Malone hefur verið mikill aðdáandi Crocs-skófatnaðar í gegnum tíðina sem varð til þess að hann fékk eigin Crocs-skó, svokallaða Post Malone x Crocs Dimitri Clog, sem þegar hafa selst upp.
Þessi 23 ára gamli rappari segist ganga í Crocs-skóm við flest tilefni. Hann er í þeim þegar hann fer á barinn og þegar hann fer á svið og segist hafa fengið fullkomið tækifæri til að gefa aðdáendum sínum það sem þeir þrá.
Það virðist hafa verið rétt hjá honum að aðdáendur hans hafi beðið spenntir eftir Crocs-skónum því líkt og fyrr segir seldist fyrsta pöntun upp á nokkrum mínútum.