Guðrún Brá áfram │Birgir og Haraldur á fjórum höggum undir pari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 15:54 Aðeins ein hindrun er nú í vegi Guðrúnar mynd/golf.is Birgir Leifur Hafþórsson stefnir hraðbyr á Evrópumótaröðina í golfi eftir annan frábæran hring á öðru stigi úrtökumótanna í dag. Birgir Leifur spilar á El Encin golfvellinum á Spáni og hann fór holurnar 18 í dag á fjórum höggum undir pari. Þetta var þriðji hringurinn af fjórum og hann er samtals á tólf höggum undir pari. Hann er jafn í fimmta sæti, fimm höggum á eftir efsta manni. Haraldur Franklín Magnús er líka að keppa á öðru stigi en hann er á Desert Springs vellinum á Spáni. Haraldur er jafn í 22. sæti eftir að hafa farið hringinn í dag á fjórum höggum undir pari. Hann er samtals á sjö höggum undir pari eftir þrjá hringi, átta höggum frá efsta manni. Áætlað er að um tuttugu kylfingar af hverjum velli á öðru stigi fari áfram á þriðja og síðasta stig úrtökumótanna, en það er eitt mót spilað á Spáni í næstu viku. Haraldur á því enn séns á að komast þangað ef hann spilar vel á morgun en gæti þurft á því að halda að nokkrir af þeim kylfingum sem eru fyrir ofan hann lendi í hrakföllum. Birgir Leifur virðist hins vegar getað framlengt hóteldvöl sína á Spáni, það stefnir allt á að hann tryggi sig örugglega áfram. Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í kvennaflokki í dag. Íslandsmeistarinn frá því í sumar lék fyrra úrtökumótið á átta höggum yfir pari og endaði jöfn í 21. - 23. sæti. Hún fór fjórða og síðasta hringinn í dag á tveimur höggum yfir pari. Lokaúrtökumótið fer fram í Morokkó í desember þar sem efstu 25 kylfingarnir fara áfram á Evrópumótaröðina. Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson stefnir hraðbyr á Evrópumótaröðina í golfi eftir annan frábæran hring á öðru stigi úrtökumótanna í dag. Birgir Leifur spilar á El Encin golfvellinum á Spáni og hann fór holurnar 18 í dag á fjórum höggum undir pari. Þetta var þriðji hringurinn af fjórum og hann er samtals á tólf höggum undir pari. Hann er jafn í fimmta sæti, fimm höggum á eftir efsta manni. Haraldur Franklín Magnús er líka að keppa á öðru stigi en hann er á Desert Springs vellinum á Spáni. Haraldur er jafn í 22. sæti eftir að hafa farið hringinn í dag á fjórum höggum undir pari. Hann er samtals á sjö höggum undir pari eftir þrjá hringi, átta höggum frá efsta manni. Áætlað er að um tuttugu kylfingar af hverjum velli á öðru stigi fari áfram á þriðja og síðasta stig úrtökumótanna, en það er eitt mót spilað á Spáni í næstu viku. Haraldur á því enn séns á að komast þangað ef hann spilar vel á morgun en gæti þurft á því að halda að nokkrir af þeim kylfingum sem eru fyrir ofan hann lendi í hrakföllum. Birgir Leifur virðist hins vegar getað framlengt hóteldvöl sína á Spáni, það stefnir allt á að hann tryggi sig örugglega áfram. Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í kvennaflokki í dag. Íslandsmeistarinn frá því í sumar lék fyrra úrtökumótið á átta höggum yfir pari og endaði jöfn í 21. - 23. sæti. Hún fór fjórða og síðasta hringinn í dag á tveimur höggum yfir pari. Lokaúrtökumótið fer fram í Morokkó í desember þar sem efstu 25 kylfingarnir fara áfram á Evrópumótaröðina.
Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira