Sýslumenn andvígir því að færa innheimtu til Ríkisskattstjóra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Ríkisskattstjóri á að sjá um innheimtu á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sýslumannafélag Íslands (SFÍ) furðar sig á fyrirhugaðri breytingu á tekjuskattslögum sem felur í sér að innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu verði flutt frá Tollstjóra til Ríkisskattstjóra (RSK). Drög að frumvarpi þess efnis voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar á dögunum. Í umsögn frá SFÍ er lýst yfir furðu á því að nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd hafi ekki haft samráð við innheimtumenn ríkissjóðs í héraði við störf sín. „Í skipulagsbreytingum, sem átt hafa sér stað síðari ár hjá hinu opinbera, hefur þess jafnan verið gætt að þær séu ekki til þess fallnar að stuðla að aukinni áhættu, m.t.t. vanhæfissjónarmiða og óheppilegrar samtvinnunar,“ segir í umsögn SFÍ. Er þar meðal annars vísað til aðskilnaðar dóms- og framkvæmdavalds, aðgreiningar lögregluvalds og fullnustu. Í frumvarpsdrögunum virðist því kveða við nýjan tón þar sem álagning, eftirlit og innheimta verði allt á sömu hendi hvað höfuðborgarsvæðið varðar. „Höfundar frumvarpsdraganna telja álagningu og innheimtu opinberra gjalda verða einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari með því að fela RSK innheimtuna. Ekki kemur þó fram í hverju nákvæmlega sparnaðurinn eða annar ávinningur felst, enda gert ráð fyrir óbreyttum fjölda starfsmanna og sömu húsnæðisþörf og verið hefur,“ segir í umsögninni. SFÍ telur það frekar stuðla að hagkvæmni og skilvirkni að innheimtuaðili sé ekki sá sami og leggur gjaldið á. Vísað er þar meðal annars til Danmerkur en þar hefur verið horfið frá því að hafa eina miðlæga stofnun vegna innheimtu skatta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Sýslumannafélag Íslands (SFÍ) furðar sig á fyrirhugaðri breytingu á tekjuskattslögum sem felur í sér að innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu verði flutt frá Tollstjóra til Ríkisskattstjóra (RSK). Drög að frumvarpi þess efnis voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar á dögunum. Í umsögn frá SFÍ er lýst yfir furðu á því að nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd hafi ekki haft samráð við innheimtumenn ríkissjóðs í héraði við störf sín. „Í skipulagsbreytingum, sem átt hafa sér stað síðari ár hjá hinu opinbera, hefur þess jafnan verið gætt að þær séu ekki til þess fallnar að stuðla að aukinni áhættu, m.t.t. vanhæfissjónarmiða og óheppilegrar samtvinnunar,“ segir í umsögn SFÍ. Er þar meðal annars vísað til aðskilnaðar dóms- og framkvæmdavalds, aðgreiningar lögregluvalds og fullnustu. Í frumvarpsdrögunum virðist því kveða við nýjan tón þar sem álagning, eftirlit og innheimta verði allt á sömu hendi hvað höfuðborgarsvæðið varðar. „Höfundar frumvarpsdraganna telja álagningu og innheimtu opinberra gjalda verða einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari með því að fela RSK innheimtuna. Ekki kemur þó fram í hverju nákvæmlega sparnaðurinn eða annar ávinningur felst, enda gert ráð fyrir óbreyttum fjölda starfsmanna og sömu húsnæðisþörf og verið hefur,“ segir í umsögninni. SFÍ telur það frekar stuðla að hagkvæmni og skilvirkni að innheimtuaðili sé ekki sá sami og leggur gjaldið á. Vísað er þar meðal annars til Danmerkur en þar hefur verið horfið frá því að hafa eina miðlæga stofnun vegna innheimtu skatta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira