Bíó og sjónvarp

Sökuð um sögufölsun þegar hún sagðist vera sú fyrsta í yfirstærð til að leiða rómantíska gamanmynd

Birgir Olgeirsson skrifar
Leikkonan Rebel Wilson.
Leikkonan Rebel Wilson. Vísir/Getty
Ástralska leikkonan Rebel Wilson hefur verið sökuð um sögufölsun með því að segjast vera fyrsta leikkonan í yfirstærð til að fara með aðahlutverk í rómantískri gamanmynd.

Wilson lét þessi orð falla í spjallþætti Ellen Degeneres við mikinn fögnuð áhorfenda en myndin Isn´t It Romantic er á leið í kvikmyndahús.

„Ég er stolt af því að vera fyrsta stelpan í yfirstærð sem er stjarna rómantískrar gamanmyndar,“ sagði Wilson.

Áhorfendur sem sátu heima voru þó fljótir að benda á það á Twitter en þetta væri alls ekki rétt. Leikkonurnar Queen Latifah og Mo‘Nique hefðu báðar leikið aðalhlutver í rómantískum gamanmyndum, The Last Holiday og Phat Girlz.

Mo´Nique bað Wilson vinsamlegast um að taka ekki þátt í því að endurskrifa söguna og óskaði henni um leið alls hins besta.

Rebel Wilson sagði það ekki hafa verið ætlun sína að endurskrifa söguna.

Rebel Wilson hafði áður sagt að það væri álitaefni hvort að Mo´Nique og Queen Latifah hefðu verið í yfirstærð þegar þær léku í umræddum rómantískum gamanmyndum og velti jafnvel fyrir sér hvort þær myndir falli í þann flokk að teljast rómantískar myndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×