Sökuð um sögufölsun þegar hún sagðist vera sú fyrsta í yfirstærð til að leiða rómantíska gamanmynd Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 18:19 Leikkonan Rebel Wilson. Vísir/Getty Ástralska leikkonan Rebel Wilson hefur verið sökuð um sögufölsun með því að segjast vera fyrsta leikkonan í yfirstærð til að fara með aðahlutverk í rómantískri gamanmynd. Wilson lét þessi orð falla í spjallþætti Ellen Degeneres við mikinn fögnuð áhorfenda en myndin Isn´t It Romantic er á leið í kvikmyndahús. „Ég er stolt af því að vera fyrsta stelpan í yfirstærð sem er stjarna rómantískrar gamanmyndar,“ sagði Wilson.Áhorfendur sem sátu heima voru þó fljótir að benda á það á Twitter en þetta væri alls ekki rétt. Leikkonurnar Queen Latifah og Mo‘Nique hefðu báðar leikið aðalhlutver í rómantískum gamanmyndum, The Last Holiday og Phat Girlz. Mo´Nique bað Wilson vinsamlegast um að taka ekki þátt í því að endurskrifa söguna og óskaði henni um leið alls hins besta.Hey my sweet sister. Let's please not allow this business to erase our talent with giving grey areas and technicalities. Take a moment and know the history. DON'T BE A PART OF ERASING IT. I wish you the best.— Mo'Nique Worldwide (@moworldwide) 3 November 2018 Rebel Wilson sagði það ekki hafa verið ætlun sína að endurskrifa söguna. Rebel Wilson hafði áður sagt að það væri álitaefni hvort að Mo´Nique og Queen Latifah hefðu verið í yfirstærð þegar þær léku í umræddum rómantískum gamanmyndum og velti jafnvel fyrir sér hvort þær myndir falli í þann flokk að teljast rómantískar myndir. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ástralska leikkonan Rebel Wilson hefur verið sökuð um sögufölsun með því að segjast vera fyrsta leikkonan í yfirstærð til að fara með aðahlutverk í rómantískri gamanmynd. Wilson lét þessi orð falla í spjallþætti Ellen Degeneres við mikinn fögnuð áhorfenda en myndin Isn´t It Romantic er á leið í kvikmyndahús. „Ég er stolt af því að vera fyrsta stelpan í yfirstærð sem er stjarna rómantískrar gamanmyndar,“ sagði Wilson.Áhorfendur sem sátu heima voru þó fljótir að benda á það á Twitter en þetta væri alls ekki rétt. Leikkonurnar Queen Latifah og Mo‘Nique hefðu báðar leikið aðalhlutver í rómantískum gamanmyndum, The Last Holiday og Phat Girlz. Mo´Nique bað Wilson vinsamlegast um að taka ekki þátt í því að endurskrifa söguna og óskaði henni um leið alls hins besta.Hey my sweet sister. Let's please not allow this business to erase our talent with giving grey areas and technicalities. Take a moment and know the history. DON'T BE A PART OF ERASING IT. I wish you the best.— Mo'Nique Worldwide (@moworldwide) 3 November 2018 Rebel Wilson sagði það ekki hafa verið ætlun sína að endurskrifa söguna. Rebel Wilson hafði áður sagt að það væri álitaefni hvort að Mo´Nique og Queen Latifah hefðu verið í yfirstærð þegar þær léku í umræddum rómantískum gamanmyndum og velti jafnvel fyrir sér hvort þær myndir falli í þann flokk að teljast rómantískar myndir.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira