Jólatré úr gömlum herðatrjám Vera Einarsdóttir skrifar 9. desember 2018 09:00 Sigurjón sér fyrir sér að nota tréð um ókomin ár. MYND/EYÞÓR Áhugaljósmyndarann Sigurjón Má Svanbergsson hafði lengi langað til að smíða gervijólatré í gömlum anda og lét af því verða í ár. „Ég hef gaman af því að endurnýta og gera eitthvað nýtt úr efniviði sem annars færi á haugana. Ég hafði séð jólatré úr gömlum herðatrjám sem höfðu verið máluð græn. Mér datt í hug að taka þá hugmynd skrefinu lengra og vefja þau með garni og kom það betur út en ég þorði að vona.“ Sigurjón auglýsti eftir herðatrjánum á „Gefins, allt gefins“ síðunni á Facebook. „Það voru tvær konur sem svöruðu mér. Önnur í Breiðholti og hin á Kleppsvegi en þær áttu herðatré frá foreldrum sínum og afa og ömmu.“ Sigurjón er með ýmsa gamla muni í stofunni. Til að mynda þessi gömlu gönguskíði sem fara vel með trénu. Þar er líka að finna grammófón frá 1923. Herðatrén sem Sigurjón auglýsti eftir eru löngu hætt í framleiðslu en þau eru í raun aðeins einfaldur bogi með áföstum krók. „Ég auglýsti svo eftir afgangsgarni og fékk svar frá nágrannakonu minni sem vinnur mikið í tómstundastarfi með eldra fólki. Hún sagðist vera með akkúrat rétta garnið fyrir mig og það reyndist rétt. Garnið er ekki ósvipað barrnálum og varð útkoman ansi raunveruleg.“ Skaftið í miðjuna fann Sigurjón svo í eigin sameign. „Þar lá gamalt brotið hrífuskaft sem ég fékk leyfi til að hirða. Ég boraði svo í annan endann á herðatrjánum og skrúfaði þau í skaftið.“ Sigurjón skreytti tréð með skrauti sem hann hefur fundið á nytjamörkuðum í gegnum tíðina og jólasveinum sem hann fékk frá foreldrum sínum fyrir löngu. Fótinn keypti hann á nytjamarkaði og því hvergi slegið slöku við í endurnýtingunni. Hann sér fyrir sér að nota tréð um ókomin ár. En ertu mikið fyrir jólin? „Það mætti auðvitað halda það í ljósi þess að ég var búinn að smíða jólatré í október og vissulega hlýt ég að vera það innst inni. Ég held líka fast í gamlar hefðir og á til að mynda upptrekktan grammófónspilara frá 1923 sem ég trekki í gang á hverjum jólum og spila „hin fyrstu jól“ með Ingibjögu Þorbergs og fleiri lög af gömlum grammófónplötum. Ég fer svo alltaf norður yfir hátíðarnar og nýt þeirra í faðmi fjölskyldunnar.“ Jólasveinana á trénu fékk Sigurjón að gjöf frá foreldrum sínum fyrir löngu. Birtist í Fréttablaðinu Jólaskraut Neytendur Föndur Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Hrekkjóttir álfar valda usla á íslenskum heimilum Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Glæsilegir smáréttir Guðrúnar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Áhugaljósmyndarann Sigurjón Má Svanbergsson hafði lengi langað til að smíða gervijólatré í gömlum anda og lét af því verða í ár. „Ég hef gaman af því að endurnýta og gera eitthvað nýtt úr efniviði sem annars færi á haugana. Ég hafði séð jólatré úr gömlum herðatrjám sem höfðu verið máluð græn. Mér datt í hug að taka þá hugmynd skrefinu lengra og vefja þau með garni og kom það betur út en ég þorði að vona.“ Sigurjón auglýsti eftir herðatrjánum á „Gefins, allt gefins“ síðunni á Facebook. „Það voru tvær konur sem svöruðu mér. Önnur í Breiðholti og hin á Kleppsvegi en þær áttu herðatré frá foreldrum sínum og afa og ömmu.“ Sigurjón er með ýmsa gamla muni í stofunni. Til að mynda þessi gömlu gönguskíði sem fara vel með trénu. Þar er líka að finna grammófón frá 1923. Herðatrén sem Sigurjón auglýsti eftir eru löngu hætt í framleiðslu en þau eru í raun aðeins einfaldur bogi með áföstum krók. „Ég auglýsti svo eftir afgangsgarni og fékk svar frá nágrannakonu minni sem vinnur mikið í tómstundastarfi með eldra fólki. Hún sagðist vera með akkúrat rétta garnið fyrir mig og það reyndist rétt. Garnið er ekki ósvipað barrnálum og varð útkoman ansi raunveruleg.“ Skaftið í miðjuna fann Sigurjón svo í eigin sameign. „Þar lá gamalt brotið hrífuskaft sem ég fékk leyfi til að hirða. Ég boraði svo í annan endann á herðatrjánum og skrúfaði þau í skaftið.“ Sigurjón skreytti tréð með skrauti sem hann hefur fundið á nytjamörkuðum í gegnum tíðina og jólasveinum sem hann fékk frá foreldrum sínum fyrir löngu. Fótinn keypti hann á nytjamarkaði og því hvergi slegið slöku við í endurnýtingunni. Hann sér fyrir sér að nota tréð um ókomin ár. En ertu mikið fyrir jólin? „Það mætti auðvitað halda það í ljósi þess að ég var búinn að smíða jólatré í október og vissulega hlýt ég að vera það innst inni. Ég held líka fast í gamlar hefðir og á til að mynda upptrekktan grammófónspilara frá 1923 sem ég trekki í gang á hverjum jólum og spila „hin fyrstu jól“ með Ingibjögu Þorbergs og fleiri lög af gömlum grammófónplötum. Ég fer svo alltaf norður yfir hátíðarnar og nýt þeirra í faðmi fjölskyldunnar.“ Jólasveinana á trénu fékk Sigurjón að gjöf frá foreldrum sínum fyrir löngu.
Birtist í Fréttablaðinu Jólaskraut Neytendur Föndur Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Hrekkjóttir álfar valda usla á íslenskum heimilum Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Glæsilegir smáréttir Guðrúnar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira