Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 23:12 Rannveig Ernudóttir Rannveig Ernudóttir Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. Í samtali við fréttastofu lýsir Rannveig ætlun sinni að hætta í Pírötum en segir það einlægan vilja sinn að halda áfram að vinna fyrir borgarbúa. „Það var tilgangurinn með því að fara í framboð og ég vil það auðvitað, en ég vil ekki vinna með Pírötum þegar vinnuumhverfið er svona.“ Rannveig vísar þar í deilur innan Pírata en hún birti langa færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld í tilefni af úrskurði úrskurðarráðs Pírata sem komst að þeirri niðurstöðu að víkja ætti starfsmanni flokksins frá störfum þar sem ekki hafi verið rétt staðið að ráðningu hans. Í færslunni segir Rannveig úrskurðinn vera hluta af ljótri mynd sem sé „reifuð af ofbeldi, valdníðslu, einelti, mikilli vanhæfni og ofmati eineltistudda á eigin ágæti.“ Þá sakar hún ónafngreinda einstaklinga innan Pírata um eineltistilburði og um að notfæra sér uppbyggingu flokksins til þess að níða og hrekja burt þá sem þeir telji „ópíratalega.“ Fleiri hafa sagt sig úr flokknum að undanförnu en stutt er síðan Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata, sagði sig úr flokknum.Færslu Rannveigar í heild sinni má sjá hér að neðan. Borgarstjórn Tengdar fréttir Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. Í samtali við fréttastofu lýsir Rannveig ætlun sinni að hætta í Pírötum en segir það einlægan vilja sinn að halda áfram að vinna fyrir borgarbúa. „Það var tilgangurinn með því að fara í framboð og ég vil það auðvitað, en ég vil ekki vinna með Pírötum þegar vinnuumhverfið er svona.“ Rannveig vísar þar í deilur innan Pírata en hún birti langa færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld í tilefni af úrskurði úrskurðarráðs Pírata sem komst að þeirri niðurstöðu að víkja ætti starfsmanni flokksins frá störfum þar sem ekki hafi verið rétt staðið að ráðningu hans. Í færslunni segir Rannveig úrskurðinn vera hluta af ljótri mynd sem sé „reifuð af ofbeldi, valdníðslu, einelti, mikilli vanhæfni og ofmati eineltistudda á eigin ágæti.“ Þá sakar hún ónafngreinda einstaklinga innan Pírata um eineltistilburði og um að notfæra sér uppbyggingu flokksins til þess að níða og hrekja burt þá sem þeir telji „ópíratalega.“ Fleiri hafa sagt sig úr flokknum að undanförnu en stutt er síðan Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata, sagði sig úr flokknum.Færslu Rannveigar í heild sinni má sjá hér að neðan.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27