Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2018 18:30 Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. Vaxtahækkun muni ekki auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður VR segir ákvörðun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu við verkalýðshreyfinguna. Ný miðstjórn Alþýðusambandsins kom saman í fyrsta skipti í dag frá því hún var kjörin á þingi Alþýðusambandsins fyrir um hálfum mánuði. Auk þess að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabankans segir í yfirlýsingunni að stýrivextir á Íslandi séu nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndum. Vaxtastigið hafir veruleg áhrif á lífskjör almennings og möguleika til að sjá fyrir sér.Sjá einnig: Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að þetta séu kaldar kveðjur inn í þær kjaraviðræður sem nú séu að hefjast. „Og ljóst að Seðlabankinn ætlar sem fyrr að lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór. Ef takast eigi að bæta lífskjör þurfi allir að leggjast á eitt og þar sé Seðlabankinn ekki undanskilinn. Seðlabankinn boðar frekari vaxtahækkanir haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka umfram markmið. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, hafi þar áhrif. „Við erum varla búin að taka fyrsta fundinn við okkar viðsemjendur. Þannig að ef þetta er það sem koma skal þá lofar þetta ekki góðu. Við þurfum svo sannarlega að endurskoða okkar kröfugerð ef þetta verður tóninn frá Seðlabankanum,“ segir formaður VR.Már Guðmundsson seðlabankastjóri.VÍSIR/ANTON BRINKÞetta sé óþolandi ástand þar sem fólk greiði 70 til hundrað þúsund krónur meira í vaxtakostnað af húsnæðislánum en í nágrannalöndum og vaxtastefnan keyri upp leiguverð. „Þessu verður einfaldlega að linna og ef það þarf að skipta um fólk í brúnni í Seðlabankanum eða endurskoða algerlega peningastefnuna frá grunni verður einfaldlega að gera það. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ segir Ragnar Þór. Vaxtahækkanir Seðlabankans geti einfaldlega leitt til aukinnar verðbólgu vegna aukins kostnaðar fyrirtækjanna. „Sem aftur þurfa að mæta því með hækkun verðlags sem aftur þrýstir upp verðbólgu. þannig að þessi leið Seðlabankans til að reyna að draga úr verðbólgu er svolítið eins og að pissa í skóinn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Íslenska krónan Kjaramál Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. Vaxtahækkun muni ekki auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður VR segir ákvörðun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu við verkalýðshreyfinguna. Ný miðstjórn Alþýðusambandsins kom saman í fyrsta skipti í dag frá því hún var kjörin á þingi Alþýðusambandsins fyrir um hálfum mánuði. Auk þess að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabankans segir í yfirlýsingunni að stýrivextir á Íslandi séu nú þegar margfalt hærri en í nágrannalöndum. Vaxtastigið hafir veruleg áhrif á lífskjör almennings og möguleika til að sjá fyrir sér.Sjá einnig: Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að þetta séu kaldar kveðjur inn í þær kjaraviðræður sem nú séu að hefjast. „Og ljóst að Seðlabankinn ætlar sem fyrr að lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór. Ef takast eigi að bæta lífskjör þurfi allir að leggjast á eitt og þar sé Seðlabankinn ekki undanskilinn. Seðlabankinn boðar frekari vaxtahækkanir haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka umfram markmið. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, hafi þar áhrif. „Við erum varla búin að taka fyrsta fundinn við okkar viðsemjendur. Þannig að ef þetta er það sem koma skal þá lofar þetta ekki góðu. Við þurfum svo sannarlega að endurskoða okkar kröfugerð ef þetta verður tóninn frá Seðlabankanum,“ segir formaður VR.Már Guðmundsson seðlabankastjóri.VÍSIR/ANTON BRINKÞetta sé óþolandi ástand þar sem fólk greiði 70 til hundrað þúsund krónur meira í vaxtakostnað af húsnæðislánum en í nágrannalöndum og vaxtastefnan keyri upp leiguverð. „Þessu verður einfaldlega að linna og ef það þarf að skipta um fólk í brúnni í Seðlabankanum eða endurskoða algerlega peningastefnuna frá grunni verður einfaldlega að gera það. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ segir Ragnar Þór. Vaxtahækkanir Seðlabankans geti einfaldlega leitt til aukinnar verðbólgu vegna aukins kostnaðar fyrirtækjanna. „Sem aftur þurfa að mæta því með hækkun verðlags sem aftur þrýstir upp verðbólgu. þannig að þessi leið Seðlabankans til að reyna að draga úr verðbólgu er svolítið eins og að pissa í skóinn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Íslenska krónan Kjaramál Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00
„Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00
Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26