Birgir Leifur og Guðrún standa vel að vígi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 15:57 Birgir Leifur mundar pútterinn. vísir/daníel Birgir Leifur Hafþórsson er í góðum málum eftir tvo hringi á öðru stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék annan hringinn í dag á tveimur höggum undir pari. Eftir frábæran hring í gær er Birgir Leifur samtals á átta höggum undir pari og er jafn í níunda sæti. Það er Birgi hins vegar til ógæfu að margir kylfingar voru að leika mjög vel í dag og því færist hann neðar í töflunni, hann var jafn í fimmta sætinu eftir fyrsta daginn. Á sama stigi en öðrum velli átti Haraldur Franklín Magnús góðan dag, spilaði annan hringinn á þremur höggum undir pari og er jafn í 35. sæti. Gert er ráð fyrir að efstu tuttugu á hverjum velli komist áfram svo Birgir Leifur er í fínum málum en Haraldur þarf aðeins að bæta sig á seinni hringjunum tveimur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í kvennaflokki og komst upp í 16. sætið með því að leika á einu höggi undir pari á þriðja hringnum í dag. Hún er samtals á sex höggum yfir pari í mótinu þar sem skorið er frekar hátt. 25 efstu á þessu móti komast í loka úrtökumótið og er Guðrún því í mjög góðum málum. Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson er í góðum málum eftir tvo hringi á öðru stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék annan hringinn í dag á tveimur höggum undir pari. Eftir frábæran hring í gær er Birgir Leifur samtals á átta höggum undir pari og er jafn í níunda sæti. Það er Birgi hins vegar til ógæfu að margir kylfingar voru að leika mjög vel í dag og því færist hann neðar í töflunni, hann var jafn í fimmta sætinu eftir fyrsta daginn. Á sama stigi en öðrum velli átti Haraldur Franklín Magnús góðan dag, spilaði annan hringinn á þremur höggum undir pari og er jafn í 35. sæti. Gert er ráð fyrir að efstu tuttugu á hverjum velli komist áfram svo Birgir Leifur er í fínum málum en Haraldur þarf aðeins að bæta sig á seinni hringjunum tveimur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í kvennaflokki og komst upp í 16. sætið með því að leika á einu höggi undir pari á þriðja hringnum í dag. Hún er samtals á sex höggum yfir pari í mótinu þar sem skorið er frekar hátt. 25 efstu á þessu móti komast í loka úrtökumótið og er Guðrún því í mjög góðum málum.
Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira