrir ómsekkleg putta-skilaboð Harvard-mannsins. New photo shows Harvard running back didn't actually flip Yale the bird: https://t.co/MrXv7ES057pic.twitter.com/ryinECLYz0 — Deadspin (@Deadspin) November 18, 2018Það er staðreynd að myndbandið kom mjög illa út fyrir umræddan Devin Darrington en plataði það augu áhorfenda. Frekari sönnunargögn hafa aftur á móti sagt aðra sögu og þá sérstaklega ljósmynd sem Tim O’Meara, ljósmyndari Harvard Crimson blaðsins, tók. Ljósmynd Tim O’Meara sýnir nefnilega að Devin Darrington var að fagna snertimarkinu með því að benda með vísifingri sínum eins og menn gera jafna þegar menn segja að þeir séu á toppnum (eða númer eitt). Darrington sýndi því ekki hina óvinsælu og móðgandi löngutöng í atvikinu heldur góða gamla vísifingurinn. Hann var því saklaus af því að hafa sýnd andstæðingum sínum fingurinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.The verdict on the Devin Darrington finger incident @Deadspin (: @tromeara) pic.twitter.com/JZfYXmDUG8 — Crimson Sports (@THCSports) November 18, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Eitt furðulegasta atvikið í bandarísku íþróttalífi um helgina gerðist í leik Harvard og Yale í háskólafótboltanum um helgina. Harvard og Yale eru mun þekktari fyrir öfluga námsmenn en góða fótboltamenn og þessi tvö lið eru því ekki oft mjög áberandi í umfjöllun bandarísku fjölmiðlanna um háskólaboltann. Devin Darrington, hlaupari Harvard-liðsins, breytti því um helgina þegar hann þótti sína mjög óíþróttamannslega hegðun um leið og hann skoraði laglegt snertimark í góðum sigri sinna manna. Myndband af snertimarkinu virtist sýna það að Devin Darrington hafi gefið mótherjum sínum fingurinn um leið og hann hljóp með boltann inn í markið. Dómarar leiksins ætluðu hinsvegar ekki að leyfa stráknum að komast upp með neitt slíkt og dæmdu snertimarkið hans af. Það var löglegt að öllu leiti nema fyrir ómsekkleg putta-skilaboð Harvard-mannsins. New photo shows Harvard running back didn't actually flip Yale the bird: https://t.co/MrXv7ES057pic.twitter.com/ryinECLYz0 — Deadspin (@Deadspin) November 18, 2018Það er staðreynd að myndbandið kom mjög illa út fyrir umræddan Devin Darrington en plataði það augu áhorfenda. Frekari sönnunargögn hafa aftur á móti sagt aðra sögu og þá sérstaklega ljósmynd sem Tim O’Meara, ljósmyndari Harvard Crimson blaðsins, tók. Ljósmynd Tim O’Meara sýnir nefnilega að Devin Darrington var að fagna snertimarkinu með því að benda með vísifingri sínum eins og menn gera jafna þegar menn segja að þeir séu á toppnum (eða númer eitt). Darrington sýndi því ekki hina óvinsælu og móðgandi löngutöng í atvikinu heldur góða gamla vísifingurinn. Hann var því saklaus af því að hafa sýnd andstæðingum sínum fingurinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.The verdict on the Devin Darrington finger incident @Deadspin (: @tromeara) pic.twitter.com/JZfYXmDUG8 — Crimson Sports (@THCSports) November 18, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira