Starfsaldurinn hærri en aldur kollega Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Pítsurnar sem Nour hefur afgreitt eru óteljandi en hann gerir það ávallt með bros á vör. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fyrir tuttugu árum hóf Nour Natan Nimir störf hjá pítsakeðjunni Domino's. Þá var hann sendill en í fjölda ára hefur hann ráðið ríkjum í útibúi keðjunnar í Kringlunni. Tímamótunum var fagnað um helgina. Nour segir að þótt hann hafi afgreitt óteljandi pítsur sé ekki til í dæminu að hann sé að fá leið á starfi sínu. „Mér líður alltaf vel í vinnunni. Ég byrjaði árið 1998, þá sem sendill á staðnum á Grensásvegi, varð síðar vaktstjóri og hef verið frá aldamótum í Kringlunni,“ segir hann. Nour fæddist í Marokkó en kom hingað til lands árið 1995. Hann vann hin ýmsu störf þar til hann rataði í hlutastarf sem sendill. Þar leið honum vel og allt gekk vel og á endanum hætti hann í hinum vinnum sínum til að einbeita sér að Domino's. Þegar þú starfar lengi á sama stað vill það oft verða svo að viðskiptavinirnir fara að þekkja þig og þú þá. „Ég held að allir sem koma í Kringluna þekki mig og ég þekki alla. Þegar sumir koma þá veit ég hvað þeir vilja og þeir þurfa ekkert að segja pöntunina sína,“ segir Nour og hlær.Nour fékk viðurkenningu frá keðjunni á föstudag en starfsaldur hans er lengri en ævi sums samstarfsfólks hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRAðspurður um eftirminnilega sögu sem tengist starfi sínu nefnir Nour atvik sem átti sér stað í Marokkó í sumar. Þar var hann staddur í stórmarkaði þegar ég vegi hans varð maður klæddur íslenska knattspyrnulandsliðsbúningnum. Nour vatt sér upp að honum og spurði hvort maðurinn talaði íslensku. Það passaði. „Þá fór ég að tala við hann á íslensku á móti og þá var hann nokkuð hissa á að Arabinn gæti talað við hann á því tungumáli. Síðan kom konan hans út úr búð þarna og þá kom í ljós að hún vann í Kringlunni líka og við áttum gott spjall. Þá sýndi það sig enn á ný hvað heimurinn er lítill,“ segir Nour. Hinn vinsæli Nour segir að ómögulegt sé að giska á hve margar pítsur hann hefur afgreitt um starfsævina. Hann fái aldrei leið á Domino's-pítsum þótt hann breyti reglulega um álegg. Allt nema pepperoni, skinka og beikon kemur til greina á hans flatböku. „Við erum einstaklega þakklát og stolt af því að halda upp á tuttugu ára starfsafmæli Nours. Tuttugu ár er langur tími og lengri en aldur sumra samstarfsmanna hans á Domino's. Hann á sér marga aðdáendur enda einstaklega vinalegur maður sem er þekktur fyrir að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með bros á vör,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Fyrir tuttugu árum hóf Nour Natan Nimir störf hjá pítsakeðjunni Domino's. Þá var hann sendill en í fjölda ára hefur hann ráðið ríkjum í útibúi keðjunnar í Kringlunni. Tímamótunum var fagnað um helgina. Nour segir að þótt hann hafi afgreitt óteljandi pítsur sé ekki til í dæminu að hann sé að fá leið á starfi sínu. „Mér líður alltaf vel í vinnunni. Ég byrjaði árið 1998, þá sem sendill á staðnum á Grensásvegi, varð síðar vaktstjóri og hef verið frá aldamótum í Kringlunni,“ segir hann. Nour fæddist í Marokkó en kom hingað til lands árið 1995. Hann vann hin ýmsu störf þar til hann rataði í hlutastarf sem sendill. Þar leið honum vel og allt gekk vel og á endanum hætti hann í hinum vinnum sínum til að einbeita sér að Domino's. Þegar þú starfar lengi á sama stað vill það oft verða svo að viðskiptavinirnir fara að þekkja þig og þú þá. „Ég held að allir sem koma í Kringluna þekki mig og ég þekki alla. Þegar sumir koma þá veit ég hvað þeir vilja og þeir þurfa ekkert að segja pöntunina sína,“ segir Nour og hlær.Nour fékk viðurkenningu frá keðjunni á föstudag en starfsaldur hans er lengri en ævi sums samstarfsfólks hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRAðspurður um eftirminnilega sögu sem tengist starfi sínu nefnir Nour atvik sem átti sér stað í Marokkó í sumar. Þar var hann staddur í stórmarkaði þegar ég vegi hans varð maður klæddur íslenska knattspyrnulandsliðsbúningnum. Nour vatt sér upp að honum og spurði hvort maðurinn talaði íslensku. Það passaði. „Þá fór ég að tala við hann á íslensku á móti og þá var hann nokkuð hissa á að Arabinn gæti talað við hann á því tungumáli. Síðan kom konan hans út úr búð þarna og þá kom í ljós að hún vann í Kringlunni líka og við áttum gott spjall. Þá sýndi það sig enn á ný hvað heimurinn er lítill,“ segir Nour. Hinn vinsæli Nour segir að ómögulegt sé að giska á hve margar pítsur hann hefur afgreitt um starfsævina. Hann fái aldrei leið á Domino's-pítsum þótt hann breyti reglulega um álegg. Allt nema pepperoni, skinka og beikon kemur til greina á hans flatböku. „Við erum einstaklega þakklát og stolt af því að halda upp á tuttugu ára starfsafmæli Nours. Tuttugu ár er langur tími og lengri en aldur sumra samstarfsmanna hans á Domino's. Hann á sér marga aðdáendur enda einstaklega vinalegur maður sem er þekktur fyrir að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með bros á vör,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira