28 prósenta samdráttur í sölu bíla í október Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2018 15:18 Rafmagns- og tengiltvinn bílar eru enn að auka hlutfall sitt af seldum bílum og er hlutfallið komið í 20 prósent samanborið við 15 prósent 2017 og 10 prósent 2016. Vísir/Vilhelm 27,8 prósenta samdráttur varð í sölu bíla í október 2018 samanborið við sama mánuð árið 2017. Alls voru 804 nýir fólksbílar skráðir í október 2018 samanborið við 1.114 í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að heildarfjöldi seldra bíla fyrstu 10 mánuði ársins í ár eru 16,772 fólksbílar. Þegar horft sé til tímabilsins frá janúar til loka október á þessu ári hafi bílasala dregist saman um 13,4 prósent ef miðað er við sama tímabil árið 2017. Ef horft er til ársins 2016 þá er bílasala nánast á pari við það ár þegar horft er á tímabilið janúar til loka október en það ár var búið að selja 16.834 fólksbíla þessa fyrstu 10 mánuði ársins. Rafmagns- og tengiltvinn bílar eru enn að auka hlutfall sitt af seldum bílum og er hlutfallið komið í 20 prósent samanborið við 15 prósent árið á undan. Árið 2016 var hlutfall þessara orkugjafa 10 prósent af heildarsölu fólksbíla. Um er að ræða tvöföldun yfir tveggja ára tímabil. „Margir þættir eru að hafa áhrif á snögg hjaðnanadi bílasölu. Verð á bílum hefur hækkað bæði vegna gengishækkunar en einnig vegna breyttrar aðferðar við mælingu á útblæstri bíla sem leiðir til hærri vörugjalda. Almenningur og innflytjendur bíla bíða eftir að fá niðurstöður frá Alþingi en frumvarp liggur fyrir er varðar breytingar á vörugjöldum til að koma til móts við þau áhrif sem breytt aðferðarfræði er að hafa í för með sér,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst er að þessi seinagangur á Alþingi er að hafa mikil áhrif og ef ekki er brugðist við þegar í stað munum við sjá enn meiri hækkanir þessa síðustu mánuði ársins þegar kemur að verði á bílum. Þær hækkanir munu skila sér af fullum þunga inn í verðbólgu og þar með verðtryggð lán landsmanna.“ Neytendur Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent
27,8 prósenta samdráttur varð í sölu bíla í október 2018 samanborið við sama mánuð árið 2017. Alls voru 804 nýir fólksbílar skráðir í október 2018 samanborið við 1.114 í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að heildarfjöldi seldra bíla fyrstu 10 mánuði ársins í ár eru 16,772 fólksbílar. Þegar horft sé til tímabilsins frá janúar til loka október á þessu ári hafi bílasala dregist saman um 13,4 prósent ef miðað er við sama tímabil árið 2017. Ef horft er til ársins 2016 þá er bílasala nánast á pari við það ár þegar horft er á tímabilið janúar til loka október en það ár var búið að selja 16.834 fólksbíla þessa fyrstu 10 mánuði ársins. Rafmagns- og tengiltvinn bílar eru enn að auka hlutfall sitt af seldum bílum og er hlutfallið komið í 20 prósent samanborið við 15 prósent árið á undan. Árið 2016 var hlutfall þessara orkugjafa 10 prósent af heildarsölu fólksbíla. Um er að ræða tvöföldun yfir tveggja ára tímabil. „Margir þættir eru að hafa áhrif á snögg hjaðnanadi bílasölu. Verð á bílum hefur hækkað bæði vegna gengishækkunar en einnig vegna breyttrar aðferðar við mælingu á útblæstri bíla sem leiðir til hærri vörugjalda. Almenningur og innflytjendur bíla bíða eftir að fá niðurstöður frá Alþingi en frumvarp liggur fyrir er varðar breytingar á vörugjöldum til að koma til móts við þau áhrif sem breytt aðferðarfræði er að hafa í för með sér,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst er að þessi seinagangur á Alþingi er að hafa mikil áhrif og ef ekki er brugðist við þegar í stað munum við sjá enn meiri hækkanir þessa síðustu mánuði ársins þegar kemur að verði á bílum. Þær hækkanir munu skila sér af fullum þunga inn í verðbólgu og þar með verðtryggð lán landsmanna.“
Neytendur Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent