Ogier heimsmeistari í sjötta sinn Bragi Þórðarson skrifar 19. nóvember 2018 18:15 Ogier og Ingrassia fagna titlinum vísir/getty Sebastian Ogier ásamt sínum aðstoðarökumanni, Julian Ingrassia, tryggðu sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í ralli um helgina. Þrír ökumenn og þrjú lið áttu möguleika á titli fyrir rallið um helgina sem fór fram í Ástralíu. Ogier leiddi mótið á sínum Ford Fiesta en aðeins tveimur stigum á eftir honum voru Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundi i20. Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota áttu stærðfræðilega möguleika á titli ökumanna þegar komið var til Ástralíu. Rallið byrjaði vel fyrir Neuville er hann byrjaði að byggja upp forskot á Ogier á fyrsta degi. En á sjöttu sérleið fór Belginn út í kannt og sprengdi dekk. Neuville reyndi allt hvað hann gat til að ná Ogier aftur. Á þriðja og síðasta keppnisdegi fór Thierry þó yfir strikið og braut afturhjól undan Hyundai bifreið sinni og varð frá að hverfa. Belginn var því að sætta sig við annað sætið í heimsmeistaramótinu þriðja árið í röð. Eftir mistökin hjá Neuville vissi Ogier að hann þurfti bara að klára rallið í sjöunda sæti eða ofar. Frakkinn keyrði eins og herforingi á síðasta degi og lauk keppni í fimmta sæti. Sjötti titill þeirra Ogier og Ingrassia í röð varð því staðreynd og í annað skiptið á tveimur árum unnu þeir fyrir M-Sport Ford liðið. Tár féllu í viðgerðarliði Ogier er hann kom út af síðustu leið, því ástralska rallið var hans síðasta með liðinu. Frakkinn mun aka fyrir sitt gamla lið Citroen á næsta ári, lið sem hann keyrði fyrir frá 2009 til 2011 og væntir að vinna sinn fyrsta titil með liðinu á næsta ári. Jari Matti Latvala og Mikka Anttila frá Finnlandi unnu rallið um helgina og tryggðu því Toyota titil bílasmiða. Þetta var fyrsti titill japanska bílaframleiðandans í ralli frá árinu 1999. Næsta keppnistímabil hefst í Mónakó í Janúar, því fá liðin aðeins tveggja mánaðar vetrarhlé áður en bílarnir verða ræstir af stað á næsta ári. Aðrar íþróttir Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira
Sebastian Ogier ásamt sínum aðstoðarökumanni, Julian Ingrassia, tryggðu sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í ralli um helgina. Þrír ökumenn og þrjú lið áttu möguleika á titli fyrir rallið um helgina sem fór fram í Ástralíu. Ogier leiddi mótið á sínum Ford Fiesta en aðeins tveimur stigum á eftir honum voru Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundi i20. Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota áttu stærðfræðilega möguleika á titli ökumanna þegar komið var til Ástralíu. Rallið byrjaði vel fyrir Neuville er hann byrjaði að byggja upp forskot á Ogier á fyrsta degi. En á sjöttu sérleið fór Belginn út í kannt og sprengdi dekk. Neuville reyndi allt hvað hann gat til að ná Ogier aftur. Á þriðja og síðasta keppnisdegi fór Thierry þó yfir strikið og braut afturhjól undan Hyundai bifreið sinni og varð frá að hverfa. Belginn var því að sætta sig við annað sætið í heimsmeistaramótinu þriðja árið í röð. Eftir mistökin hjá Neuville vissi Ogier að hann þurfti bara að klára rallið í sjöunda sæti eða ofar. Frakkinn keyrði eins og herforingi á síðasta degi og lauk keppni í fimmta sæti. Sjötti titill þeirra Ogier og Ingrassia í röð varð því staðreynd og í annað skiptið á tveimur árum unnu þeir fyrir M-Sport Ford liðið. Tár féllu í viðgerðarliði Ogier er hann kom út af síðustu leið, því ástralska rallið var hans síðasta með liðinu. Frakkinn mun aka fyrir sitt gamla lið Citroen á næsta ári, lið sem hann keyrði fyrir frá 2009 til 2011 og væntir að vinna sinn fyrsta titil með liðinu á næsta ári. Jari Matti Latvala og Mikka Anttila frá Finnlandi unnu rallið um helgina og tryggðu því Toyota titil bílasmiða. Þetta var fyrsti titill japanska bílaframleiðandans í ralli frá árinu 1999. Næsta keppnistímabil hefst í Mónakó í Janúar, því fá liðin aðeins tveggja mánaðar vetrarhlé áður en bílarnir verða ræstir af stað á næsta ári.
Aðrar íþróttir Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira