Starfsaldurinn hærri en aldur kollega Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Pítsurnar sem Nour hefur afgreitt eru óteljandi en hann gerir það ávallt með bros á vör. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fyrir tuttugu árum hóf Nour Natan Nimir störf hjá pítsakeðjunni Domino's. Þá var hann sendill en í fjölda ára hefur hann ráðið ríkjum í útibúi keðjunnar í Kringlunni. Tímamótunum var fagnað um helgina. Nour segir að þótt hann hafi afgreitt óteljandi pítsur sé ekki til í dæminu að hann sé að fá leið á starfi sínu. „Mér líður alltaf vel í vinnunni. Ég byrjaði árið 1998, þá sem sendill á staðnum á Grensásvegi, varð síðar vaktstjóri og hef verið frá aldamótum í Kringlunni,“ segir hann. Nour fæddist í Marokkó en kom hingað til lands árið 1995. Hann vann hin ýmsu störf þar til hann rataði í hlutastarf sem sendill. Þar leið honum vel og allt gekk vel og á endanum hætti hann í hinum vinnum sínum til að einbeita sér að Domino's. Þegar þú starfar lengi á sama stað vill það oft verða svo að viðskiptavinirnir fara að þekkja þig og þú þá. „Ég held að allir sem koma í Kringluna þekki mig og ég þekki alla. Þegar sumir koma þá veit ég hvað þeir vilja og þeir þurfa ekkert að segja pöntunina sína,“ segir Nour og hlær.Nour fékk viðurkenningu frá keðjunni á föstudag en starfsaldur hans er lengri en ævi sums samstarfsfólks hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRAðspurður um eftirminnilega sögu sem tengist starfi sínu nefnir Nour atvik sem átti sér stað í Marokkó í sumar. Þar var hann staddur í stórmarkaði þegar ég vegi hans varð maður klæddur íslenska knattspyrnulandsliðsbúningnum. Nour vatt sér upp að honum og spurði hvort maðurinn talaði íslensku. Það passaði. „Þá fór ég að tala við hann á íslensku á móti og þá var hann nokkuð hissa á að Arabinn gæti talað við hann á því tungumáli. Síðan kom konan hans út úr búð þarna og þá kom í ljós að hún vann í Kringlunni líka og við áttum gott spjall. Þá sýndi það sig enn á ný hvað heimurinn er lítill,“ segir Nour. Hinn vinsæli Nour segir að ómögulegt sé að giska á hve margar pítsur hann hefur afgreitt um starfsævina. Hann fái aldrei leið á Domino's-pítsum þótt hann breyti reglulega um álegg. Allt nema pepperoni, skinka og beikon kemur til greina á hans flatböku. „Við erum einstaklega þakklát og stolt af því að halda upp á tuttugu ára starfsafmæli Nours. Tuttugu ár er langur tími og lengri en aldur sumra samstarfsmanna hans á Domino's. Hann á sér marga aðdáendur enda einstaklega vinalegur maður sem er þekktur fyrir að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með bros á vör,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Fyrir tuttugu árum hóf Nour Natan Nimir störf hjá pítsakeðjunni Domino's. Þá var hann sendill en í fjölda ára hefur hann ráðið ríkjum í útibúi keðjunnar í Kringlunni. Tímamótunum var fagnað um helgina. Nour segir að þótt hann hafi afgreitt óteljandi pítsur sé ekki til í dæminu að hann sé að fá leið á starfi sínu. „Mér líður alltaf vel í vinnunni. Ég byrjaði árið 1998, þá sem sendill á staðnum á Grensásvegi, varð síðar vaktstjóri og hef verið frá aldamótum í Kringlunni,“ segir hann. Nour fæddist í Marokkó en kom hingað til lands árið 1995. Hann vann hin ýmsu störf þar til hann rataði í hlutastarf sem sendill. Þar leið honum vel og allt gekk vel og á endanum hætti hann í hinum vinnum sínum til að einbeita sér að Domino's. Þegar þú starfar lengi á sama stað vill það oft verða svo að viðskiptavinirnir fara að þekkja þig og þú þá. „Ég held að allir sem koma í Kringluna þekki mig og ég þekki alla. Þegar sumir koma þá veit ég hvað þeir vilja og þeir þurfa ekkert að segja pöntunina sína,“ segir Nour og hlær.Nour fékk viðurkenningu frá keðjunni á föstudag en starfsaldur hans er lengri en ævi sums samstarfsfólks hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRAðspurður um eftirminnilega sögu sem tengist starfi sínu nefnir Nour atvik sem átti sér stað í Marokkó í sumar. Þar var hann staddur í stórmarkaði þegar ég vegi hans varð maður klæddur íslenska knattspyrnulandsliðsbúningnum. Nour vatt sér upp að honum og spurði hvort maðurinn talaði íslensku. Það passaði. „Þá fór ég að tala við hann á íslensku á móti og þá var hann nokkuð hissa á að Arabinn gæti talað við hann á því tungumáli. Síðan kom konan hans út úr búð þarna og þá kom í ljós að hún vann í Kringlunni líka og við áttum gott spjall. Þá sýndi það sig enn á ný hvað heimurinn er lítill,“ segir Nour. Hinn vinsæli Nour segir að ómögulegt sé að giska á hve margar pítsur hann hefur afgreitt um starfsævina. Hann fái aldrei leið á Domino's-pítsum þótt hann breyti reglulega um álegg. Allt nema pepperoni, skinka og beikon kemur til greina á hans flatböku. „Við erum einstaklega þakklát og stolt af því að halda upp á tuttugu ára starfsafmæli Nours. Tuttugu ár er langur tími og lengri en aldur sumra samstarfsmanna hans á Domino's. Hann á sér marga aðdáendur enda einstaklega vinalegur maður sem er þekktur fyrir að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með bros á vör,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira