Starfsaldurinn hærri en aldur kollega Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Pítsurnar sem Nour hefur afgreitt eru óteljandi en hann gerir það ávallt með bros á vör. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fyrir tuttugu árum hóf Nour Natan Nimir störf hjá pítsakeðjunni Domino's. Þá var hann sendill en í fjölda ára hefur hann ráðið ríkjum í útibúi keðjunnar í Kringlunni. Tímamótunum var fagnað um helgina. Nour segir að þótt hann hafi afgreitt óteljandi pítsur sé ekki til í dæminu að hann sé að fá leið á starfi sínu. „Mér líður alltaf vel í vinnunni. Ég byrjaði árið 1998, þá sem sendill á staðnum á Grensásvegi, varð síðar vaktstjóri og hef verið frá aldamótum í Kringlunni,“ segir hann. Nour fæddist í Marokkó en kom hingað til lands árið 1995. Hann vann hin ýmsu störf þar til hann rataði í hlutastarf sem sendill. Þar leið honum vel og allt gekk vel og á endanum hætti hann í hinum vinnum sínum til að einbeita sér að Domino's. Þegar þú starfar lengi á sama stað vill það oft verða svo að viðskiptavinirnir fara að þekkja þig og þú þá. „Ég held að allir sem koma í Kringluna þekki mig og ég þekki alla. Þegar sumir koma þá veit ég hvað þeir vilja og þeir þurfa ekkert að segja pöntunina sína,“ segir Nour og hlær.Nour fékk viðurkenningu frá keðjunni á föstudag en starfsaldur hans er lengri en ævi sums samstarfsfólks hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRAðspurður um eftirminnilega sögu sem tengist starfi sínu nefnir Nour atvik sem átti sér stað í Marokkó í sumar. Þar var hann staddur í stórmarkaði þegar ég vegi hans varð maður klæddur íslenska knattspyrnulandsliðsbúningnum. Nour vatt sér upp að honum og spurði hvort maðurinn talaði íslensku. Það passaði. „Þá fór ég að tala við hann á íslensku á móti og þá var hann nokkuð hissa á að Arabinn gæti talað við hann á því tungumáli. Síðan kom konan hans út úr búð þarna og þá kom í ljós að hún vann í Kringlunni líka og við áttum gott spjall. Þá sýndi það sig enn á ný hvað heimurinn er lítill,“ segir Nour. Hinn vinsæli Nour segir að ómögulegt sé að giska á hve margar pítsur hann hefur afgreitt um starfsævina. Hann fái aldrei leið á Domino's-pítsum þótt hann breyti reglulega um álegg. Allt nema pepperoni, skinka og beikon kemur til greina á hans flatböku. „Við erum einstaklega þakklát og stolt af því að halda upp á tuttugu ára starfsafmæli Nours. Tuttugu ár er langur tími og lengri en aldur sumra samstarfsmanna hans á Domino's. Hann á sér marga aðdáendur enda einstaklega vinalegur maður sem er þekktur fyrir að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með bros á vör,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira
Fyrir tuttugu árum hóf Nour Natan Nimir störf hjá pítsakeðjunni Domino's. Þá var hann sendill en í fjölda ára hefur hann ráðið ríkjum í útibúi keðjunnar í Kringlunni. Tímamótunum var fagnað um helgina. Nour segir að þótt hann hafi afgreitt óteljandi pítsur sé ekki til í dæminu að hann sé að fá leið á starfi sínu. „Mér líður alltaf vel í vinnunni. Ég byrjaði árið 1998, þá sem sendill á staðnum á Grensásvegi, varð síðar vaktstjóri og hef verið frá aldamótum í Kringlunni,“ segir hann. Nour fæddist í Marokkó en kom hingað til lands árið 1995. Hann vann hin ýmsu störf þar til hann rataði í hlutastarf sem sendill. Þar leið honum vel og allt gekk vel og á endanum hætti hann í hinum vinnum sínum til að einbeita sér að Domino's. Þegar þú starfar lengi á sama stað vill það oft verða svo að viðskiptavinirnir fara að þekkja þig og þú þá. „Ég held að allir sem koma í Kringluna þekki mig og ég þekki alla. Þegar sumir koma þá veit ég hvað þeir vilja og þeir þurfa ekkert að segja pöntunina sína,“ segir Nour og hlær.Nour fékk viðurkenningu frá keðjunni á föstudag en starfsaldur hans er lengri en ævi sums samstarfsfólks hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRAðspurður um eftirminnilega sögu sem tengist starfi sínu nefnir Nour atvik sem átti sér stað í Marokkó í sumar. Þar var hann staddur í stórmarkaði þegar ég vegi hans varð maður klæddur íslenska knattspyrnulandsliðsbúningnum. Nour vatt sér upp að honum og spurði hvort maðurinn talaði íslensku. Það passaði. „Þá fór ég að tala við hann á íslensku á móti og þá var hann nokkuð hissa á að Arabinn gæti talað við hann á því tungumáli. Síðan kom konan hans út úr búð þarna og þá kom í ljós að hún vann í Kringlunni líka og við áttum gott spjall. Þá sýndi það sig enn á ný hvað heimurinn er lítill,“ segir Nour. Hinn vinsæli Nour segir að ómögulegt sé að giska á hve margar pítsur hann hefur afgreitt um starfsævina. Hann fái aldrei leið á Domino's-pítsum þótt hann breyti reglulega um álegg. Allt nema pepperoni, skinka og beikon kemur til greina á hans flatböku. „Við erum einstaklega þakklát og stolt af því að halda upp á tuttugu ára starfsafmæli Nours. Tuttugu ár er langur tími og lengri en aldur sumra samstarfsmanna hans á Domino's. Hann á sér marga aðdáendur enda einstaklega vinalegur maður sem er þekktur fyrir að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með bros á vör,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira